Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 28
Barið að cfyrum / húsinu v/ð Laugaveginn. Hasshundurinn nýi var þarna sem oftar i ainu af aðalhlutverkunum. DB-myndS. FJÓRTÁN HANDTEKNIR í HÚSIVIÐ LAUGAVEGINN — þar sátu menn við reykingar fíkniefna og einhver sölustarfsemi áttisérstað Fjórtán manns voru á föstudags- kvöldið leiddir úr húsi við Laugaveg í Reykjavík út í lögreglubila. Var rann- sóknardeild lögreglunnar í fíkniefna- málum þarna að verki. Gísli Björnsson yfirmaður fíkniefna- rannsóknardeildarinnar sagði að þarna hefði verið um „rútínuleit” að ræða en' staðurinn sem fólkið væri á væri kunnur fyrir sem samkomustaður fíkniefnaunnenda. „Þarna reyndist vera fólk sem fiest hefur áður komið við sögu í þessum efnum. Þarna fóru fram reykingar og einhver sölustarfsemi,” sagðiGísli. Fólkið var tekið til yfirheyrslu og var flest stuttan tíma inni en sumir þó allt að sólarhring. Fjölmennt lögreglulið tók þátt í „rútínuleitinni” og hass- hundurinn var með í för. -A.St. Samningaviðræður banka og bankamanna í strand í nótt: jJFramkoma bank- anna er með ein- dæmum óábyrg” —segir Vilhelm G. Kristinsson, f ramkvæmdastjóri Sambands bankamanna „Framkoma bankanna er hreint út sagt með eindæmum stefnulaus og óábyrg,” sagði Vilhelm G. Kristins- son, framkvæmdastjóri Sambands bankamanna, við Dagblaðið i morgun er hann var inntur eftir gangi mála i samningaviðræðum banka- manna og bankanna. Upp úr viðræð- unum slitnaði um kl. hálfþrjú í nótt og hafði þá lítið miðað í samkomu- lagsátt. Boðaður hefur verið fundur hjá bankamönnum kl. 15 í dag og verður þar væntanlega boðað til verkfalls með 15 daga fyrirvara. „Það hefur í raun ekkert gerzt sem miðar í átt til samkomulags,” sagði Vilhelm ennfremur, „en afstaða fulltrúa bankanna er óskiljanleg með öllu.” Kröfur bankamanna, sem lagðar voru fyrst fram í vor, eru mjög I svipuðum dúr og annarra, þ.e. um 14% kauphækkun og endurheimting kaupmáttar eins og hann var árin 1978 og 1979. Fulltrúum starfs- mannafélaga bankanna var skýrð staðan í viðræðunum rétt fyrir mið- nætti í gær þar sem jafnvel var talið að samkomulag gæti náðst 1 nótt. Það fór hins vegar á allt annan veg og bankamannaverkfall vofir nú yftr. -SSv. Almenntfiskverð á næsta leiti? Stjómin vill taka „banka- gróða” — Tómastregurtil Lækkun vaxta á afurðalánum og nýting þess sem flestir stjórnariiöar kalla „gróða” Seðlabankans af geng- isbreytingum er aðalþættir i fyrirhug- uðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir ákvörðun almenns fiskverðs. Að sögn stjórnarliða hefur banka- kerfið „hagnazt” um 30 milljarða gamalla króna á hækkun dollars og Seðlabankinn um 22 milljarða. Seðlabankamenn hafa ekki faliizt á þessi rök og telja þetta ekki gróða heldur hluta af gjaldeyrissjóðinum. Rikisstjórnin hyggst nota talsvert af þessum „gróöa” til að rétta hag ftsk- vinnslunnar, svo að hún geti greitt hærra fiskverð. Í rikisstjórninni hefur Tómas Árnason viðskiptaráðherra verið tregur til aö fallast á þau rök starfs- bræöra sinna að svona skuli að þcssu staðið. -HH- Fáskrúðsfjörður: Kranabóma slitn- aðiogskemmdi uppsláttá nýbyggingu — minnstu munaði að stórslys hlytistaf á mönnum Litlu munaði að stórslys yrði á mönnurn er unnu við nýbyggingu kaupfélagsins á Fáskrúðsfirði rétt fyrir hádegi á laugardag. Verið var að steypa loftplötu er vir slitnaði í kranabómu með þeim afleiðingum að bóman féll niður. Bóman stór- skemmdi silóið auk þess sem vírinn slóst i rúðu kranans. Fékk ökumaður glerbrot yfir sig en slasaðist ekki alvarlega, var það talið hin mesta mildi. Aöeins hársbreidd munaði að bóman félli á einn verkamannanna sem stóð ca fimm sentimetrum frá þeim stað er hún féll niður. Upp- sláttur nýbyggingarinnar skemmdist töluvert og þarf að slá upp að nýju að mestu leyti. Var þarna þvi um tölu- vert tjón að ræöa. -ELA/Ægir Fáskrúðsfirði Aukaþinginu lauk ígærkvöldi: AFRAM OPIN PR0FKJ0R í ALÞÝÐUFLOKKNUM „Menn töluðu hreinskilnislega en ég held að menn hafi ekki verið þungorð- ari en oft áður. Til þess eru málþing að menn segi meiningu sína,” sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, í viðtali við DB um aukaflokksþingið sem haldið var um helgina. Prófkjör flokksins verða áfram opin. Sú breyting var gerð á prófkjör- reglunum að þátttakendur raða fram bjóðendum í sæti með tölusetningu á frambjóðendum i þeirri röð sem þeir vilja hafa þá i framboði. Þeim mögu- leika er haldið að sjálfkjörið sé í efsta sæti. Felld var tillaga milliþinganefndar um að kjósa flokksformann með þátt- töku allra flokksmanna. Flokksþingið kýs hann því eins og verið hefur. Samþykkt var tillaga um endur- skoðun á byggðastefnu sem þingið taldi að nú væri að snúast upp i hreina fyrirgreiðslupólitík. Þá var samþykkt tillaga um að lita skyldi sérstaklega á vandamál þjóðfélagsins frá sjónarmiði fjölskyldunnar. Tillaga um að allir frambjóðendur til prófkjörs væru sjálfkrafa i framboði í öll sæti í stað ákveðin sæti var felld. Hlaut hún 59 atkvæði en hefði þurft 60 til þess að verða samþykkt. Eftir sem áður raða þátttakendur frambjóð- endum i sætaröð. Samþykkt var tillaga stjórnmála- nefndar þingsins um að lýsa trausti á flokksforystu. Litu margir þingfull- trúar svo á að verið væri með þessu að leggja til óbeinar vítur á menn sem hafa gagnrýnt forystuna. Breytingartillaga dr. Braga Jósepssonar við tillögu stjórnmálanefndarinnar var felld. Samþykkt var að fjölga fulltrúum á flokksþing og heimild til að hafa fleiri en eitt flokksfélag á hverjum stað. -BS. fijálst, úháð dagbJað MÁNUDAGUR 26. OKT. 1981. r Alyktun vinnuveitenda: „Kaupbreyt- ingar miðist við aukningu þjóðartekna” Kaupbreytingar fari ekki fram yfir mörk aukningar þjóðartekna á mann,” segir í ályktun kjaramálaráðstefnu Vinnuveitendasambandsins. Áherzla er lögð á að grundvöllur kjarabóta ræðst fyrst og fremst af aukningu þjóðar- tekna og afkomu atvinnuvega. Á þessu ári er reiknað með innan við 2% aukn- ingu þjóðartekna. „Viðræður um endurnýjun kjarasamninga eru til- gangslausar, ef þær fara ekki fram á grundvelli þessara efnahagslegu stað- reynda,” segja vinnuveitendur. Kaupkröfugerð ASÍ og verkalýðsfé- laganna er því órökstudd og á sér enga efnahagslega stoð,” segir ennfremur í ályktuninni. Hins vegar er fagnað „samstöðu um tveggja ára samnings- tíma og að samningagerð allra félaga fylgist að.” Hafnað er kröfum um breytt vísitölukerfi, sem ekki taki tiliit til viðskiptakjara þjóðarbúsins og hamli í engu gegn víxlhækkunum kaup- gjalds og verðlags.” Vinnuveitendur bjóða, að kaupliðir samninga verði endurskoðaðir 1. marz 1983 og tekið mið af breytingum á þjóðartekjum á mann. Til ríkisvaldsins gera vinnuveitendur meðal annars þær kröfur að lögin um verðlag og samkeppnishömlur taki gildi eins og þau voru samþykkt vorið 1978. Skattar á atvinnufyrirtæki verði lækkaðir. Eðlilegast sé að afnema launaskatt, aðstöðugjald og ýmiss konar stimpilgjöld. -HH. o 77' '<7' SL VIN XaMrifiim V Q NIN Q 3UR IVIKU HVERRI Vinningur vikunnar: Tíugíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vinningur i þessari viku er 10 gíra Raleigh reiðhjól frá Fáikan- um, Suðurlandsbraut 8 í Reykja- vík. 1 vikunni verður birt, á þessum stað I blaðinu, spurning tengd smá- auglýsingum Dagblaðsins. Nafn heppins áskrifanda verður siðan birt daginn eftir I smáauglýsingun- um og gefst honum tœkifœri til að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsHegu reiðhjóti rlkari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.