Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 11
DAGBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. Lífeyrissjóður bænda 1980: NEYTENDUR LÁTN- IR GREIÐA HELMING AF TEKJUM SJÓÐSINS fjórðungur til viðbótar opinberír styrkir en aðeins fjórðungur greiddur af sjóðfélðgum í rekstrarreikningi Lífeyrissjóðs bænda fyrir árið 1980 kemur fram að neytendur í landinu greiða til sjóðsins meira en helming allra iðgjaldatekna hans. Sú upphæð er neytendur þannig greiða þessum lífeyrissjóði var á árinu 1980 samtals 1.241.781.000 krónur eða 12.417.810 nýkrónur. Heildariðgjaldatekjur sjóðsins voru 24.736.585 kr. Auk þeirra 12,4 milljóna króna sem Lífeyrissjóður bænda fær úr vösum neytenda, fær hann að auki 3,36 milljónir kr. frá ríkissjóði (vasi skattgreiðandans) og 2,02 milljónir frá Stofnlánadeild landbúnaðarins. Iðgjaldatekjur Lífeyrissjóðs bænda frá sjóðsfélögúm er aðeins rúmlega fjórði hluti tekna sjóðsins eða 6,7 milljónir nýkróna. í velflestum lífeyrissjóðum landsins, kannski öllum nema einum, greiðir sjóðsfélagi 4% af launum sín- um til sjóðsins og atvinnurekandi 6% á móti. Engar tekjur koma í flesta líf- eyrissjóði starfsmannafélaga frá rikinu. Bændur eru taldir vera atvinnu- rekendur þegar það á við en þegar það á ekki við, eins og t.d. þegar um Lífeyrissjóð bænda er að ræða, eru þeir launþegar. í því tilfelli sem hér er nefnt kemur dæmið út eins og neyt- endur séu atvinnurekendur bænda og greiði helmingi hærra en þeir til þeirra eigin lifeyrissjóðs. Umræddar greiðslur neytenda til Lifeyrissjóðs bænda, tvöfaldar á móti framlagi bænda sjálfra, eru greiddar til sjóðsins af þvi fé sem ríkissjóður ver til niðurgreiðslna landbúnaðarvara. Þær greiðslur eru himinháar og hækka stöðugt. Allar koma þær úr vösum skattgreiðenda. Á árinu 1980 þágu 1770 manns úr bændastétt greiðslur úr Lífeyrissjóði bænda, samtals rúmar 14 milljónir króna. -A.St. BARNAHJÓLIN VINSÆLU Á tækifærisverði til mánaðamóta 14 tommu m/hjálparhj&lum. IStommu Verð áöur kr. Ö40< Verð 6ðurT09<L- Nú kr. 750.- Núkr.870.- Prihjól m/pallí Þríhjól Verð áður kr. '450.- Verð áður'360«- Nú kr. 360.- Nú kr. 288.- ISCARGO VILL B0EING-727 Nautgripabændur i Andesfjöllum í Perú eru væntanlegir hingað til lands í næstu viku. Hafa þeir áhuga á að kaupa Lockheed Electra-flugvél Iscargo, að sögn Kristins-Finnboga- sonar framkvæmdastjóra í samtali við DB í fyrradag. Sagði Kristinn að Iscargo stefndi að því að kaupa Boéíng 727—100 sem hentaði vel þar sem hægt væri að setja í hana vörupalla auk þess sem hægt væri að flytja með henni farþega á sama tíma. Væri slík vél litlu dýrari en Electra-vélin. Iscargo hefur leyfi til að nota vélar Transavia í einn mánuð í viðbót. Verði félagið ekki búið að fá sína eigin þotu þá verður reynt að brúa biiið með íslenzkri leiguvél. Hefur Iscargo fengið tilboð bæði frá Arnarflugi og Flugleiðum i þvi sambandi. Að sögn Kristins reyndist tilboð Arnarflugs of hátt en Flugleiðir sýndu meiri sveigjanleika, yrði því reynt að semja við Flugleiðir. Verði af sölu Electru-vélarinnar og kaupum á Boeing 727-100 þotu þýddi það að flutningar Iscargo færu fram um Keflavíkurflugvöll í stað Reykja- víkurflugvallar. Flugmálastjórn leyfir ekki notkun Reykjavikurflugvallar til reglubundins þotuflugs. -KMU. Póstsendum. Hjól & Vagn Háteigsvegi 3,105 Reykjavík. Sími (91)21511 HHini ■ ■ ■ imwwn y n FILMUR QG VELAR S.F. yuuj SKÖLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. @ SANYO — video _ @ SANYO — video — © SANYO — , video ★ Alftað 3 klst og 15 mín. kassettuspólur. ★ Verð og fyrirferó spólanna í lágmarki. ★ Minni fyrir sjátfvirka upptöku í 7 daga. ★ Beta kerfið erþekkt um heim allan, Fischer, Sony, Toshiba, Sanyo og fíeiri helztu videoframleiðend- urerumeðþað. ★ Sanyo video er japönskgæðavara ★ Verðiö er alveg ótrúlegt KYNNTU ÞÉR BETUR KERFIÐ ÞEIRRA þá kemstu að því að Sanyo Beta er tækið fyrírþig KYNTU ÞÉR BETUR VERÐIÐ ÞEIRRA ogþá kemstu að því að Sanyo Beta er fyrirþig. SANYO myndsegulbandseigendur gerist meðlimir um leið og kaupin eru gerð. Verð: 13.650 ÚTBORGUN KR. 6000.- EFTIRSTÖÐVAR Á6-8MÁN. Staðgreiðsla: 12.950 Akurvík, Akureyri Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.