Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 2
178
SUNNUDAGUR
Ævintýri við sjóinn
i.
Bryggjan vár vot og sleip. Það voru gömul, gisin
timburbryggja.
Enginn maður var niðri við lendinguna, því að
allir vorú nýfarnir heim að borða.
Þá köm allt í einu hálfvaxin stúlka hlaupandi
niður á bryggjuna. Hún staðnæmdist á bryggjusporð-
inum, horfði í allar áttir og andaði djúpt að sér tæru
sjávarloftinu. Það sást ekki langt út á fjörðinn, því
að hálendur tangi lokaði honum til hálfs — „hafnar-
garður af guði gerður“, sögðu aðkomumenn.
Góða veðrið hafði tælt stúlkuna frá því, sem hún
átti að gera í eldhúsinu. Það var heldur ekki tekið
hart á því enn, þó að hún væri hvikul við verk sín.
Hún hafði glóbjart hár en svört augnahár og dökk-
blá augu. Hún var föl og þunn á vangann, en var-
imar voru rjóðar og fremur þykkar. Hún hafði
mjállhvítar tennur en dálítið ójafnar.
Það var ekki samræmi í þessari fegurð. En feg-
urð var það þó, og enginn minntist á, að henni hefði
farið betur að vera dökkhærð. Kjóllinn hennar var
grænn og fór illa. En það var ómögulegt að vor-
kenna stúlkunni það. Aftur á móti var hægt að vor-
kenna kjólnum. Hann var í svo hlægilegu ósam-
ræmi við stúlkuna, og það var svo auðséð, að hann
átti sök á því. Hvernig var líka hægt að krefjast
þess, að hann félli að svona vel sköpuðum líkama?
Stúlkan var berfætt í rifnum skóm. Fótleggirnir
voru grannir og mórauðir. Hún horfði út á fjörðinn.
Hann var sléttur og skuggar í víkum og vogum við
ströndina. Öldurnar skvettust við bryggjustólpana.
Stúlkan var nýsloppin úr hitanum og reykjarsvæl-
unni og frá orginu í krökkunum. Tæra loftið, kyrrð-
in og víðsýnið gerði henni svo glatt í geði, að henni
fannst hún verða að taka sér eitthvað fyrfe- hend-
ur. Hún stikaði fram og aftur um bryggjuna.
Þá kom hún allt í einu auga á bát, sem hafði verið
rcnnt upp með bryggjunni og stóð á grunni.
Hún stökk umsvifalaust niður í bátinn og spyrnti
fótunum sinn í hvorn kinnung, svo að báturinn valt
til beggja hliða og gusumar gengu hátt.
Allt í einu fann hún, að hann var að mjakast
út á við. Hvað gerði það? Sjórinn var svo sléttur og
henni hafði sýnzt svo grunnt, þegar hún horfði fram
af bryggjunni.
Hún hélt áfram að leika sér — vissi ekki fyrr en
báturinn var kominn á flot. í sama bili kom hún
auga á kaðal, sem hékk fram af bryggjunni og sjálf-
sagt hafði verið notaður til að binda með báta. Og
henni varð það fyrr fyrir, að stökkva aftur í skut-
inn til að grípa bandið, en að stökkva út úr bátn-
um fjörumegin og vaða í land.
En hún náði ekki kaðlinum. Einu sinni gat hún
snert hann með fjngurgómunum, en ekki gripið
hann, hvernig sem hún teygði sig.
Þá stökk hún til baka aftur og ætlaði að vaða í
land— en nú var það orðið of djúpt. Það hafði þá
verið svolítil kvika við bryggjuna, þrátt fyrir allt.
Hún kallaði hátt. Einhver hlaut að vera í námd.
En enginn kom. Annað hvort höfðu allir farið
stundvislega inn að borða, aldrei þessu vant, eða
þeir, sem úti voru staddir bjuggust ekki við, að
nein hætta væri á ferðum, þó að þeir heyrðu óm af
kalli. Engin íbúðarhús voru í nánd við bryggjuna,
aðems vöruhús, skemmur og svo sláturhúsið.
Hún kallaði aftur: „Hjálp! Hjálp — —!“ Eina
svarið var vindgustur frá landi. Hún var komin
nokkra faðma frá bryggjunni.
Bátinn rak furðu ótt frá landi. Hún reyndi að
standa, en gat það ekki fyrir veltunni, þar að auki
var hún orðin svo undarlega máttlaus í hnjánum,
að hún varð að setjast. Verst var þó, að hún gat ekki
kallað. Fyrst hafði hún æpt á hjálp af öllum kröft-
um, en þá urðu kverkamar sárar, og henni fannst
allt of þröngar líka, svo að hún kom ekki upp
neinu hljóði — fékk bara hóstat ef hún reyndi að
hljóða.
Enn sást enginn á ferli niðri við sjóinn. Báturinn
var kominn út á móts við tangann. Þetta var svo
stuttur spölur. Og hún gerði sér ljóst, að hann mundi
hverfa fyrir oddann eftir litla stund.
Ef engum yrði nú litið út á sjóinn fyrr en það
væri of seint! Hún sá þorpið í grárri titrandi móðu
gegnum tárin. Það var líka farlð að skyggja.
Oft hafði hún heyrt talað um undirölduna á firð-
inum í norðanátt. Nú fann hún hana. Og þó var
eiginlega engin „átt“, nærri því kyrrt. Báturinn