Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 26.10.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1981. Vigdis ekur eftir Karl-Johan i gömlum og virðulegum Kádilják. Talsverður mann- fjöldi fylgdist með þvf er hún ók eftir götunni. Frá undlrritun Jan Mayen-samkomulagsins. Vinstra megin við borðið eru þeir Ólafur Jóhannesson og Páll Ásgeir Tryggvason fyrir íslands hönd, en sá Norðmaðurinn sem mest ber á hinum megin borðsins er Svenn Stray, utanríkisráðherra. Makalaus forseti frá landi án atvinnuleysis —skrifar sænska blaðið Expressen Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni Dagblaðsins i Svíþjóð: Makalaus forseti í heimsókn skrifaði sænska blaðið Expressen i gær i tilefni af heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur forseta tslands tíi Sviþjóðar í dag. Frá veizlu i Akershus-virkinu, sem for- setanum var haidin. Auk Vigdisar má sjá Ólaf Noregskommg og Sonju krónprins- essu við háborðið. Fjölmargir tslendingar komu i móttökuna, sem Vigdis héit á Grand Hotel. Yfir 500 tslendingar voru þar saman komnir til að heilsa upp á forsetann. HER ER PLATAN FYRIR MG Hún inniheldur kröftugt rokk ásamt öðru léttmeti. UTGEFANDI OG DREIFING: Platan með EGLU vinnur á! AKUREYRI - SÍMI 96-25984. Vigdfs forseti skoðar hér Henie-Onstad safnið undir leiðsögn Per Hovdenakk (lengst Lv.). Vigdfs er á miðri mynd, en lengst t.h. er Haraldur krónprins og að baki Sonju, eiginkonu hans, má sjá Ólaf Noregskonung. Mörg af sænsku dagblöðunum birtu greinar um Vigdísi í gær og undanfarna daga hefur óvenju mikið verið skrifað um ísland í sænskum blöðum og á þaö vafalaust rætur sínar að rekja til heim- sóknar Vigdísar. Það kemur víst engum á óvart að áberandi hefur verið í skrif- um blaðanna um Vigdísi að hún er ein- stæð eða makalaus eins og Expressen orðaði það. ,,Ég er oft spurð að því hvernig ég fari að því að búa án karlmanns,” segir Vigdís í viðtali sem Aftenbladet birtí við hana í gær. ,,En það hafði ég gert svo lengi áður en ég varð forsetí og hvers vegna skyldi ég þá ekki geta það núna. Hins vegar er enginn sem spyr að því hvernig ég ættí að fara að því að búa með karlmanni,” sagði Vigdís enn- fremur. Aðspurð sagði Vigdís i þessu sama viðtali að hún teldi það ekki aðeins þýðingarmikið fyrir íslenzkar konur að hún varð forsetí heldur einnig fyrir all- ar konur heimsins. ,,Nú þegar íslend- ingar hafa sýnt þann kjark að velja konu sem forseta hlýtur þe'J að stuðla að því að heimurinn velji, kjósi eða ráði konur í hvaða stöður eða störf sem er,” segir Vigdís. Mörg sænsku blaðanna hafa í skrifum sínum um ísland undanfarna daga staðnæmzt við þá staðreynd að atvinnuleysi er ekkert á íslandi. í Svíþjóð hefur atvinnuleysi vaxið mjög að undanförnu og hafa Svíar af því auknar áhyggjur og horfa í því sam- bandi öfundaraugum tíl íslands þótt ekki segjst þeir vilja skipta á sínu 2,6% atvinnuleysi og 40% verðbólgu á fs- landi. í dag mun Vigdís hitta sænsku kon- ungshjónin og borgarstjórn Stokk- hólms og á meðan á heimsókn hennar i Sviþjóð stendur mun hún m.a. skoða sðgusafnið, konunglega bókasafnið og „Dramaten”. Hún mun einnig halda móttöku fyrir íslendinga í Svíþjóð. Heim heldur hún síðan á fimmtudags- morgun. -GAJ, Lundi/-SSv. Bílbeltin hafa bjargað UXF IFERÐAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.