Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1981. ----------------------------------r 33 rOg þetí^ þýðir að við ætlum að verðlauna handhafa kortsins um 200 krónur ÁSGEIR TÓMASSON KÓRUND HF LAUGAVEG115 REYKJAVÍK - Fékkst þtí kort.. á afmælisdaginn, fermingardaginn, brúðkaupsdaginn, þegar barnið fæddist, eða þegar þú fékkst b. Þú hefur áreiðanlega lesið það sem var skrifað inrií kortið. En þú hefur varla farið að lesa aftan á það. Fólk velur ekki kort eftir bakhliðinni, Samt eru þar mikilvægar upplýsingar fyrir verslunina. Til dæmis þetta kort m frá okkur: É ' ■ Þetta þýðir að kortið er frá okkur Þetta er númerið á kortinu (ákveðinni tegund). Þetta er verðflokkurinn Á síðastliðnum vikum og mánuöum höfum við sett 20 kort með þessari áprentun í kortasendingar til verslana um allt land. Líklegast eru þau öll seld, þannig að ekki þýðir að leita aó þeim í verslunum. Þetta eru grínkort, afmæliskort, brúðkaupskort, fermingarkort, skírnarkort; alls konar kort. Police—Ghostln The Machine: TRÍÓ í SÉRFLOKKI —á stöðugriuppleið allt frá fyrstuplötu Geymir þú kortin sem þú færð? Þá skaltu skoða aftan á kortin sem þú hefur fengið undanfarið. Ef þú hefur fengið eitt af okkar kortum og ef á það er prentað 200 - þá þarft þú ekki aó gera annað en að senda okkur kortið, nafn og heimilisfang ásamt upplýsingum um hvar kortið var keypt, og við sendum þér 200 króna ávísun og kortið sjálft, því ekki viljum við hafa af þér minningarnar. Á þennan hátt viljum við halda upp á að um þessar mundir höfum við selt um tvær milljónir korta - á að- eins einu ári. Poiice - GHOSTIN THE MACHINE AErM / Steinar hf. Police er uppáhaldshljómsveitin raín þessa dagana. Nýjasta platan, Ghost In The Machine, hefur að meðaltali snúizt þrisvar á dag á fóninum hjá mér siðast- liðna viku og vinnur enn á. Því miður er slíkt orðið næsta sjaldgæft. Á undraskömmum tíma hefur Police tekizt að komast í fremstu röð hljóm- sveita í heiminum. Ghost In The Mach- ine er fjórða LP platan sem Sting og fé- lagar senda frá sér. Allt frá þeirri fyrstu hafa þeir verið í stöðugri sókn. Ef einhver erlend hljómsveit myndi sóma sér á næstu listahátíð í Reykjavík þá væri það Police. Ég geri það því hér með að tillögu minni að þegar verði hafizt handa við að fá hljómsveitina í heimsókn næsta sumar. Nokkur breyting hefur orðið á tón- list Police á plötunni Chost In The Machine frá því sem áður var. Þó er engan veginfi hægt að tala um stefnu- breytingUj. Á fystu plötunum þremur léku þremenningarnir í Police eingöngu Grafík—Út íkuldann: Óvænt, skemmtileg og athyglisverð plata —en líður mjög fyrir slakan söng Ef ekki kæmi til jafnmikill veik- leiki í söng og raun ber vitni væri breiðskífa hljómsveitarinnar Grafík frá ísafirði bara skrambi góð. Hvergi er ámátleikinn í söngnum þó eins áberandi og í laginu l múrnum. Þar er prýðisgóðu lagi ógnað illilega með handónýtum söng sem ætti bezt heima hjá einhverju sveitaballatríói. Synd og skömm þvi flest laganna, sem undantekningarlaust eru mjög athyglisverð, eiga betri stuðning skil- inn. Tónlistin hjá Grafík er undir greinilegum „fútúr-kuldarokks” áhrifum. Meðlimum flokksins hefur tekizt vel að sameina nýrri hugmynd- ir í rokkinu þeim eldri án þess þó að yfirkeyra sig á nýjungunum. Hljóð- færaleikurinn er lipur — stundum undir áhrifum frá Þey, einkum og sér í lagi gítarleikurinn. Meðlimirnir í Grafík eru fimm. Rúnar Þórisson leikur á gítar og syngur í þremur laganna. Örn Jóns- son þenur bassann, Rafn Jónsson kvelur húðirnar með áslætti, Vilberg Viggósson fitlar við hljómborðin og Ólafur Guðmundsson syngur þrjú lög. Tvö laganna á plötunni eru án söngs þó svo í lokalaginu, Út í kuld- ann, megi greina raddir í fjarska af einhverju tagi. Textarnir hjá Grafík eru í raun hvorki betri né verri en gengur og ger- ist en hafa þó alltént eitthvert inni- hald, einhvern boðskap. T.d. fjallar einn um videoæðið, annar um víg- búnaðarkapphlaupið og afleiðingar þess og sá þriðji um lifsgæðakapp- hlaupið. Ágætishugmyndir er að finna í þeim en útfærslan oft ekki nógu góð — stirðbusaleg. Þegar á allt er litið getur hljóm- sveitin vel við unað. Lögin eru öll mjög áheyrileg, utan Missifengur, og sum mjög góð. Bezta lagið er líkast til í múrnum — fjörugt og lætur vel í eyrum. Þá er Video glúrið iag og bæði gætu náð einhverjum vinsæld- um. Upptakan, sem gerð er á ísa- firði, kemst prýðilega til sRila og það eru ekki margar hljómsveitir sem geta státað af því að eiga allan heiður af plötum sínum; tónlist, texta (utan eins), upptöku, hönnun umslags og hver má vita hvað. Vel gert piltar . . . en í guðanna bænum, bjargið þið söngnum áður en þrykkt verður í plastáný. -SSv. daga. Platan er jú stöðugt að vinnaá). Sting, Andy Summers og Stewart Copeland eru allir góðir hljóðfæraleik- arar. Saman mynda þeir prýðisgott tríó. Þarna er þó enginn Cream-flokk- ur á ferðinni enda kannski jafngott. Sting er einn sérkennilegasti söngvarinn sem lætur í sér heyra um þessar mundir. Há rödd hans lætur einstak- lega vel í eyrum. En guð hjálpi þeim söngvurum sem ætla að reyna að stæla söngstíl hans. Undanfarin ar hafa Police verið hægt og rólega að leggja undir sig heiminn. Ástralia er fallin, svo og Belgía, Japan, Indland, Grikkland, Egyptaland og Argentína. Rokkhljóm- sveitir koma alla jafna ekki í heimsókn til fjögurra síðasttöldu landanna, frekar en íslands. Mér fyndist rétti tím- inn vera kominn til að leyfa Police að leggja undir sig ísland. á bassa, gítar og trommur. Nú eru hljómborð og saxófónar komin til sög- unnar. Ég tel að þessi viðauki hafi komið á hárréttþum tíma. Þrjár LP plötur með aleinföldustu gerð undir- leiks eru mátulegur skammtur. Vitanlega er að finna lög með ein- földum undirleik á Ghost. Það er ekki hollt að breyta vörumerkinu of skyndi- lega. En í skemmtilegustu lögum plöt- unnar eru „auka”hljóðfærin mjög áberandi. Þetta eru lögin Spirits In The Material World, Invisible Sun og Dark- ness. (Þó að ég segi i dag að þetta séu skemmtilegustu lög plötunnar skal sá varnagli sleginn að allt önnur lög geta verið í mestu uppáhaldi eftir nokkra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.