Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 24
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1981. Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg •mapantanir 13010 Staða varaslökkviliðs- stjórans í Reykjavík er laus til umsóknar frá og með 1. janúar 1982. Laun skv. 22. launaflokki opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir slökkviliðsstjórinn í Reykjavík, Slökkvistöðinni við Reykjanesbraut. 23. október 1981. Borgarstjórinn í Reykjavík. .Privat”fyrir dömurl HEILDSÖLUBIRGÐIR: Júlíus Sveinbjömsson, Gott úrval áklæða Ennfremur: kögur, snúrur og leggingar Hagstætt verð Póstsendum B.G. áklœði Borgartúni 23 Sími 15512 Opið frá kl. 1 til 6 Önnumst kaup og sölu allra almennra veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt við kaupendum á við- skiptaskrá okkar. Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin. Venllirétfsi- jUjirlmiliiriiin Nýja húsinu v/Lækjartorg.' 12222 Húsgagnaáklæði Utangarðsmenn—I upphafi skyldí endinn skoða: MERKILEG SÖGUHEIMILD UM EINSTÆÐA HUÓMSVEIT Fyrir þá sem eiga allar piötur Utan- garðsmanna er safnplatan í upphafi skyldi endinn skoða merkileg viðbót — og söguleg um Ieið. Fyrir hina, sem ekkert eiga með Utangarðsmönnum í fórum sínum, er platan enn eiguiegri gripur því hún gefur góða mynd af því sem Utangarðsmenn gerðu á hinum stutta ferli sínum. Þótt tekið sé fram að 10 laganna hafi ekki verið gefin áður út á plasti er í raun vart hægt að tala um nema átta slíkt. Tvö laganna eru hér með enskum texta en að öðru leyti eins og við höfum heyrt þau áður; Ég vil ekki stelpu eins Hie og Það er auðvelt. Söngur Bubba annar í síðara lági"". Það eru hins vegar hin lögin 8, sem ekki hafa heyrzt á plötu áður, sem vekja mesta athygli. Misgóð eins og þau eru mörg skipa þau þó öll mikil- væg sæti í þróunarsögu hljómsvéitar- innar. Þar er t.d. að finna lagið 1 wanna be your dog sem Utangarðs- menn fluttu svo til á hverjum einustu tónleikum sínum. Atlantic blues, sem gekk lengst af undir nafninu Beitingar- blús, fyllir að mestu það tómarúm sem myndast við missi ísbjarnarblúsins Þótt ísbjarnarblúsinn sé ekki sameig- inleg smíð Utangarðsmanna hefði hann vel mátt eiga heima á plötunni eins og hvert annað hinna laganna — ekki síður en Jón pönkári. Sum „nýju” laganna éru slök — framhjá því verður varia horft. T.d. eru lögin Bla bla bla og Síðasta blómið — reyndar sérstakt framlag en varla til útgáfu á plötu í þessari mynd — í lé- legri kantinum. Flest hinna eru hins vegar góð og sum mjög góð eins og t.d. Júdas frá Ískaríot og Canvas City. Við plötuna verður ekki skilið án þess að minnast á sérdeilis skemmtilega hannað umslag Ernst Backmann svo og greinargott fylgiblað innan í plötuum- slaginu. Bara þessi tvö atriði — að inni- haldinu undanskildu — gera gripinn -•"^leean. Það er hins vegar tónlist þessarar einstöku mJ'í.nlsve'tar sem er aðalatriðið og af henni verður engin," rokkari svikinn. -SSv. Shakin’ Stevens—Shaky: GAMU ROKKSTÍLUNN UFIR Shakin'Stevons - SHAKY Epic / Steinar hf. Shakin’ Stevens er alltaf eins. Munurinn á plötunni This Ole House sem kom út í fyrra og þeirri nýju er enginn, nema vitaskuld sá að á þeim eru ekki sömu lögin. Sami maður stjórnar gerð platnanna, sami upptöku- maðurinn við mixerinn og sömu hljóðfæraleikarar leika undir hjá Stebba. Enginn vafi leikur á því að það er þörf fyrir plötur eins og Shaky. Vin- sældir Shakin’ Stevens sanna það. Hann fer í fyrsta sæti vinsældalistanna álíka auðveldlega og aðrir klæða sig í skóna sína. Af plötunni Shaky hafa tvö lög þegar slegið í gegn. Green Door og You Drive Me Crazy. Önnur eiga áreið- anlega eftir að gera það gott. Mona Lisa er dæmi um það. Fleiri orð þarf reyndar ekki að hafa um plötuna Shaky. Fjallað var um This Ole House í DB á sínum tíma. Það sem var sagt þá á ennþá við. Gamla rokkið stendur fyrir sínu (það er stíllinn) hvort sem gömlu meistararnir eru á ferðinni eða eftirlíkingar eins og Shakin’ Stevens. -ÁT. JoanArmatrading— WalkunderLadders: Ágætsöngkona oggóöurlagasmiður Joan Armatrading er búin að vera í sviðsljósinu í sjö ár og hefur hún sent frá sér jafnmargar LP-pIötur á þessu tímabili og hver um sig jafnan vakið at- hygli og aðdáun flestra sem á hana hafa hlustað, bæði er hún með ágæta og sér- kennilega söngrödd og lagasmíð hennar er mjög góð og fjölbreytt. Joan Armatrading er fædd í Vestur- Indíum, en hefur búið í Bretlandi siðan hún var þriggja ára og þaðan gerir hún út. Meirihluti ársins hjá henni fer í að ferðast um alla Evrópu og halda kons-' erta. Fyrsta plata hennar nefndist Whatever’s For Us og vakti hún þá þegar verðskuldaða athygli og síðan hafa þær komið ein á ári og allar orðið vinsælar. Nýjasta albúmið hennar nefnist Walk Under Ladders og það er ekki að heyra að henni hafi nokkuð farið aftur, nema síður sé, heldur er Walk Under Ladders einhver sú bezta sem Joan Armatrading hefur sent frá sér. Frjó- leikinn í lagasmíð hjá henni virðist vera óþrjótandi og fjölbreytnin mikil. Það er erfitt að gera upp á milli laga á Walk Under Ladders, því lögin eru mjög jafngóð. Þó finnst mér tvö fyrstu lög plötunnar, I’m Lucky og When I Get It right vera kannski í sérflokki með það hvað fljótt ég meðtók þau, bæði þrælgóð. Einnig má nefna No Love og The Weakness In Me, sem er mjögfallegt lag. Joan Armatrading á sér marga aðdá- endur á íslandi og ég er viss um að margir eiga eftir að bætast við, því að á þessari plötu má finna keim af flestum þeim tónlistarstefnum sem í tízku eru í dægurlagaheiminum í dag. -HK.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.