Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 18
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1981. 1 D Menning Menning Menning Menning Krakkar Gott mótvægi viö klisju- *rakkar' kenndar bamabækur síðast video og til þess að njóta þessa þarf ekki að kunna að lesa. Ólæsi fer vist vaxandi í þessu menningarsamfélagi sem við búum í og orðaforði og orðaskilningur krakka fer hriðversnandi. Ef til vill er orsökin sú að bækur þær sem krakk- ar eru látnir lesa i skólanum eru hvorki, skemmtilegar, áhugavekj- andi néspennandi. Litla gula hænan fann fræ, það var hveitifræ. önnur lítil gul hœna Lesmál Krakkar krakkar er unnið útfrá ljósmyndum. Krakkar á aldrinum 6—8 ára voru fengnir til að velja myndirriar og reynt var að vinna textann útfrá því sem bömin sögðu um myndirnar. Aftast í bókinni eru síðan myndir án texta og þar gefst krökkunum tækifæri til að spinna sinn eigin söguþráð utan um mynd- irnar. Hugmyndin að þessari bók er Valdís Öskarsdóttir - Höfundar Krakkar krakkar, Guöbjörg Þórisdóttir, Kristján Ingi Einarsson Ijósmyndari og Jóhanna Einarsdóttir. DB-mynd: Þorri. Krakkar krakkar. Httfundar QuObJtírg Þóriadóttk og Jóhanna Einarsdóttir. LJÓamyndir: Kristján In BJaHan 1981. í formála bókarinnar Krakkar krakkar segir, að lestrarkennarar komist fljótlega að þeirri leiðu staðreynd að hér á landi sé mikill skortur á lesefni handa börnum, sem eru að byrja að lesa sjálf. Hins vegar er það ekki alveg víst að krakkarnir sjálfir finni fyrir þessu bókahallæri því í dag er margt sem glepur augað. Það em teiknimynda- sögur, útvarp, sjónvarp, bíó og nú Bók menntir FÉLAGSFUNDUR UM KJARAMÁL stórskemmtileg og vonandi verður hún til þess að fleiri slíkar bækur fylgi í kjölfarið. Hún er gott mót- vægi við klisjukenndar barnabækur, því þessi bók er svo mikið meira en bara lestrarbók. Hún er uppspretta að umræðum um mannlífið, í henni kviknar for- ■ i xé Rusl, rusl og aftur rusl. Ekki skil ég hvar fólkiö fær allt þetta rusl. Kaupir það ruslið? Býr það ruslið til? Hvað heldur þú? vitni um tilveruna og hún verður hvati ímyndunaraflsins. En trúlegast er ekki sama hver á henni heldur. Skemmtilegur og lifandi kennari getur gert úr henni gullnámu fyrir krakkana á meðan dauðyflið gerir hana að annarri lítilli gulri hænu. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fé- lagsfund að Hótel Sögu (Súlnasal) mánudag- inn 26. október 1981 kl. 20.30. FUNDAREFNI: Tillögur um breytingar á kjarasamningi félagsins. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. BMWS18 árg. 1980 BMW316 árg. 1980 BMW320 árg. 1980 BMW320 árg. 1979 BMW316 árg. 1980 BMW316 árg. 1978 BMW320 árg. 1979 BMW320 árg. 1977 BMW318 árg. 1978 Renau1t20 TL árg. 1978 BMW318 árg. 1978 Renautt 18 TS árg. 1979 BMW320 árg. 1977 Renau/t 12 TS árg. 1978 BMWS20 árg. 1981 Ronauft 14 TL árg. 1979 BMW31S árg. 1981 Renauft 14 TL árg. 1978 BMW320 árg. 1981 Renauft 4 VAN F6 árg. 1979. BMW323I árg. 1981 Renautt 4VANF6 árg. 1978 Opíð laugardaga frá kl. 1—6. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Myndasögur Ljósmyndirnar i bókinni em það sem bókin byggir á og ég get ekki sagt annað en grunnurinn sé góður. Sjálfri finnst mér myndirnar þrælgóðar. Þær eru skemmtilegar, vel unnar og vel uppbyggðar, reyndar eru þær saga útaf fyrir sig. Nokkrar finnst mér hreinustu perlur. Mælingarnar á nýfædda barninu — til hvers þarf að mæla ummál höfuðs á nýfæddu barni? Er verið að mæla gáfurnar? Þreytta stelpan á 17. júní — svakalega er til mikið af fótleggjum. Æsa að hjálpa Val yfir girðinguna — hey, hey, ætlarðu að fleygja mér yfir girðinguna? Stelpan í kirkjugarðinum — ætli sé ekki bæði dimmt og kalt ofaní jörðinni? Maðurinn með ruslatunnuna. Maðurinn með pokann — óttalega er byrðin þung, kemst varla úr sporunum. Gömlu húsin — ætli þau séu lifandi? Gamli maðurinn að gera við gluggann — hvað er handan gluggans? Litlu krakkarnir bakvið rúðuna — heldurðu að maðurinn ætli að taka okkur? Og svo hestamyndirnar á öftustu síðu. Textinn við margar myndirnar finnst mér þrælgóður en við aðrar myndir er hann helzt til of stirður og líflaus og ég held að þó svo texti sé stuttur, þá hljóti að vera hægt að gefa honum smálíf — eða hvað? Þrátt fyrir þennan agnúa þá er þarna á ferðinni mjög svo skemmtileg lestrarbók sem ætti að gera spyrnt á móti þeim hrikalegu lestrarósiðum, sem eru um það bil að gera íslenzku krakkana að ólæsum eðaéðjótum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.