Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1981. Pólland: Ríkisstjómin beitir hemum — til að skipuleggja matvæladreifingu Smáum hópum pólskra hermanna var dreift um landbúnaðarhéruð Pól- lands í gær eftir að ríkisstjórnin hafði tilkynnt að hún ætlaði að beita hernum til að koma skipulagi á matvæladreif- inguna í landinu. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hlutverk hermannanna sé fyrst og fremst að tryggja að matvæli komist á markað, til að koma í veg fyrir óstjórn og sóun og undirbúa landið fyrir veturinn. Hópar hermanna munu vera staðsettir í um 2 þúsund sveitarfélögum til aðstoðar við flutn- inga á matvælum og til að koma kolum til viðtakenda. Talsmenn Einingar, samtaka frjálsra verkalýðsfélaga í Póllandi, hafa lýst því yfir að þeir fagni sérhverjum úrbótum á matvæladreifingunni og þeir líti svo á að hlutverk hersins sé að vinna að úr- bótum á því sviði þar til annað sannast. Eining hefur lýst yfir einnar klukku- stundar verkfalli á miðvikudaginn til að mótmæla auknum matvælaskorti og einnig aðgerðum lögreglunnar til að hindra félaga samtakanna við að dreifa útgáfuefni sínu. Ríkisstjórnin hefur einnig sett á stofn séistaka nefnd undir forsæti Jedynak varaforsætisráðherra, til að rannsaka tap það sem orðið hefur vegna verk- falla í brennisteinsnámum og stál- iðnaði. Yfirvöld hafa fordæmt fyrir- hugað verkfall Einingar og talið það vera merki þess að öfgamenn innan samtakanna stefni í átök milli ríkis- valdsins og verkalýðsfélaganna. Bardagará götum Kairó — hundruð strangtrúarmanna handtekin Yfirvöld í Egyptalandi hafa tilkynnt að til skotbardaga hafi komið í einu út- hverfa Kairó siðustu daga milli her- manna og strangtrúaðra múhameðs- trúarmanna. Yfirvöld segja að hópur sá er að átökunum stóð hafi verið viðriðinn morðið á Sadat forseta og unnið væri að því að uppræta þessa hryðjuverkamenn. Einn féll í átökun- um en um 400 voru handteknir. Yfirvöld segjast hafa gert upptækt mikið af vopnum og sprengiefni í bæki- stöðvum strangtrúaðra og auk þess mikið fé í innlendum og erlendum gjaldeyri. Hinir handteknu hafa játað að hafa haft áætlun um að koma á byltingu í Egyptalandi, að fyrirmynd Khomeinis, með því að myrða embættismenn og vinna skemmdar- verk. Ætlunin hafi verið að koma á fót tvenns konar ráðum eins og tíðkast í íran, annað samanstæði eingöngu af trúarleiðtogum en hitt ráðgefandi og ættu þau að styðjast við byltingar- nefndir og hernaðarrágjafa. Sagt er að slíkar nefndir hafi þegar verið mynd- aðar af stúdentum og verkamönnum. Fataefnin eru frá viðurkenndum framleiðendum. Klæðskeri í verzluninni, svo þú ert í góðum höndum. Veldu klæðnaðinn hjá okkur, hann gerir örugglega meira en að hylja nekt þína. // K Snorrabraut 56 Sími 13505 Glæsibæ Sími 34350 10 simi Austurstræti 27211 Briáge Eftir níu umferðir í heimsmeistara- keppninni í bridge, sem nú stendur yfir í New York, hafa Bretar tekið foryst- una. Bretland hefur hlotið 106 stig í keppninni, Pólland og Argentína 100 stig, Bandarikin 99 stig, Ástralía 87 stig, Pakistan 83 stig og Indónesía 73 Rauðu herdeildirnar íV-Þýzkalandi: „Guernica” á Spáni Hið fræga meistaraverk'spænska fyrr en lýðræðið væri endurreist í málarans Pablo Ricasso, Guernica, er landinu. Eftir dauða Francos nú til sýnis á Spáni í fyrsta sinn. Mál- einræðisherra árið 1975 var það skil- verkið var gert í París árið 1937 og yrði uppfyllt. Ströng öryggisgæzla er sýnir loftárás Þjóðverja á baskneska, um myndina og allir áhorfendur þorpið Guernica í spænsku borgara- verða að ganga gegnum málmleitar- styrjöldinni. Picasso lagði svo fyrir tæki áður en þeir fá að berja verkið að málverkið skyldi ekki sýnt á Spáni augum gegnum skothelt gler. Hugðust ræna Friðrik prins V-þýzka lögreglan hefur afhjúpað sámsæri hryðjuverkamanna í rauðu herdeildunum um að ræna danska krónprinsinum, Friðrik, og Jóakim bróður hans. Vopnaðir öryggisverðir gæta prins- anna nú allan sólarhringinn enda lítur danska lögreglan mál þetta mjög alvar- legum augum. Prinsarnir eru keyrðir til skóla i skotheldum bíl og vopnaðir verðir fylgja þeim hvert fótmál, jafn- vel inn í skólastofuna. Enginn fær að fara inn í skólann eða út úr honum án þess að hafa gengizt undir nákvæma skoðun hjá öryggisvörðunum. V-þýzka lögreglan fann skjöl við húsleit í Wiesbaden á stað þar sem greinilegt var að liðsmenn rauðu her- deildanna höfðu haldið til. Skjöl þessi höfðu að geyma upplýsingar um dag- legar ferðir prinsanna í Kaupmanna- höfn og skólagöngu þeirra þar. V-þýzka lögreglan telur að liðsmenn rauðu herdeildanna hafi ætlað sér að ræna prinsunum og reýna þannig að frelsa ýmsa liðsmenn rauðu herdeild- anna sem margir hverjir sitja í fangels- umíV-Þýzkalandi. OLAFUR EINAR FRIÐRIKSSON mm. REUTER D Þaðeru margar leiðir til að liylja nekt þína. Við bendum þér á leiðina, sem margir velklæddir viðskiptavinir okkar hafa farið og vakið athygli annara. ■GAJ, Lundi/-SSv. Friflrik krónprins Danmerkur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.