Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. FÓLK Uppsagnir og umsóknir Mikil ólga er sögð innan veggja sjónvarpsins með yfirmann tæknideildar, Hörð Frimannsson, og er talað um fjöldauppsagnir vegna þess. Við fréttum að tugir umsókna hefðu komið til Mats Wibe Lund, síðast er hann auglýsti eftir starfs- krafti, og voru þær allar á nafni Harðar Frímannssonar. Ætli starfs- mennirnir séu nokkuð að hugsa um uppsagnir — eða hver skyldi hafa sent umsóknirnar — varla Hörður. Þessar umsóknir þóttu hálf- illkvittnislegar í garð yfirmannsins og fóru víst í ruslafötu Mats þannig að starfsmennirnir hjá sjónvarpinu — eða hver sá sem vill Hörð burt úr sjónvarpinu — fengu ekki óskir sínar uppfylltar. Akureyringar útundan íslendingur á Akureyri birdr grein 30. september og er heldur vonsvik- inn út í Sambandsverksmiðjurnar. Blaðið segir frá stórútsölu verksmiðj- anna og þar sé á boðstólum ýmis góður varningur á ,,góðu” verði m.a. sem framleiddur er á Akureyri. „Gallinn er bara sá,” segir íslend- ingur, „að útsala þessi fer fram i sýningarskálanum við Bildshöfða í Reykjavík og samkvæmt frásögn forráðamanna Iðnaðardeildar hér á Akureyri er markaðurinn of lítill til þess að unnt sé að halda sams konar útsölu hér. Akureyringar eru nógu góðir til að afhenda Iðunni 200 þusund krónur úr bæjarsjóði þegar árar illa en þeir fá ekki að njóta sðmu kjara og Sunnlendingar þegar m.a. skór frá Iðunni eru settir áútsölu.” Útlaginn í nœsta mánuði Við sðgðum frá því að frumsýna ætti myndina um þá bræður Jón Odd og Jón Bjarna um jólin í Háskóla- bíói. Nú heyrum við af frumsýningu annarrar íslenzkrar myndar, nefnilega Útlaga Ágústs Guðmunds- sonar sem eigi að frumsýna í Austur- bæjarbíói um miðjan næsta mánuð. Flugfélag íslands á flugvélar Gömlu flugfélögin, Flugfélag íslands og Loftleiðir, eru enn við lýði, a.m.k. á pappírnum. Þau eru þó bæöi algerlega í eigu Flugleiða. Stjórnir Flugfélags íslands og Loftleiða eru skipaðar sömu mönn- um og sitja í stjórn Flugleiða. Stjórnarformaður Flugleiða, örn Ó. Johnson, er þó ekki jafnframt stjórnarformaður hinna félaganna heldur er Óttarr Möller stjórnarfor- maður Flugfélagsins og Grétar Br. Kristjánsson Loftleiða. Á hverju ári er haldinn aðalfundur hinna gömlu flugfélaga og er fullyrt að það sé eina starfsemin sem enn fari þar fram. Enn eru þó fjórar flugvélar skráðar á nafn Flugfélags íslands. Eru það tvær Boeing-þotur, TF-FLG og TF- FLH, og tveir Fokkerar, TF-FLM og TF-FLN. Húsnœðislaus ráðherra Það eru margir sem eiga við húsnæðisvanda að stríða og það eru ekki siður þeir háu i þjóðfélaginu. Við heyrðum nefnilega að sjálfum menntamálaráðherra, Ingvari Gísla- syni, hefði verið sagt upp húsnæðinu. Vinnsla nýrrar Startplötu or n Inkavtioi ^ Plötunni verða tíu lös> c/ U li/miJligi mestmegnis rokkarar Eldsmiðurinn, kxikmynd Hugrenningar, á lokastigi: Erla Eggortsdóttir með híð nýútkomna bloð, Lopl og band. DB-mynd Einar Ólason Fjallarum einsetumann sem býr viðHomajjörð Merkiskarllnn Sigurður Fiiippusson og Friðrik Þór FriCriksson stjórnandi kvikmyndarinnar Eldsmiðurinn. L/ósm. Ari Kristinsson. — og er langt á undan sinni samtíð — Rokk í Reykjavík næsta mynd félagsins „Þetta er heimildarkvikmynd um 76 ára gamlan einsetumann, Sigurð Filippusson, sem býr á Hólabrekku við Hornafjörð,” sagði Friðrik Þór Friðriksson er hann var spurður um kvikmyndina Eldsmiðinn en sú mynd er á lokastigi hjá kvikmyndafélaginu Hugrenningu. Myndin var unnin í sumar og er hún 40 mínútur að lengd. „Sigurður er mjög merkilegur maöur og langt á undan sinni sam- tíð,” sagöi Friðrik ennfremur. „Hann er þúsund þjala smiður og hefur smíðað marga merkisgripi t.d. eina íslenzka gírahjólið sem mér er kunnugt um. Sigurður fylgist vel með tækninni og notar hana. Þá hefur hann smíðað vindmyllu sem hann notar sem eigin rafstöð og er hún i góðu gagni. Fyrir mörgum árum — fyrir þann tíma sem dagatöl voru hér allsráðandi — breytti hann gamalli klukku í dagatal þannig að hann gat fylgzt með hvað dögunum liði,” sagði Friðrik Þór. Kvikmyndatökumaður myndar- innar var Ari Kristinsson og Jón Karl Helgason hljóðtökumaður. Friðrik var stjórnandi. „Við förum með myndina út eftir rúma viku í litgrein- ingu og 24.þessa mánaðar ætti hún að vera tilbúin,” sagði Friðrik. Hann sagði að væntanlega yrði sjónvarpinu boðið myndin til kaups. , .Sigurður hefur haft litil samskipti við umheiminn, hann hefur aðeins ' einu sinni komið til Reykjavíkur. Það var árið 1936 er hann þurfti að leggj- ast inn á sjúkrahús. Hann býr í litlum bæ, svona 16 fermetrum, og hluti af því er verkstæði þar sem hann er með rennibekk sem hann hefur sjálfur smíðað. Þá herðir Sigurður stál og mér er sagt að það sé svo vel hert að ekki finnist annað eins. Hann þarf líka sérstakt veður til að herða stálið t.d. herðir hann ekki, ef sól er eða snjór,” sagði Friðrik. Friðrik var þá spurður út í kvik- mynd þá sem hann hyggst gera um ný bylgjutónlist hér á landi og. sagði hann að allur undirbúningur fyrir þá mynd væri á lokastigi. „Það er ætlunin að taka þá mynd fyrir jól og frumsýna hana í marz. Myndin sem við höfum kallað Rokk í Reykjavík, verður í fullri lengd. Hún mun fjalla um rokkhljómsveitir í Reykjavík, viðtöl við hljómsveitarmeðlimi og aðra sem tengjast rokkinu,” sagði Friðrik. „Hljómsveitir hafa ekki verið endanlegavaldarímyndina.” Áætlað er að Rokk í Reykjavík verði síðan seld til annarra landa og fá því íslenzkar hljómsveitir heil- mikla auglýsingu út úr þeirri mynd. ' Af Brennunjálssögu Friðriks er það að frétta að sjónvarpið hafnaði kaupum á henni en hún hefur verið boðin til kaups í öðrum löndum. Hefur hún þegar veriö sýnd í Noregi. -ELA. Nýtt blað komið út: Það er hœgt að leika sér með íslenzku ullina — segir Erla Eggertsdóttir ritstjóri prjónablaðsins Lopi og band „Ég hef unnið við vinnslu þessa blaðs síðan i apríl,” sagði Erla Eggertsdóttir ritstjóri nýs blaðs, prjónablaðsins Lopi og band sem hóf göngu sína i siðustu viku. „Ég hafði áður starfað við uppskriftagerð og prjónablaðið Elínu fyrir Gefjun á Akureyri. í prjónablaðinu Elinu koma uppskriftir inn í samkeppni. Ég hef hins vegar fengið hönnuði til að gera uppskriftir,” annað hef ég sjálf séðum,”sagði Erla. „Ég átti sjálf hugmyndina að þessu blaði. Mig langaði að ráða sjálf hvað birtist og standa svolítið öðruvísi að þessu. Já, ég verð einungis með upp- skriftir fyrir islenzka ull. Mér finnst hún gefa svo mikla möguleika og fjölbreytni. Auk þess sem er skemmtileg áferð á ullinni, er hægt að leika sér mikið með hana,” sagði Erla. „Jú, ég tel að það sé markaður fyrir blað sem þetta. Móttökur sem ég hef fengið undanfarna daga sýna það. Sumar verzlanir hafa þegar pantað aftur. Ég vona að blaðið eigi efdr að ganga því það gefur mér möguleika á að stækka það. Ég hef hugsað mér að hafa aðal- lega fatnað og þá lfka töluvert fyrir börn og unglinga,” sagði Erla. „Þá hef ég einnig hugsað mér að hafa föndur til að gefa blaðinu meiri breidd.” Erla sagðist ekki fyrr hafa staðið að útgáfu blaðs og sagðist því hafa rennt blint í sjóinn. „Það var mikil vinna að koma blaðinu út,” segir hún. Næsta blað mun koma út í marz og þá með léttari fatnaði. Útgáfumánuðir verða tveir, október og marz. Erla Eggertsdóttir er gift Gunnsteini Karlssyni auglýsinga- stjóra Sambandsins og eiga þau tvær dætur. -ELA. UOsmenn Start i hljóðveri. Aætiað er að piata hijómsvertannnar komi ut um næstu mónaðamót DB-mynd. Hljómsvéitin Start er nú í óða önn að hljóðrita fyrstu LP plötu sína í Hafnarfirði. Upphaflega var áætlað að ljúka við hana í gærkvöld og hljóðblanda og skera síðan i London. Vinnslan hefur hins vegar gengið aðeins hægar en gert var ráð fyrirí upphafi. Frá þvi að upptökur hófust hefur ein mannabreyting orðið í Start. Sigurgeir Sigmundsson gitarleikari ákvað í miðju kafi að hætta í hljóm- sveidnni. Hann var þó dlbúinn að Ijúka við allan gítarleik á plötunni áður en hann segði skilið við hina. Nýr gítarleikari, Kristján Edel- stein, var þegar ráðinn í stað Sigur- geirs. Hann lék áður með Chaplin í Borgarnesi. Að vel athuguðu máli var ákveðið að Kristján tæki öll sóló í lögum plötunnar til að hann þyrfti ■ekk i að læra hlutverk Sigurgeirs utan að áður en byrjað yrði að fylgja út- komu plötunnar eftir með hljómleik- um og dansleikjum. „Ég á von á að platan komi út um næstu mánaðamót,” sagði.. Pétur Kristjánsson söngvari. „Við byrjum þáað spilaaðnýju.” Blaðamaður DB leit við í stúdíói kvöld eitt er Startarar voru önnum kafnir við plötuupptökuna. Verið var að taka upp gítarhlutann í grjóthörðu rokklagi eftir Jón Ólafsson bassaleik- ara. Nafn var enn ekki komið á lagið og vinnutítill þess óprenthæfur. „Þetta er aðallega rokk sem við verðum með á plötunni,” sagði Pétur. Þetta verða tiu lög í það heila. Þar af eru níu frumsamin. Eitt er belgískt. Ég fann það á Midem-plötu sem var gefrn út í tengslum við sam- nefnda ráðstefnu í Frakklandi. Þetta lag varð mjög vinsælt í Belgiu í fyrra en hefur lítið sem ekkert heyrzt annarsstaðar.” Það er hljómplötuútgáfan Steinar sem gefur Start-plötuna út. Fyrr á þessu ári kom út tveggja laga plata með hljómsveidnni. Þeirri útgáfu fylgdu þau orð að ef litla platan seldist vel kæmi til greina að fylgja henni eftir með stórri. Dæmið virðist því hafa gengið upp hjá Start. -ÁT-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.