Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent D mm Erica Jong, höfundur bókarinnar Fear of Flying, heýur nú skrifað Fanny: Kvikmyndaleikkonan Laur- een Bacall átti afmæli hér á dög- unum og varð hvorki meira né minna en 57 ára gömul þótt út- litið beri ekki vott um svo lang- an lífsferil. Laureen leikur nú í leikritinu Kona ársins í Palace leikhúsinu í New York og þykir gagnrýnendum hún hafa unnið umtalsverðan leiksigur. Hún var auðvitað að leika um kvöldið á afmælisdegi sínum en eins og myndin sýnir gleymdu vinir og kunningjar ekki þessum merkis- degi og fœrðu henni stóra afmælistertu að tjaldabaki. Ævintýrakvendi á Englandi á 18, öld Erica Jong setti allt áannan endánn með bókinni Fear of flying fyrir nokkr- um árum. Voru sumir mjög hrifnir, aðrir stórhneykslaðir, á berorðum lýs- ingum hennar á ástalífi. Bókin var þýdd á íslenzku og hét þá ísadóra. Fyrir nokkru sendi Erica frá sér aðra bók, sem gerist á 18. öld og lýsir at- burðaríkum ferli konu, sem nefnist Fanny. Er það einnig heiti bókarinnar, sem nú er komin í ódýrri útgáfu og fæst í bókaverzlunum um allan heim, einnig í Reykjavík. Fanny þessi lendir í æðislegum ævin- týrum. í upphafi bókar er hún munað- arlaus, lendir á hóruhúsi í London, síðan á þrælaskipi, verður upp úr því sjóræningi, og yfirleitt er það varla til sem hún ekki lendir í. Hún uppgötvar að hennar líffræðilegi faðir er um leið barnsfaðir hennar en hann deyr í klaustri i Sviss og arfleiðir hana að miklum eignum. Skopstæling á Fanny Hill, gamalli sögu um gleðikonu Þessi saga er í rauninni skopstæling á frægri skáldsögu, sem út kom í Eng- landi árið 1749 og hét Fanny Hill — endurminningar gleðikonu. Er það ein frægasta „dónaleg” bók sem nokkurn tíma hefur verið skrifuð. Höfundurinn, FÓLK John Cleland, var bláfátækur og fékk sem svarar isl. kr. 12000 fyrir handrit- ið. En aðalsmaður nokkur greiddi honum síðan föst árslaun gegn því skil- yrði að hann skrifaði ekki fleiri skáld- sögur af þessu tagi. En Erica Jong varð milljónari eftir að Fear of Flying kom út og skrifaði Fanny ekki peninganna vegna. Hún segist hefðu getað grætt margfalt meira á því að skrifa kvikmyndahandrit þau fjögur ár sem það tók hana að skrifa Fanny, sem er um 550 blaðsíðna löng og að sumu leyti byggð á gömlum heimildum. Erica Jong reyndi að fara sem næst sannleikanum i öllum lýsing- um á daglegu lífi þótt ævintýri Fanneyjar séu að sjálfsögðu uppspuni. Kynsvall í munka- og nunnuklæðum Erica segir að löngu áður en hún varð frægur rithöfundur hafi hún lesið enskar bókmenntir 18. aldar við Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Kennarar hennar voru mjög skemmti- legir og kveiktu hjá henni áhuga fyrir þessu tímabili, í Englandi, og alltaf uppfrá því langaði hana til að kynna sér það betur. Hvenær sem hún átti leið um England skoðaði hún gömul hús frá þessari öld og hún las allt sem hún komst yfir um það hvernig fólk hugs- aði, talaði, borðaði, ferðaðist og elskaði á þessu tímabili. Hún gróf upp ýmsar heimildir um það hvernig getnaðarvarnir, barnsfæðing- ar og annað sem sífellt verður kvenlegt viðfangsefni fór fram á þessum tíma. Af sögum um lauslæti var vissulega nóg og í bókinni er sagt frá því hvernig virðulegir borgarar klæddust dularbún- ingum og leyndust á afskekktum stöðum til að taka þátt í drykkju og kynsvalli. Til að hafa þetta sem allra skemmtilegast klæddust þeir munka- búningum og dömumar voru í nunnu- kuflum. sínafyrstu hljómplötu, seminniheldurlögm: VJdeó, Imúmum og Guðjón Þorsteinsson bifreiðarstjóri Útg. ogdreifíngarsími: 29767-78971 I rauninni þroskasaga konu Bókin Fanny verður þannig blanda af sagnfræði, ýkjum, aldarlýsingu og samfarasögum. En Erica segir að það sé algjör misskilningur að hún skrifi um samfarir til þess að bækur hennar seljist betur. „Mig langaði að skrifa þroskasögu konu, sem gengur út í lífið án þess að vita mikið um það, en kynnist smátt og smátt bæði veröldinni og sjálfri sér. Hún þarf að þola miklar auðmýkingar en stendur að lokum með pálmann í höndunum. Auðvitað hugsar hún að mörgu leyti eins og nútímakona þótt hún lifi og hrærist á 18. öld. Og sannleikurinn er sá að það er meira úr mínu eigin lífi í þessari bók heldur en í Fear of flying,” segir EricaJong. „Bg imr f/ögur ér að skrifo þessa bók og sökkti mér í sagnfræðilagar rann- sóknlr isfoð þess að skrifo vel borguð kvikmyndahandrit," segir Brica Jong, „en samt er meira i henni um sjálfo mig heidur en í Fear of flying." VERZLI ÓDÝ Reykt rúllupylsa ■ kg verð 26,00 kr. Söltuð rúllupylsa kg verð 23,00 kr. Hvalkjöt kg verð 26,00 kr. Hrefnukjöt kg verð 27,00 kr. Dilkalifur kg verð 40,30 kr. Dilka hjörtu kg verð 26,70 kr. Dilka nýru kg verð 26,70 kr. Dilka mör kg verð 6,40 kr. Slagvefja með beikoni . . . . . . . 21,00 kr. Kjúklingar, 4 stk. í poka, kg verð 54,00 kr. Kjúklingar kg verð 61,00 kr. Skankasteik kg verð 48,90 kr. Slog••■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■ kg verð 10,50 kr. Niðursagaðir lamba frampartar kg verð 31,80 kr. Saltkjöt kg verð 38,95 kr. Hangikjöt allt á gamla verðinu. Lambakjöt allt á gamla verðinu 5 slátur í kassa úr Borgarnesi. Verð á kassa 235,00 Frá 1. okt. verður opið: Mánud. — miðvikudag. kl. 9—18. Fimmtudaga kl. 9—20. Föstudaga kl. 9—22 — laugardaga kl. 9-12. JON LOFTSSON H/F HRINGBRAUT 121 SÍMI 10600 OP/o tilkl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.