Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 2
2 Áttu einhver gæludýr? Geir Brynjólfsson, 5 ára: Já, ég á einn páfagauk sem ég er búinn að eiga i eitt ár. Það cr gaman að eiga hann. Spurning dagsins Kristín Eyþórsdóttir húsmóðir: Já, égá einn hund, íslenzkan-skozkan, og hef átt hann í fjögur ár. Áður átti ég kött. Þórunn Haraldsdóttir húsmóAir: Nei, ég hef aldrei átt gæludýr og langar hreint ekki til þess. Það er of timafrekt að eiga þau. Sæunn GuAjónsdóttir húsmóAir: Nei, alls engin og hef engan áhuga á að eign- ast slikt. Jónas Jónasson hamborgarahönnuður: Já, sambýling minn. Hún er eina gælu- dýrið sem ég á. Hins vegar hef ég gaman af börnum. Ingibjörg Ingvarsdóttir húsmóðir: Nei, ég vil þau ekki. Þeim fylgir svo mikil vinna og eins er maður bundinn yfir þeim. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1981. Um spádóma og biblíuna: Eiga ekki hirðarnir að halda sauðunum til haga? Raddir lesenda S.R. Haralds, Bakkakoti i Blesugróf, skrifar: Hvert er viðhorf kirkjunnar til spá- dóma? spyr E.R. í DB 19.10. 1981. En sú spurning. En hann datt nú bara vel i gryfjuna, hann Einar Sigur- björnsson prófessor. Að nota bibliuna til að ógilda það sem stendur skrifaði henni. Alveg stórkóstlegt. En hvað vita kirkjunnar menn eiginlega meira en aðrir um innihald og spádóma biblíunnar? „Þér skuluð eigi láta kalla yður ,,séra” eða ,,herra” eða „faðir”, því að einn er herra og faðir yðar, hann sem er á himnum; en þér allir eruð bræður. Hver sá, er upp hefur sjálfan sig, mun niðurlægjast. Vei yður, þér blindir leiðtogar, sem síið mýflug- una, en svelgið úlfandann. Þér lokið himnaríki fyrir mönnunum; því að þér gangið þar eigi inn, og leyfið eigi heldur þeim inn að komast, er ætla inn að ganga.” Svo mælti sjálfur frelsarinn okkar, Jesús Kristur frá Nazareth. En hvað segir drottinn guð um prestana i Gamla testamentinu? ,,Vei hirðunum, er héldu sjálfum sér til haga. Eiga ekki hirðarnir að halda sauðunum til haga? Mjólkurinnar neyttuð þér, klædduð yðuraf ullinni, slátruðuð alifénu, en sauðunum hafið þér eigi haldið til haga. Þér komið ekki þrótti i veiku skepnurnar og læknuðuð ekki hið sjúka, bunduð ekki um hið limlesta, sóttuð ekki það, er hrakizt hafði, og leituðuð ekki hins týnda, heldur drottnuðuð þér yfir þeim með hörku og grimd. Og fyrir því tvístruðust þeir, af því að enginn var hirðirinn, og urðu öllum dýrum merkurinnar að bráð. [Alkóhól, eiturlyf, klám, o.s.frv.]. Sauðir mínir ráfuðu um öll fjöll og allar háar hæðir; sauðir mínir voru tvístraðir um allt landið, og enginn skeytti um þá og enginn leitaði þeirra. Heyrið því orð Drottins, þér hirðar! Svo segir herrann Drottinn: Sjá, ég skal finna hirðana og ég skal krefja sauða minna af hendi þeirra og gjöra enda á fjárgæzlu þeirra. Og hirðarnir skulu ekki lengur halda sjálfum sér til haga, heldur skal ég hrífa sauði mina úr munni þeirra, svo að þeir verði þeim eigi framar að bráð.” Esekíel 34, 3—16 og Jeremía 23, 1—8. „Vei yður, fræðimenn og blindir leiðtogar, þér hræsnarar. Þér farið um láð og lög til þess að ávinna einn trúskifting, og þegar hann er orðinn það, gjörið þér hann að hálfu verra helvitisbarni en þér sjálfir eruð. Vei yður, fræðimenn og blindir leiðtog- ar, þér hræsnarar. Þér líkist kölkuð- um gröfum, sem að utan líta fagur- lega út, ern eru að innan fullar af dauðra manna beinum og hvers konar óhreinindum. Þannig sýnist þér og hið ytra réttlátir fyrir mönn- um, en hið innra eruð þér fullir af hræsni og lögmálsbrotum.” Lækningviðheimþrá: Vegurinn heim með Pálma Gunnarssyni Vegna ummæla séra Einars Sigurbjörnssonar, prófessors i guðfræði, um viðhorf kirkjunnar til spádóma (DB 19. okt. sl.), spyr S.R. Haralds: „Hvað vita kirkjunn- ar menn ciginlega meira en aðrir um innihald og spádóma bibliunnar?” Freyja skrifar frá Noregi: Mig langar til þess að fara fáeinum orðum um þann tónlistarmann sem einna lengst hefur verið í bransanum, en það er Pálmi Gunnarsson, söngv- ari og bassaleikari. Pálmi er góður söngvari og ekki er hann síðri bassa- leikari. Hann sannaði vel hversu góður söngvari hann er þegar hann söng þrjú efstu lögin í söngvakeppni sjón- varpsins, og sem bassaleikari er hann jafnvígur á popp og jass. Það af lögum Pálma sem ég held mest upp á er! Vegurinn heim af sóló- plötu hans, Hvers vegna varstu ekki kyrr? Finnst mér Pálmi gera þvi lagi sérstaklega góð skil. Ég er stödd erlendis og þegar heim- þráin sækir að mér er mér alltaf huggun í að spila þetta lag. Finnst mér ég þá færast einu skrefi nær ís- landi. Ótal fleiri lög hefur Pálmi sungið og hef ég alltaf jafngaman af að hlusta á þau. Er það því mín ósk, honum til handa, að honum gangi vel með nýju hljómsveitina sína og að hann haidist sem lengst í bransanum. Að lokum vil ég þakka Pálma Gunnarssyni fyrir allt sem hann hefur vel gert á undanförnum árum. Bflamarkaðurmn Grettisgötu 12-18 - Sími25252 AMC Concourd 1979, drappl. m/vinyltopp, 6 cyl. sjálfsk. m/öliu, 2ja dyra, toppbill, ekinn aðeins 17 þ.km. Verð 115 þús. kr. Skipti á ódýrari bil. Volvo 244 DL 1976, grænn, ekinn 78 þ.km, sjálfskiptur, útvarp, fallegur bíll i toppstandi. Verð: kr. 80 þús. Skipti á Volvo ’79—’80. (milligjöf staðgreidd). "7— Plymouth Volaire station, árg. ’79, drapplitur, 8 cyl. (318), ekinn 42 þ.km, sjálfsk., aflstýri, útvarp, segulband, snjódekk. Verð kr. 130 þús. Greiðsluskiimálar. 1 IJiSf! Daihatsu Charade 1979, silfurgrár, 5 dyra, Ekinn 62 þ.km, snyrtilegur, sparneytinn bíll. Verð 62 þús. kr.( Greiðslukjör. Honda Civic 1978, rauður, ekinn 51 þ.km. sjálfskiptur, gott útlit, spar- ncytinn frúarbill. Verð kr. 62 þús. -ríl M. Benz 250S 1973, brúnsanserað- ur, ekinn 115 þ.km., 6 cyl., beinsk. m/öllu, (er með nýja laginu). Verð kr. 125 þús. (Skipti möguleg á litlum bil. AMC Concourd Coupé 1977, hvitur, ekinn 65 þ.km., 8 cyl. (304), sjálfsk. m/öllu, gott útlit. Verð kr. 88 þús. Mazda 929 station 1978. Brúnsans- eraður, ekinn aðeins 19 þ.km, einkabill i sérflokki. Verð kr. 75 þús. Mazda 323 5 dyra 1981, grænsans- eraður, 1500 vél, ekinn 10 þ.km, sem nýr bill. Verð kr. 95 þús. Greiðslukjör. Alfa Romeo, Guilietta 1978, rauður, ekinn 22 þ.km, útvarp, snjó- og sumard. Verð 85 þ.kr. Skipti möguleg. ....... ,ss_ Range Rover 1976, drapplitur, afl- slýri og -bremsur, ekinn 92 þ.km, allur nýyfirvarinn (nýtt lakk o.fl.). Verð kr. 145 þús. (skipti möguleg á ódýrari bil). Honda Accord 1978. Maron- rauður, 4ra dyra, sjálfskiptur, ekinn 72 þ.km. Verð kr. 75 bús. Raunault 20TL 1978, grænsanser aður, ekinn 41 þ.km. aflbremsur, gott úllit. Verð 78 þ.kr. Peugeot 504 GL station 1977, gullfallegur sparneytinn, station bill, ekinn 64 þ.km. Verð kr. 78 þús. Drif á öllum. Subaru 1600 station 4x4 1981, silfurgrár, ekinn 19 þ.km. Verð kr. 120 þús. Bronco 1972, gulur, 8 cyl. beinsk., nýjar hliðar og brelli, fallegur jeppi. Verð kr. 65 þús. Skipti möguleg. -i.. W 1 h Mazda 929 sport 1976; fallegur bill. Verð kr. 62 þús. (Skipti á Mazda 929 1980—81 o.fl.. Milligjöf stað- greidd) Colt GL 1980, brúnsanseraður, ekinn 36 þús. km, snjó- og sumar- dekk. Verð 76 þús. Lada 1200 1980, drapplitur, ekinn 12 þ.km. sem nýr bíll. Verð kr. 55 þús. AMC Spirit Hatchback 1980, grá sanseraður, 3ja dyra, 4 cyl. sjálfsk., aflstýri og -bremsur, veltistýri, toppgrind, vindskeið o.fl., ekinn 19 þ.km, gullfallegur, ameriskur smá- bill, með öllum útbúnaði. Verð: kr. 128 þús. Chevrolet Malibu Classic station 1979, blár, ekinn 41 þ.km, 8 cyl. sjálfsk. m/öllu, snjód. 4-sumard. Sem nýr bill. Verð kr. 160 þús. Skipti möguleg.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.