Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. w \ I GÆRKVÖLDI Afmæii 85 ára er í dag, 8. október, Maria Anna Kristjánsdóttir frá ísafirði. Hún er fædd í Hliðarhúsum í Snæfjallahreppi, N-ís., 8. október 1896. Eiginmaður hennar, Sigfús Guðfinnsson skipstjóri og síðar kaupmaður, lézt á sl. ári. Þau eignuðust 8 börn, 6 þeirra eru á lífi. María er nú rúmliggjandi á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. GENGIÐ Gert er ráö fyrir noröaustanátt um allt land, óljagangi um noröanvert landiö, björtu á Suðuriandi. ( dag fer hiti aöeins yfir frostmark sunnanlands, annars veröur vœgt frost um allt land. Kl. 6 var í Reykjavik noröan 2, létt- skýjaö, —1, Gufuskálar, austan 3, skýjað og 0, Galtarviti norönoröaust- an 5, anjókomu og 0, Akureyri logn, —2 og snjókomu, Raufarhöfn norö- noröaustan 5, alskýjað 0, Daiatangi noröan 4, slydduél 1, Höfn norönorö- vestan 4, hátfskýjaö og 0, Stórhöfði austan 3, hálfskýjaö og 1. ( Kaupmannahöfn var skýjað og 10, ( Osló lóttskýjaö og 8, Stokkhólmur skýjað og 9, London aiskýjað og 13, Hamborg skýjaö og 9, Madrid skýjaö og 13, Lissabon léttskýjað og 15, Nevv York skýjaö og 11. : ÍSLAND 5000 Nýtt f rímerki Póst- og símamálastofnunin gcfur aö þessu sinni út frimerki með mynd af málverki eftir Gunnlaug Scheving, „Linan dregin”. Þaö var málaö á árinu 1945 meö oliulitum og er nú i eigu Rikisútvarpsins. — Gunnlaugur Scheving listmálari fæddist árið 1904 í Reykjavík en dvaldist hjá fósturforeldrum sínum á Austurlandi til ársins 1921, en síðan tvö ár í Reykja- vik og-fékk þar tilsögn í teikningu. — Haustið 1923 fór hann til myndlistarnáms til Danmerkur og var þann vetur á teikniskóla þar, en hélt síðan heim. — Ári síðar fór hann aftur til Kaupmannahafnar og settist þá i Listaháskólann og var þar við nám á árunurt) 1925 til 1929. — Sína fyrstu málverkasýn- ingu hélt Gunnlaugur Scheving á Seyðisfirði þegar á námsárum sinum. Siðan oft í Reykjavik og utan- lands. Verk Gunnlaugs Scheving eru viða til í söfn- um bæði innanlands og utan og einnig í mörgum opinberum byggingum í Reykjavík. — Gunnlaugur Scheving listmálari andaðist í Reykjavík árið 1972. Til bæjarstjórnar Kópavogs Stjórnarfundur Landssambands mennta- og fjölbrautaskólanema, haldinn í Menntaskólanum við Sund 26.9. 1981, skorar á bæjarstjórn Kópavogs og menntamálaráðuneytið að leysa húsnæðisvanda- mál Menntaskólans i Kópavogi svo hann geti þróazt í fjölbrautaskóla. Þið munið hann Jónas Litli leikklúbburinn heldur kynningarkvöld Jónasar Árnasonar föstudaginn 9. október í félagsheimilinu Hnífsdal. Þar verða flutt atriði úr leikritum hans og sögum. Sungin verða lög við ljóð hans og fleira. Jónas mætir sjálfur á staðinn. Sambandsþing Norræna félagsins HAUKUR HELGASON Guðríður Þórðardóttir, Reykjavikur- vegi 16 Hafnarfirði, lézt 30. september. Hún fæddist að Kröggólfsstöðúm í ölfusi 12. ágúst 1892, næstelzt af tíu börnum hjónanna Ragnhildar Magnús- dóttur og Þórðar Þorgeirssonar. Guðríður missti móður sína snemma, fór Guðríður þvi í fóstur. Fósturfor- eldrar hennar voru Guðrún Þorgeirs- dóttir og Þórður Magnússon. Guðríður giftist Guðbirni Gíslasyni, þau eign- uðust tvö börn. Hún starfaði við fisk- verkun í rúm 40 ár. Síðustu árin dvald- ist hún á Sólvangi í Hafnarfirði. Guðríður verður jarðsungin í dag, 8. október, frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 14. Þóra Marta Stefánsdóttir lézt 27. september 1981. Hún var fædd 1. nóvember 1905. Foreldrar hennar voru Jóhanna Sigfúsdóttir og maður hennar, Stefán B. Jónsson. Þóra Marta var þeirra einkabarn. Hún lauk námi úr Verzlunarskóia íslands og kennara- prófi lauk hún 1933. Þóra Marta giftist- Karii Hirst, eignuðust þau tvo syni. Hún starfaði við búskap og verzlunar- störf. Þóra Marta verður jarðsungin í dag, 8. október, frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Johanne Bachmann, Sólheimum 23, andaðist i Borgarspítalanum 6. október. Sigríður Guðmundsdóttir frá Bildudal andaðist í Borgarspítalanum 6. októ- ber. Lára Sigurðardóltir, fyrrverandi matráðskona á Kleppsspítalanum, er látin. Jón H. Júliusson frá Siglufirði and- aðist í Landakotsspítalanum þriðju- daginn 6. október. Jón A.F. Hjartarson fiskmatsmaður, Sólvöllum 19 Akureyri, veðrur jarð- sunginn 10. októer kl. 13.30 frá Akur- eyrarkirkju. Oddný Friðriksdóttir, Löngufit 5, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 9. október kl. 13.30. Steinar Sveinsson lézt 1. október 1981. Hann var fæddur 21. maí 1932. Steinar vann flest algeng störf verkamanna til sjós og lands. Síðustu árin starfaði hann við Sigöldu og síðar við Hrauneyjafoss. Steinar lætur eftir sig tvo syni. Hann verður jarðsunginn í dag, 8. október, frá Fossvogskirkju. Kári H. Sigurjónsson, Drápuhlið 38, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 9. október kl. 9.30. Jón Eyjólfur Jóhannesson frá Möðru- dal, Lindargötu 61 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju 10. október kl. 14.00. Björn Kr. Jónsson fv. verzlunarmaður, Sólheimum 23, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 9. október kl. 13.30. Frá Guðspekifólaginu Vetrarstarfið hefst með erindi Ingibjargar Þorgeirs- dóttur um Martínus kl. 21.00 8. okt fimmtudags- kvöld. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands heldur fyrsta fund vetrarins fimmtudagskvöld 8. okt. í húsi Slysavarnafélags íslands á Grandagarði kl. 20.00. Lesin ferðasaga til Skotlands. Sagt frá þin.v Slysa- varnafélags íslands á Laugum sl. snrnai Spiluð félagsvlst, góð verðlaun. Stjórnin. Fermingarbörn Óháða safnaðarins árið 1982 eru beðin að koma til viðtals og skráningar í Kirkjubæ kl. 18.00 fímmtudaginn 8. október. Spurningjar hefjast síðar. Þjóðdansafólag Reykjavikur 30 ára Sl. vor voru liðin 30 ár frá því aö Sigriður Valgeirs- dóttir gekkst fyrir þvi að Þ.R. var stofnað. í tilefni afmælisins æfði Sigríður upp 30 mínútna islenzkt dansprógramm meö hópi félaga í Þ.R. Var þaö siöan sýnt almenningi að Kjarvalsstöðum 17. júnl, en það er stofndagur félagsins. Tekinn var á leigu verzlunargluggi að Laugavegi 41, en hann var notaður fyrir búningaútstillingu. Var þar leitazt við að setja upp sem flestar gerðir Draumur kúasmalans Varla er svo ómerkileg sápuópera, að ekki finnist i henni nokkur sann- leikans sandkorn. Þannig fjallaði hinn margumdeildi Dallas í gærkvöldi um „draum kúa- smalans” eða hinn „bandariska draum” um að rísa úr. öskunni og verða stór. Húskarlinn Ray hafði lengi horft upp á, hvernig húsbændur hans fóru að. Nú þykist hann elska konu. ,,Ég ætla að kvænast henni,” segir húskarlinn, og við hinn mikla J. R.: „Nei, hana vil ég eiga einn.” Fleira vakir fyrir þjóninum. Hann er sem sé orðinn landeigandi, fékk skika hjá yfirboðara sínum og segir: „Nú er ég landeigandi”. Það virðist hafa farið fram hjá honum, að með gjöfinni fylgdi, að hann starfaði um aldur og ævi á vegum húsbændanna. Nú virðist draumur Bandarikjamannsins og velsæld vera að rætast. í mörgum, fögrum bandarískum ljóðum hefur því verið lýst, hvernig hinn blá- fátæki verður ríkur og farsæll í því sælunnar ríki. í þættinum í gærkvöld var hús- karlinum lýst sem einstæðu „góð- menni”. Við höfum þó áður séð sitt- hvað til hans. Hahn gerði barnunga bróðurdóttur J. R. að frillu sinni. Hann reyndi að leiða mágkonu J. R. í gildru fyrir tilstilli yfirboðara síns. Hann var sýndur í svalli með yfir- manni sínum, sem endaði með því, að kokkálaðir eiginmenn hugðust ganga af þeim dauðum. En í gær var húskarlinn sakleysingi, sem reyndi að gera „ameríska drauminn” að veru- leika. En það er svo með ameríska drauminn um vegsæld sem fleiri drauma. Líklega er lýsingin í Dallas, hvernig kúasmalinn er aftur settur á sinn bás, nær veruleikanum en margir öfundarmenn bandarisku „velsældarinnar” munu viðurkenna. Ray tókst ekki það, sem Jenna tókst í gærkvöldi, að komast í fílslíki, svo að kötturinn varð hræddur. Það var lika baraævintýri. -HH. íslenzkra þjóðbúninga. Stóð útstilling þessi i eina viku. Aðalfundur félagsins var fimmtudaginn 24. september sl. í skýrslu formanns kom það fram m.a. að næsta sumar veröur norrænt þjóðdansamót, NORDLEK, haldiö í Gautaborg í Svíþjóð. En ísland er aðili að norrænu samstarfi um þjóðdansa og þjóðlög. Einnig gat formaður þess, að tilundirbúningsmóti þessu héldu 4 aðilar frá félaginu til Gautaborgar s.l. vor og nutu þau styrks frá Menntamálai áðuneytinu til fararinnar. Form'aður gat þess einnig, að óvenjumikið hefði verið um sýningar á vegum félagsins nú í sumar . Um 30 manna hópur hélt norður til Akurcyrar og sýndi þar á landsmóti Ungmennasambands íslands. Einnig var dansað fyrir erlenda ferðamenn, s.s. í skemmtiferðaskipum, í Norræna húsinu, á sam- komu hjá Þjóðræknisfélaginu, í Árbæjarsafni, fyrir Sjálfsbjörgu og víðar. Nú er vetrarstarf félagsins hafið. Félagið gengst nú, eins og undanfarin ár, fyrir almennum dansnám- skeiðum, bæði fyrir börn og fullorðna. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum í Fáksheimilinu. Barnaflokkar eru á mánudögum frá kl. 16:30. Námskeið i gömlum dönsum eru á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl. 20:00. Enn er mögulegt að bæta í suma hópana. Þjóðdansar verða eins og áöur í iþróttasal Vörðu- skóla á Fimmtudagskvöldum og hefjast þeir 1. október kl. 20.00. Ingibjörg Bragadóttir var endurkjörin formaður félagsins. Einnig var Þorbjörn Jónssonend»»*-V\'riun formaður sýningaflokks en Þorbjörn hefur að mesiu séð um fyrirgreiðslu sýninga félagsins sl. starfsár. Þeim sem hafa ahuga á að fá sýningu á vegum félagsins er því bent á að bezt er að hafa samband við Þorbjörn í síma 12926, eða formann í síma 30495, eftir almennan vinnutíma. Nær öll starfsemi félagsins byggist upp á sjálf- boðavinnu og áhuga félaganna. Að lokum viljum við færa öllum þeim sem veitt hafa okkur stuðning á árinu beztu þakkir fyrir. Þjóðdansafélag Reykjavikur. Rauö seta úr sófasetti datt úr aftaníkerru þegar sófasett var flutt úr Breið- holti að Tunguheiöi, siðan þaöan í Auðbrekku. Þetta gerðist sl. föstudag um kl. 18.00. Ung hjón, sem eru að hefja búskap, keyptu sér notað sófasett með rauðu plussáklæði og vantaði eina setu er heim kom. Biðjum við fólk að líta í kringum sig á þessum slóðum og vinsamlega að hringja í síma 44734 eða á afgreiðslu Dagblaðsins ef setan finnst. Tónlistarskóli Rangæinga hefur störf Tónlistarskóli Rangæinga er þessa dagana að hcfja vetrarstarf. í vetur verða nemendur 224 og kennarar 12 auk skólastjóra, Sigriðar Sigurðardóttur. Kennt er á 7 stöðum í sýslunni að venju. Auk lögboðinna greina er í skólanum starfandi barnakór, lúðrasveit og kammersveit. Skólinn mun halda uppteknum hætti og fá ýmsa listamenn til þess að halda tón- leika. Fyrstu tónleikarnir verða í Hvoli 10. septem- ber og leikur þá Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanó- leikari. Þá verða að venju skólatónleikar einu sinni i mánuði auk þrennra jóla- og vortónleika. Formaöur skólanefndar er Sigurður Haraldsson Kirkjubæ. Helgi Jóhannsson Hverfisgötu 117 hefur breytt rakarastofu sinni. Býöur hann nú uppá permanent, andlitsböö, handsnyrtingu, litun og strípur. Auk Helga starfa þær Dröfn og Dagný. sem er rakara- og hárgrciöslumeistari, við Hverfisgötu ll7. Siminner 29766. 60 ára er i dag, 8. október, Skarphéð- inn D. Eyþórsson framkvæmdastjóri Hópferðamiöstöðvarinnar. Kona hans er Sigurmund Guðmundsdóttir. Afmælisbarnið tekur á móti gestum sínum í Hópferðamiðstöðinni, Skeif- unni 8, ámili kl. 17 og 19 í dag. 60 ára er í dag, 8. október frú Anna Guðmundsdóttir, Miðstræti 8 A í Nes- kaupstað, kona Einars Einarssonar' pípulagningameistara þar i bæ. Sambandsþing Norræna félagsins verður að þessu sinni háð i Mimaðamesi i Borgarfirði dagana 9.-11. okt. nk. Þetta er í fyrsta sinni að þingið er haldið utan Reykjavíkur. Áður var þinghaldið aðeins einn dag. Nú er stefnt að lengra þingi með ítarlegri umfjöllun um málefni félagsins. Deildir félagsins eru nú fjörutiu talsins um land allt og verða 79 fulltrúar kjörnir til þingsins. Það verður sett kl. 10 árdegis laugardaginn 10. okt. og fram haldið til hádegis á sunnudag. Mál þingsins verða nú tekin tii umræðu í nefndum og verður þinghaldið allt mun yfirgrips- meira en áður hefur tiðkazt. 1 GENGISSKRÁNING NR. 191 Feröamanna 8. OKTÓBER 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 7,648 7,670 8,437 1 Storiingspund 14,325 14,388 15,802 1 Kanadadollar 6,370 6,389 7,027 1 Dönsk króna 1,0633 1,0664 1,1730 1 Norskkróna 1,3113 1,3160 1,4465 1 Saonsk króna 1,3912 1,3962 1,5347 1 Finnskt mark 1,7429 1,7479 1,9227 1 Franskur franki 1,3645 1,3884 1,5052 1 Balg. franki 0,2044 0,2049 0,2254 1 Svissn. franki 4,0369 4,0486 4,4535 1 Hollonzk florina 3,0917 3,1006 3,4107 1 V.-þýzkt mark 3,4250 3,4348 3,7783 1 itölsk lira 0,00643 0,00645 0,00709 1 Austurr. Sch. 0,4876 0,4890 0,5379 1 Portug. Escudo 0,1194 0,1198 0,1317 1 Spánskur peseti 0,0809 0,0811 0,0892 1 Japansktyen 0,03326 0,03335 0,03668 1 (rsktDund 12,248 12,284 13,512 8DR (sérstök dráttarréttindl) 01/09 8,8982 8,9217 SJmsvari vagna gangisskránlngar 22190. Aridlát

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.