Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 12
mmiABa Utgefandi: Dagbleðið hf. ---- ' Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjónsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Heigason. Fcóttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Iþróttir Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrimur Póisson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefóns- dóttír, EOn Albertsdóttír, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hókonardóttír, Jóhanna Þróinsdóttír, Kristjón Mór Unnarsson, Lilja K. Mðlier, Ólafur E. Friðriksson, Sigurður Sverrisson, Viðir Sigurðsson. Ljósmyndir BjamloHur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Ingóifur P. Steins- son. Dreifingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholtí 11. Aðalslmi blaðsins er 27022 (10 Onur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10 Áskriftarverð ó mónuði kr. 85,00. Verð i lausasölu kr. 6,00. Kröfurhinssterka Hreyfingin gegn auknum kjarnorku- viðbúnaði á Vesturlöndum byggist meðal annars á tveimur röngum forsendum. Hin fyrri er, að Sovétríkin hafi látið af heimsvaldastefnu, og hin siðari, að jafnvægi sé í kjarnorkuvið- búnaði. Ráðamenn Sovétríkjanna eru engan veginn stríðs- óðir. Og þeir eru hættir að lesa Marx og Lenin kvölds og morgna. En eigi að síður eru þeir enn sannfærðir um, að þeim beri að vinna að óhjákvæmilegum heims- sigri skipulags þeirra. Heimsvaldastefna Sovétríkjanna kemur í bylgjum eftir aðstæðum hverju sinni. Tímabilum útþenslu fylgja tímabil slökunar, þegar sáð er til nýrrar útþenslu, meðal annars með því að svæfa Vesturlönd á verðinum. Einn mikilvægasti þáttur þessarar heimsvaldastefnu er hinn óbeini þrýstingur. Sovétstjórnin þarf ekki að senda hermenn til Vestur-Evrópu til að ná þar ítökum. Henni nægir að sýna fram á hernaðarlega yfirburði. Nú er í hámarki ein af mörgum friðarsóknum Sovét- ríkjanna. Hún miðar eins og hinar að því að gera Vest-» ur-Evrópu hálf-hlutlausa, reka fleyg milli hennar og Norður-Ameríku, til dæmis með því að gera Vestur- Evrópu kjarnorkuvopnalausa. Því hernaðarlega veikari sem Vestur-Evrópa verður og því þreyttari sem Bandarikjamenn verða á að sjá um varnir Evrópu, þeim mun meira munu ráðamenn Vest- ur-Evrópu hneigjast að tillitssemi við hagsmuni Sovét- ríkjanna. Litli kallinn, sem lifir í skugga hins stóra og vopn- aða, neyðist alltaf til að taka tillit til hagsmuna hins stóra. Hann verður fyrst að haga hinum ytri samskipt- um samkvæmt því og síðan einnig breyta eigin heimilis- högum. Fásinna er að halda, að Sovétríkin muni láta hlut- lausa eða hálf-hlutlausa Vestur-Evrópu í friði. Ráða- mönnum Sovétríkjanna mun framvegis eins og nú telja sér stafa hætta af velmegun og auði Vesturlanda og sér í lagi af hugsjónum þeirra. Til að vernda fanga sína fyrir hugsjónum Vestur- landa, hugsanahætti og hagkerfi, þykjast ráðamenn Sovétríkjanna þurfa að ná skugga sínum á loft í Vest- ur-Evrópu, bæði til að hemja hættuna við rætur hennar og hindra útþenslu hennar. Eina leiðin til að halda skugga Sovétríkjanna frá Vestur-Evrópu er að hafa aðstöðu til að svara hernað- arlega í sömu mynt. Hernaðarlegt jafnvægi er hið eina, sem heldur aftur af heimsvaldastefnu ráðamanna Sovétríkjanna. Langt er síðan Bandaríkin höfðu yfirburði í kjarn- orkuviðbúnaði. Upp á síðkastið eru það Sovétríkin, sem hvað eftir annað hafa verið fyrst til að færa kjarn- orkuviðbúnað á nýtt og stærra svið. SS-eldflaugarnar eru nýjasta dæmið. Athyglisvert er, að félagar heimsfriðarráða og lút- erskra friðarráða og annarra samtaka nytsamra sak- leysingja fóru engar gönguferðir né héldu neina mót- mælafundi, þegar Sovétríkin beindu þessum meðal- drægu kjarnorkuflaugum að Vestur-Evrópu. Hitt er svo rétt, að jafnvægi í viðbúnaði þarf ekki nauðsynlega að felast í tölulegum samanburði kjarna- odda og annarra hergagna. Vesturlönd geta haldið jafnvægi með færri tólum, ef þau nægja til að halda aftur af Sovétstjórninni. En óþægilegast er að hugsa til, að ráðamenn Sovét- ríkjanna velti fyrir sér, h /ort þeir muni næstu árin hafa mátt til að veita Vesturlöndum þvílíkt högg, að Sovét- ríkin muni lifa af svarið. Slíkum mætti fylgir nefnilega kröfuharka. __________ DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGÚR 26. OKTÓBER 1981. Bleiuþvottur í stúdentaráði Vinstri menn hafa nú sýnt og sannað að þeir eru ótvírætt forystuafl innan Háskóla íslands. Kröftugur sigur þeirra í I. des. kosningunum nú staðfestir þetta svo ekki verður um villst. Þó svo að kosningasigur þessi verði að ein- hverju leyti útskýrður með tilvísun i Friðarhreyfinguna og almenna and- stöðu gegn vígbúnaði, er rétt að impra aðeins á öðrum þáttum. Til að byrja með er rétt að undir- strika þá staðreynd að vinstri menn hafa ávallt verið i fararbroddi varðandi umræðu um utanríkismál innan Háskóla íslands. Umræða þeirra og skilningur hefur ávallt mótast af gagnrýni og viðsýni. Þannig hefur hátíðardagskrá þeirra á fullveldisdaginn, sem og umræða þeirra á síðum Stúdentablaðsins um þjóðfrelsis- og lýðræðisbaráttu í hinum ýmsu þjóðlöndum, ávallt verið stúdentum og Háskólanum til hins mesta sóma. Ýmislegt fleira kemur þó til. Þá ekki síst ástand mála í stúdenta- pólitíkinni. Annars vegar skulum við skoða framboð og frambosðleysi andstæðinganna og hins vegar samlyndi þeirra í meirihlutastarfinu. Ætla ég að hvort tveggja varpi ljósi á sigur vinstri manna. Eldmóður Vöku gegn friðarhreyfingunni Að þessu sinni bauð Vaka fram efni er laut að atvinnuhorfum stúdenta. Sem endranær reyndist efnið þeim ofviða þegar í upphafi. Hvernig sem reynt var að skýra samhengi þess út frá hugmynda- fræði frjálshyggjunnar endaði öll röksemdafærsla í mótsagnakenndu rugli um aðlögun og skipulag. Vökumenn tóku þvi upp sama gamla valkostinn og sneru kosningabaráttu sinni upp í áróður gegn umræðuefni vinstri manna. Eftir það réð „Hannesarmeinlokan” ferðinni og skæruliðar, hryðjuverkamenn og K.G.B. njósnarar leyndust í hverju skúmaskoti. Eftir þessi klassísku viðskil við eigin efni losnaði janframt nokkuð um málbein þeirra Vökumanna. Á kosningafundinum komu þeir hver á fætur öðrum og frussuðu út úr sér fúkyrðum í garð Friðarhreyfmg- Kjallarinn Einar Páll Svavarsson arínnar. Ýmist töldu þeir hana mestu ógnun heimsfriðar siðan í seinni heimstyrjöldinni eða að hún væri fjármögnuð af Sovétríkjunum, nema hvort tveggja væri. Var eldmóður þeirra slíkur að ung stúlka, sem var í Kristilegu framboði sté í pontu og áttiekkieitt einasta aukatekið orð! Annars er furðulegt að Vaka skyldi koma saman framboði því auðvitað deilist sú hreyfing í jafnmarga arma og Sjálfstæðis- flokkurinn. Þar tala menn digur- barkalega um að vera Gunnarsmenn eða Geirsmenn. Það er því ljóst að sú hreyfing verður ekki heilsteypt fyrr en „leitinni að Scarlett O’Hara” Sjálfstæðisflokksins er lokið. Umbar í gerzku œvintýri „Fyrsti des. á betra skilið en að Umbótasinnar bjóði fram,” sagði á auglýsingaspjöldum þeirrar hreyfmg- ar. Þótti mörgum virðing þeirra við fullveldisdaginn afar skiljanleg. Hitt þótti aftur á móti mörgum furðulegt, að í Stúdentablaðinu skömmu áður lýstu þeir yfir þeirri skoðun að þeir hyggðust m.a. ná markmiðum sínum með framboði til 1. des. Þar sem framboð þeirra fyrirfannst ekki drógu menn eðlilega þá ályktun að þeir hefðu fórnað markmiðunum. Enda vart timi til þess að stússa í framboði þar sem foringjar þeirra og máttarstólpar, Finnur Ingólfsson for- maður stúdentaráðs og Stefán Matthíasson, dvelja nú í Moskvu í boði Brésneffs. Skyldu þeir kannski leggja blómsveig á leiði Lenins að hætti hérlenskra stjórnmálamanna? Með ofangreindum athuga- semdum tókst vinstri mönnum að fá formann Umbanna til að stiga í pontu. Hugðist hann „leiðrétta” athugasemdir þessar. í þeirri stuttu ræðu tókst honum að afhjúpa þekkingarleysi sitt á öllum helstu formlegu og óformlegu atriðum er snerta framboð til 1. des. Þegar fund- argestir ætluðu að koma honum til aðstoðar vafðist honum aðeins tunga um höfuð. Eftir það þjöppuðust allar setningar hans saman í smáorðið — Nú? Var ekki laust við að mönnum þætti hann renna styrkum stoðum undir þá fullyrðingu Vöku að Umbótasinnar væru „reynslulaust ungviði”. Samlyndi siíkra hreyfinga? Þegar litið er á innviði þessara hreyfinga, stefnuleysi, og yfírlýsingar er manni hlátur efst í huga. Þó tekur nú út yfir allan þjófabálk þegar litið er á samskipti þessara svokölluðu samstarfsaðila. Frá því er skólinn tók til starfa á ný í haust hefur ekki linnt orðsendingum milli þeirra. Umfram „Annars er furöulegt aö Vaka skyldi koma saman framboði því að auðvitað deilist sú hreyfing í jafnmarga arma og Sjálf- stæðisflokkurinn. Þar tala menn digur- barkalega um að vera Gunnarsmenn eða- Geirsmenn.” það sem að ofan er sagt kallar Vaka Umbótasinna ýmsum nöfnum. T.d. S.I.S. deildina, dulbúna framsóknar- menn og að á þeim sé pólitískt hik. Síðan bendir Vaka staðfastlega á að Umbar séu reynslulausir jafnframt því að telja hreyfingu þeirra „stefnulaust rekald”. Það verður að segjast eins og er að Umbótasinnar komu nokkuð hvít- þvegnir inn i stúdentapólitíkina í fyrra. Enda aldrei talað við nokkurn mann sem hreyfing. Þá máttu þeir vart vatni halda yfir einhverju sem þeir kölluðu „pólitískt skítkast”. Eflaust hafa kjósendur þeirra vonað að geislabaugurinn myndi halda sér. En viti menn.Nú segja þeir að Vöku sé stjórnað af hrokafullum pabbadrengjum, sem enn totti gullskeiðina og sem skipta verði reglulega á. M.ö.o. Vöku er stjórnað af pabbadrengjum og bleiubörnum? Þetta má allt lesa í ákaflega fyndnu dreifibréfi þeirra Umbótasinna. Þar skora þeir jafnframt á Vöku að nota „skítakvótann” næst á „vinstri hættuna”. Eflaust eru þeir að kikna undan „skítahrúgunni” sem Vaka hefur mokað upp á axlir þeirra, líklega yfir geislabauginn. Það þarf því engan að undra hvers vegnaf'vinstri menn unnu stórsigur og fengu tæplega 60°7o atkvæða. Ástæðan er einfaldlega sú ’að á- byrgðarleysi meirihlutans er að gera út af við eðlilega og virka hagsmuna- baráttu stúdenta. Fíflalæti þeirra, ungviða- og bleiutal í garð hvors annars mun bráðlega fleyta þeim út úr stúdentaráði. Vænti ég þess að grein þessi þjappi þeim nokkuð saman svo að hagsmunamálin drukkni ekki í bleiuþvotti þeirra, uns traustur og ábyrgur meirihluti vinstri manna tekur við í vor. Einar Páll Svavarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.