Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. 12 fijálsl, úháð daghlað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Aflstoóarritstjórí: Haukur Helgason. Ft áttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stofóns- dóttir, Elín Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Þráinsdóttir, Kristján Már Unnarsson, LUja K. Möller, Ólafur E. Friflriksson, Sigurflur Svorrisson, Víflir Sigurflsson. Ljósmyndir Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Sveinn ÞormóAsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjórí: Ingólfur P. Steins- son. Dreifingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11. Aflaisimi blaflsins er 27022 (10 Knur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Stðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 85,00. Verfl i lausasölu kr. 8,00. Langvinnt tilhugalíf Tilhugalíf þjóðarinnar og ríkisstjórn- arinnar virðist ekki ætla að verða skammvinnt. Það stendur enn, rúmlega hálfu öðru ári eftir stjórnarmyndun. Annað eins tilhugalíf hefur ekki sézt um langan aldur í stjórnmálum landsins. Sennilega þarf meira en dægurbundna leiðarahöf- unda til að skýra’ þessa ótrúlegu festu í vinsældum ríkisstjórnar, sem meðal annars kemur fram í, að hún nýtur nú heldur meira fylgis en hún gerði fyrir réttu ári. Á þessum tíma hefur fylgið við ríkisstjórnina aukizt úr 61 % í 64% og andstaðan minnkað úr 39% í 36%. Stjórnarandstaðan getur að vísu huggað sig við, að breytingin er svo lítil, að hún getur varla talizt mark- tæk. Ennfremur getur það forðað stjórnarandstöðunni frá örvæntingu, að horfinn er vinsældakúfurinn, sem myndaðist hjá ríkisstjórninni í fyrravetur, er hún náði 75% fylgi í sicoðanakönnun Dagblaðsins í febrúar. Breytingin er hins vegar lítil síðan í vor, þegar ríkis- stjórnin hafði 69% stuðning í hliðstæðri skoðanakönn- un. Enda er sumarið yfirleitt ekki tími pólitískra breyt- inga og þetta sumar satt að segja verið óvenju friðsælt. Nú sem fyrr er athyglisvert, að margir segjast ekki vera ánægðir með ríkisstjórnina, þótt þeir styðji hana. Þetta hefur komið og kemur nú greinilega fram í um- mælum, sem margir láta flakka með atkvæði sínu. Þessi munur kom líka fram hjá Vísi, sem spurði ekki um stuðning, heldur ánægju með ríkisstjórnina. Þar komu út lægri tölur hjá stjórninni, þótt hún væri þar líka í öruggum meirihluta. Og verður Vísir þó seint sakaður um stjórnarstuðning. Sem sýnishorn af stuðningi án ánægju má nefna um- mæli eins og: ,,Ég er ekki ánægður með allt, sem stjórnin gerir, en þetta er samt það skásta, sem til greina kemur.” Eða: ,,Við eigum ekki völ á öðru betra.” Einnig er athyglisvert, að fylgið, sem hefur í sumar lekið af ríkisstjórninni, hefur ekki færzt yfir til stjórn- arandstöðunnar, heldur fyllt raðir hinna, sem annað- hvort lýsa óákveðinni afstöðu eða vilja ekki svara. Þessir tveir síðustu hópar eru í nýjustu könnun Dag- blaðsins komnir samanlagt upp í þriðjung allra hinna spurðu. Þetta háa hlutfall hlýtur að valda mikilli óvissu, þegar reynt er að spá um framtíð stjórnarstuðn- ings. Þeim fei fjölgandi, sem vantreysta bæði stjórn og stjórnarandstöðu, samanber ummæli á borð við: ,,Það er sami rassinn undir þessum körlum öllum.” Eða: ,,Þær eru allar slæmar þessar stjórnir.” Þetta eru stjórnmálamönnum ill tíðindi. Ríkisstjórnin nýtur þess í skoðanakönnuninni, að hún er almennt talin vera að nálgast loforðið um að koma verðbólgu ársins niður í 40%. Ennfremur hefur peningatraust aukizt í formi gífurlegrar sparifjármynd- únar í kjölfar verðtryggingar. En ýmsar aðrar gerðir ríkisstjórnarinnar hafa ekki haft á sér varanlegt svipmót. Atvinnulíf hefur að vísu haldizt fjörugt, en mörgum vandamálum hefur verið skotið á frest. Hugrekki er ekki aðall íhaldssamra stjórna sem þessarar. Hins vegar virðist þjóðin ekki gefin fyrir leiftur- sóknir, hvorki frá hægri né vinstri. Hún sættir sig við ríkisstjórn, sem með góöum vilja reynir að moða úr gamalkunnum íhaldsúrræðum og hefur lukkuna með sér, þegar á reynir. r NY VIDH0RFI BARÁTTU GEGN HERSTÖÐVUM V á friöargönguna I júni og Stokksnesgönguna i ágúst máli sínu til stuðnings. Myndin er frá friðargöngunni. Kominn er tími til að herstöðva- andstæðingar geri alvarlega úttekuá eigin baráttuaðferðum og árangri af þeim. Ég mæli hér á eftir ekki fyrir neinum grundvallarbreytingum á markmiðum baráttunnar gegn her- stöðvum og hernaðarbandalögum, en tel hins vegar kominn tima til að vinna markvissar að framgangi okkar markmiða. Herstöðvaandstæðingar koma sam- an til landsráðstefnu í októberlok, nánar tiltekið dagana 24. og 25. októ- ber í Ölfusborgum. Þar er búist við miklu fjölmenni og heitum um- ræðum um þau mál sem nú verða nefnd: 1) Segulstöðvarblúsinn dugir skammt. Vissulega hefur náðst mjög greinilegur árangur af málflutningn- um undanfarin misseri. Mjög margt fólk gerir sér nú grein fyrir að hér á landi eru herstöðvar, sem virka eins og segulstöðvar fyrir árásir strax í upphafi stríðsátaka. En hvað svo? Við verðum að benda fólki á leiðir til að forða sér frá hættunni, en það dugir ekki að segja aðeins „herinn burt og ísland úr NATO” — þær kröfur hafa lítið gildi einar sér og ó- útfærðar. Við verðum að gefa sem flestum til kynna hvort við teljum að hægt sé að ná árangri og hvernig við ætlum að ná árangri: 2) Landiö má ekki vera varnarlaust. Við tökum undir þær eðlilegu kröfur margra, að ísland má ekki vera varn- arlaust, ekki galopið fyrir þeinni árás. En við þendum mönnum jafn- framt á að herstöðvarnar kalla hætt- una heim, þær eru og verða segul- stöðvar fyrir kjarnorkuárás strax og til stríðsátaka kæmi. Við bendum mönnum einnig á að við íslendingar höfum algjörlega af- salað okkur sjálfstæði og sjálfs- ákvörðunarrétti ef til átaka kemur. Þá skeður allt svo snögglega að það gæfist aldrei ráðrúm til að hringja í rikisstjórn Islands (eða hefur Ólafur Jóhannesson kannske umboð til að heyja stríð?) og spyrja hvort við vildum vera með eða ekki. Á meðan hér eru herstöðvar liggjum við opin fyrir árásum. Við getum að vísu varið landið með öðrum hætti, en að því kem ég síðar í þessari grein. 3) ísland úr NATO — þjóð- rembukrafa? Þeir eru ekki herstöðva- andstæðingar sem vilja aðeins NATO feigt og ekki Varsjárbandalagið um leið. Við berjumst ekki einungis gegn NATO, heldur fyrst og fremst gegn hernaðarbandalögum. Andstæðingar okkar í stjórnmálum — við erum jú stjórnmálasamtök — hafa ætíð lagt á það áherslu að klína á okkur þeim stimpli að við stöndum einfaldlega Varsjárþandalagsmegin linunnar. Formúla þeirrar er einföld: Óvin- urinn og sá sem hyggur á hernaðar- árás heitir Sovétríkin. Sá íslendingur sem dirfist að efast um gildi her- stöðva og NATO-aðild landsins er á bandi Moskvu. Áður hét þetta landráðastefna og Moskvudindils- háttur, núna talar Morgunblaðið um „þjóðhættulega iðju”. En hvað skeður ef þessi áróður Morgunblaðsins verður að pólitísk- um veruleika? Hvað skeður þá? f öðrum löndum er sá pólitíski veru- leiki handtökur, pyntingar, ofsóknir og aftökur. Mergurinn málsins er sá, að menn hugsa ekki eftir nótum hrárrar Moggalygi. Það trúir enginn þessum fullyrðingum nógsamlega til að ljá þeim raunverulegt stjórnmála- legt gildi. Krafan um að ísland segi sig úr NATO á uppruna sinn að rekja til þeirrar staðreyndar að þótt við hefðum öðlast sjálfstæði árið 1944; afsöluðu stjórnvöld þessu sjálfstæði aftur árið 1949 —1 stór hluti utanríkis- stefnu íslands hvarf inn á einhverjar skrifstofur hjá NATO. í utanríkis- málum tekur ísland á alþjóðlegum vettvangi yfirleitt sömu afstöðu og NATO-ríkin, oftast undir því yfir- skini að verið sé að samsinna frændum vorum norrænum (reyndar aðeins Noregi og Danmörku, Svíþjóð og Finnland eru ekki í NATO). Jafnframt því að vilja að hernaðar- bandalög séu lögð niður megum við ekki leggja einstrengingslega áherslu á kröfuna um úrsögn íslands úr NATO: Annars vegar veldur hún þessum útúrsnúningi að við viljum bara vera stikkfrí og fjandinn hirði hina — og hins vegar veldur hún því að við skirrumst þess að skipta okkur af afstöðu íslands á alþjóðavett- vangi. Utanríkisráðherrar NATO taka samhljóða ákvarðanir. Ef við lokum augunum fyrir þessari staðreynd, vegna þess að við hugsum bara um að Ísland segi sig úr NATO; þá getur Ólafur Jóhannesson viðstöðulaust samsinnt Ronald Reagan þegar hann heimtar að Evrópuríki taki við nift- eindasprengjum. Helmut Schmidt hefur lýst yfir að ákvörðun NATO- rikja verði að vera einróma. Ólafur Jóhannesson hefur ekkert veganesti frá hcrstöðvaandstæðingum, aðeins þeim sem vilja herstöðvar og NATO- aðild. 4) Eflum samstarf með sam- herjum erlendis. í septemberbyrjun komu samtök sem berjast gegn vig- búnaði i Evrópu saman til fundar i Kaupmannahöfn. Ég mætti þar sem fulltrúi Samtaka herstöðvaandstæð- inga. Þetta var fyrsti fundur af þessu tagi og því rætt fram og aftur um ýmis málefni. Þarna mættu fulltrúar allra helstu friðarsamtaka á Norður- löndum, í Hollandi, Belgíu, Vestur- Þýskalandi og Bretlandi. Eitt málefni á dagskrá var andófið gegn uppsetningu meðaldrægra eld- flauga í Vestur-Evrópu. í desember næstkomandi hafa utanrikisráðherr- ar NATO i hyggju að taka ákvörðun um þessa miklu aukningu á kjarn- orkuvigbúnaði í Vestur-Evrópu. Andstaðan gegn þessari ákvörðun er brýnasta verkefni allra vigbúnaðar- og herstöðvaandstæðinga i Evrópu í dag, meðal annars vegna þess að sigur í þessu máli gefur mikla mögu- leika á enn víðtækari árangri. Annað málið var kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum. Þetta er afskaplega mikilvægt málefni fyrir framgang stefnumála herstöðvaand- stæðinga hér á landi. Með því móti verjum við ísland best, að tryggja í eitt skipti fyrir öll (alveg í samræmi við yfirlýsingar Ólafs Jóhannessonar) að hér verði ekki geymd kjarnorku- vopn, þau verði aldrei flutt hingað sama hvað á dynur. Hér á landi verði enginn sá búnaður sem nauðsynlegan 0 „Sameinaðir stöndum vér, sundrungin bíður þeirra sem vilja halda í ein- strengingsleg sjónarmið og hafna öliu sam- starfi sem nær yfír landamæri. Samtök her- stöðvaandstæðinga þurfa nú að leggja aðrar áherzlur á málflutning sinn en hingað til. Með því er ég ekki að segja að ranglega hafí verið staðið að málum á undanförnum árum.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.