Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1981. 23 Mick Taylor sem forðum lék á gltar með RoHing Stones hefur hiifðað mál á hendur gömlu félögunum slnum. Mick telur að þeir hafi ekki staðið i skilum með þann hlut, sem hunum har af launum fyrír plötusölu eftir að hann htetti í hljómsveitinnL Taylor gekk til liðs við Rolling Stones skömmu fyrir andlát Bríans Jones. Hann vann með h(jóm- sveitinni í sex ár, til ársins 1975. Nokkru síðar tók Ron Wood sœti hans í hljómsveitinni. Mick Taylor vann smávegis við tvo lög á nýjustu Stonesplötunni Tattoo You. Pretenders urðu að hœtta I miðju kafi á hljómlcikaferð um Bandaríkin. Trommuleikarinn Martín Chambers meiddist illa á hendi er hann reyndi að opna glugga á hótelherbergi sem hljómsveitin bjó á I Philadelphia. Svo slæmt var sáriðscm hann hlaut að hann varð að fara til New York og láta sér- frœðing lita á meiddið. Hann varð að hafa umbúðir á hendinni í háffan mánuð og I þrjár vikur til viðbótar má hann ekki sveijla trommukjuða, Þetta kemur sér illa fyrir Pretenders því að aðalhljómleikamir i fcrðinni voru eftir. í New York. Ekki var endanlega ákveðið, síðast er jréttist, hvort hljómleikunum yrói alveg sleppt eða þeirfœrðir aftur. Rod Stswart sendir firá sér nýja LP plötu áður en langt um llður. Lag uf henni, Tonight I’m Yours, (Don’t Hurt Me) cr komið út á litilli plötu. Á B-hliðinni er lag sem nefnist Sonny. Það verður ekki með á breiðskífunni. Bric Clapton hefur nú sagt skilið við RSO hljómplötuútgáfuna og samið við VYamer Brothers um útgáfu um allan heim. Fyrsta plata hans hjá nýju verktökunum er vœntanlega vœntanleg á markaðinn vorið 1982. Clapton hefur verið hjá RSO allt frá þvi á sjöunda áratugnum er hunn lék með Croam og BlindFafth. Olivia Newton-John hefurnýlega sent frá sér slna fyrstu sólóplötu um þriggja ára skeið. Sú nefnist Physical. Á henni er vœntanlega fóður fyrir óskalagaþœttina næsta árið, ef að llkum lætur. Fyrstu vestrænu rokktónleikarnir íKína: Jean-Michel Jarre fékk viðtökur Rolling Stones urðu ekki fyrstir vestrænna poppara til að halda hljómleika í Kína eins og þá hafði dreymt um árum saman. Franski hljómborðsleikarinn og tónskáldið Jean-Michel Jarre brá sér austur óg Iék fyrir um 15 þúsund Kínverja í Peking á mánudagskvöldið síðasta. Jarre lék lög af metsöluplötu sinni Oxygene og öðrum vel þekktum. Kínverjarnir virtust skemmta sér á- gætlega og fögnuðu öðru hverju. Reyndar virtist leysi-ljósasjóvið sem notað var á tónleikunum gera meiri lukku en tónlistin. Þrátt fyrir að undirtektir væru framar öllum vonum var hljómleikasalurinn hálf- tóniur er konsertinum lauk. Skýringin er ekki talin sú að áheyrendur hafi verið orðnir þreyttir heldur að strætisvagnar hætta að ganga í Peking klukkan tíu að kvöldi. Jarre lék í tæpar þrjár klukkustundir á þessum fyrstu rokk- tónleikum í Kina. Hann sagðist eftir á vera prýðilega ánægður með viðtökurnar. Aheyrendur sem rætt var við að tónleikunum loknum létu kurteisleg orð falla um tónlistina en kona kvaðst þó hafa orðið hug- fangnari af Jeysunum en músikinni. Enda urðu fagnaðarlætin mest, þegai Jeysarnir lýstu upp svarta borða sem héntu niður úr lofti tónleikasalarins og rituðu Kina og Peking á frönsku og kínversku á borðana. Vestræn dægurtónlist er óðum að verða þekktari og þekktari i Kína. Hún var bannfærð á stjórnarárum Maos tseTung. (Reutcr) Plastklæddir liðsmenn Friðryks i tilefni þess að tónlist þeirra er nú loks komin á plast. Friðryk byrjar vetrarstarfid með plötu og hljómleikaferð — Björgvin Gíslason hefur bætzt í hópinn Vetrarstarf hljómsveitarinnar Friðryks er hafið. LP plata samnend hljómsveitinni kom út á föstudaginn og i kvöld leikur hún á fyrstu tónleikunum í ferð um landið. Það verður á Selfossi. Friðryki hefur bætzt liðsauki. Gítar- og hljómborðsleikarinn Björgvin Gíslason. Hann hefur haldið sig frá sviðsljósunum um nokkurt skeið. Skrapp meðal annars til Bandaríkjanna og lék þar með eigin hljómsveit og annarra. Eftir að hann sneri heim aftur hljóðritaði ' hann plötu sem er væntanleg á markaðinn fyrir jól. Sú heitir Margindi. Tónleikar Friðryks í fyrstu atrennu verða sem hér segir: 26. okt. Selfoss 27. okt. Laugarvatn 28. okt. Hvolsvöllur 29. okt. Höfn í Hornafirði 1. nóv. Egilsstaðir 2. nóv. Seyðisfjörður 3. nóv. Neskaupstaður 5. nóv. VíkíMýrdal. Að þessari átta tónleika törn lokinni liggur leið Friðryks til Reykjavíkur. Þar eru fyrirhugaðir tónleikar víðs vegar. Síðan liggur leið hljómsveitarinnar, norður um land og vestur. Rétt er að vekja athygli á því að Friðryk hefur ekki fyrr á árinu komið fram í Reykjavík en kosið að halda sig við landsbyggðina. Árangur tveggja nátta samstarfs íStemmu: Afrakstur tveggja nátta samstarfs tríósins Dirty Dan Project er kominn út í formi þriggja laga hljómplötu, lítillar í sniðum. Það var einhvern tíma síðastliðið vor sem þeir Dirty Dan (Danny Pollock), Mickey Dean (Mike Pollock) og Ásgeir Bragason trommari Purrksins komu saman í studíó Stemmu hjá honum Didda. Á þeim Dánartilkynning: Taugadeildin (1980-1981) Poppsíðu Dagblaðsins hefur borizl eftirfarandi dánarfregn: Vér viljum votta þakklæti öllum þeim sem sýndu samúð við fráfall hljómsveitarinnar Taugadeildin. Vér viljum einnig vekja athygli á því að eftir hljómsveitina liggur nokkuð af tónsmíðum, hvar af fjórar hafa verið festar á plast og fást víða um land i hljómplötuverzlunum. Þeim sem vilja minnast hinna látnu er bent á að kaupa plötuna. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir hönd Taugadeildarinnar: Óskar Þórisson, Árni Daníel Júlíus- son, Óðinn Guðbrandsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Kommi og Egill Lárusson. N.B. Platan er gefin út af Fálkanum og dreift um allt land þaðan. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á að kaupa nýútkomna fjögurra laga plötu Taugadeildarinnar. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. DB-mynd. ÞRIGGJA LAGA PLATA DIRTY DAN PROJECT ER KOMIN Á MARKAÐ Pollockarnir Mickey Dean og Dirty Dan. Sá þriðji sem kemur fram á plötu Dirty Dan Project er Ásgeir Bragason trommari Purrksins. Ljósm.: Gunni Vill. tíma voru hræringar í rokkinu hér og ýmsir nýir hlutir að líta dagsins Ijós. í skemmtilegu og kannski dálitið undar- legu andrúmslofti hljóðrituðu þremenningarnir lögin þrjú á átta klukkustundum. Á fyrri hliðinni eru tvö lög. Annað er eftir Mikka og Danna Pollock. Hitt er Dylan-lagið Drifters Escape. Á seinni hliðinni er að finna sex mínútna lag eftir Mikka, Danna og Ásgeir. Það ber nafnið Music Concrete og varð til á staðnum. — Útgefandi plötunnar er út- gáfufyrirtækið Gramm. Nýkomin stök teppi íúrvafí. mjög hagkvæmra innkaupa "“Ppiklilóduni við næstu daga nokkrar nýjar^ ~ - gorðir af stökum teppum á ótrúlega Jim hagstæðu /erði. Verð t.d.: Motta 60x1,20 á kr. 250,00. lón Loftsson hf. 6AAAÁA lH t_l 7] 1j j L11 í___!H LJ U'C iiii_____i-jijgijrij^ 0PIÐ i ÖLLUM ' , Og við bjóðum ekki aðeins nrn m ma \ lágt verð, heldur einnig DtlLDUM: \ ótrúloga hagstæða Mánud.— \ greiðsluskilmála, allt miðvikudaga kl. 9—18\ niður í 20% útborgun Fimmtudaga kl. 9—20. \°9 lánstíma allt Föstudaga kl. 9-22 \ að 9 mánuðum. Laugardaga kl. 9—12 Irinabraut 121. Sími 10600 oa 28603

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.