Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 1
Á
I
f
7. ÁRG. - MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER1981 - 243. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI 27022.
^ A . . r m r r mrn « m rmm rmm m
Gagnrýni á póstburðarfólk íVogum, blaði sjálfstæðismanna íKópavogi, ogblaðið varekkiborið út:
Ofært athæfi og getur þýtt
brottrekstur starfsfólksins
—segir Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra um neitun póstburðarfólksins á útburðinum
—mjögalvarlegtmáloggenguralls ekki, segirpóst-ogsímamálastjóri
„Mér finnst það vægast sagt mjög
vafasamt af starfsfólkinu að dreifa
ekki blaðinu, auk þess er það langsótt
að neita að dreifa blaði út af þessum
aðfínnslum, hvort sem þær eru réttar
eða rangar. Spurningin hlýtur að
verða, hvar endar þetta?” sagði
Steingrímur -Hermannsson sam-
gönguráðherra er hann var inntur
álits á aðgerðum póstburðarfólks í
Kópavogi. Póstburðarfólkið neitaði
fyrir helgina að dreifa blaði sjálf-
stæðismanna í Kópavogi, Vogi. Bar
það fyrir sig klausu í blaðinu þar sem
fundið var að póstburði á blaðinu
sem út kom á undan þessu. Var í
klausunni bent á fjölda kvartana frá
íbúum í Kópavogi sem ekki fengu
blaðið heim.
„Mér er ekki kunnugt um hvað fór
á milli starfsfólksins og yfirmanna
Pósts og síma en málið hefur ekki
komið hingað í ráðuneytið. Ég á ekki
von á að það geri það, nema frá
blaðinu komi kæra, sem er vel hugs-
anlegt. Þetta athæfi er auðvitað alveg
ófært og ég skil ekki hvernig þetta er
hægt. Starfsfólkið verður að fara
eftir reglum sem Póstur og sími
setja en brot á þeim reglum getur
þýtt að segja má upp þessu fólki
Annars á ég ekki von á að til upp-
sagna komi, þetta er erfitt mál í með-
ferð,” sagði Steingrímur Hermanns-
son.
„Þetta gengur alls ekki,” sagði
Jón Skúlason póst- og simamála-
stjóri í morgun. ,,Það var talað við
þetta fólk og reynt að ná sáttum en
það reyndist erfitt. Það taldi sig hafa
orðið fyrir móðgunum í blaðinu en |
það gefur fólkinu ekki leyfi til að
sleppa útburði. Málið er í rannsókn
hjá okkur og ég get lítið um það sagt
hvað við gerum. En þetta er mjög
alvarlegt mál og algjört einsdæmi hjá
okkur. Ég skil raunar ekki hvernig
fólkið gat leyft sér þetta,” sagði Jón
Skúlason.
-ELA.
fáuflokksihs
\ — sjánánarábaksídu
it ' ■
Atkvœðagreiðsla í lok aukaþings Alþýðuflokksins ígœrkvöldi Fremstan máþekkja Hörð Zóphan-
íasson úr Hafnarfirði. DB-mynd: Bj.Bj.
Óiafur Jó gagn
rýnir Reagan
fyrir nifteindasprengjuna
Frá Kristjáni Má Unnarssyni blaða-
manni DB í Osló:
Ólafur Jóhannesson utanrikisráð-
herra hélt ræðu á fundi með íslenzk-
um námsmönnum i Osló í gærkvöldi.
Að ræðu lokinni sagði Ólafur
aðspurður, að vel kæmi til greina að
hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um veru
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Utanríkisráðherra lýsti þvi yfír við
sama tækifæri, að einnig kæmi til
greina að fá hlutlausan erlendan
aðila, sem til þess hefði þekkingu, að
skoða svæði hersins og kanna hvort
þar væru kjarnorkuvopn að finna.
Ólafur Jóhannesson sagðist hafa
móttekið bréf frá bandariskum
stjórnvöldum þar sem þau fullyrða
að engin kjarnorkuvopn séu geymd á
Keflavíkurflugvelli.
Á fundinum gagnrýndi utanrikis-
ráðherra stjórn Reagans Bandarikja-
forseta fyrir stuðning hennar við her-
foringjastjórnir i Suður-Ameríku og
fyrir að hefja smiði nifteindasprengj-
unnar. -ÓEF.
Hvar erhúfan mín?
— söng Vigdís í óvæntri útsendingu norska
sjónvarpsins í gærkvöld
Frá Kristjáni Má Unnarssyni blaða- bænum i sérstakri sjónvarpsdagskrá
manni DBi Osló: sem send var út vegna söfnunar til
Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- barna í þróunarlöndunum. Á eftir því
lands, kom óvænt fram í norska kom forsetinn fram og söng eitt lag
sjónvarpinu igærkvöldi. úr sama leikriti: ,,Hvar er húfan
Leikflokkur þroskaheftra barna úr mín?” Síðan ræddi stjórnandi þátt-
skóla og barnaheimili Rögnu Ring- arins við Vigdisi í nokkrar mínútur.
dals lék atriði úr Kardemommu- —ÓEF.
Viðvörun komin
Það hrósaði margur bileigandinn
happi í morgun og andaði léttar er
ljöst var að óveðrið sem hófst um
miðnættið með skafrenningi hafði
breytzt í slyddu og vatns- og krapa-
elgur var á götum en að mestu án
hálku. Illa hefði annars gengið hjá
sumum, því margir eru enn vanbúnir
til vetraraksturs. Nú hafa menn
fengið viðvörunina og margir tóku
við sér um helgina enda er ekki eftir
neinu að biða lengur. Búum bila
okkar til vetraraksturs þegar í stað.
-DB-mynd Kristján Örn.
i
i
i
4
4
1
4
4
4
i
\
1
i
1
j