Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Qupperneq 6
182
SUNNUDAGUR
Sjómenn halda jól
ji.
Skipin úti á höfninni hanga letilega í festunum.
Sjórinn er sléttur, en kvikandi, líkt og eitt'hvað sé
í aðsigi. Hann er skolgrár eins og himinn haustsins.
í morgun hef ég átt vöku og séð komu dagsins.
Það er snjór á fjöllunum og hann er snjólegur til
■hafsins. Kannski verða hvít jól. Skútan nýtur þess
áð vera í höfn, hún e.r ánægjuleg og löt og lætur
kvikuna vagga sér. Og maður sjálfur er eins og
skútan. — Þegar maður kernur utan af sjó, með
stirðleika utan um sig og nautheimskur hið innra, þá
byrjar alltaf einhver ánægjugerjingur í manni, þeg-
ar lagzt hefur verið við fast og maður heldur, að
farið verði að bryggju.
Eg stend við borðstokkinn, og ég er að hugsa um
það, hvort við munum fá að vera í landi yfir jólin.
Stýrimaðurinn kemur upp. Hann ekur sér og pissar
í sjóinn. Hann er langur og mjór og stundum geð-
vondur.
,ÞaÖ trekkir illa í kabyssunni", segir hann.
Svo fer hann niður aftur.
Seinni hluta dagsins ,er lagzt að bryggju. Þar
liggja mörg skip, sem verið er að afferma og er
mikil örtröð. Það er Þorláksmessa í landi og appel-
sínulykt í loftinu.
Við göngum upp í bæinn, allir, nema kokkurinn
og sá, sem á vöku. Við eigum flestir heima héma,
og þeir sem eru giftir heimsækja kellur sínar. Við
hinir göngum í búðir. Það er mikið um að vera,
fólk þeytist til og frá, kaupir og undirbýr komu jól-
anna. Verzlanirnar eru fagurlega skreyttar og það
eru jólasveinar og jólatré í gluggunum. Eg kaupi
jólagjöf handa stelpu og grænsápu fyrir kokkinn.
Undir kvöldmatinn höldum við aftur til skips.
Flestir bera eitthvað af bögglum, því að margir
hafa keypt einhverjar jólagjafir handa elskunum.
Niður við höfnina mætum við vélstjóranum; hann
hafði farið upp í bæ, að heimsækja unnustuna.
„Og kominn strax frá elskunni“, segir einhver.
^Hún er farin í ástandið“, segir hann.
„Hvert í logandi“.
„Já, það er von, maður má aldrei vera að því, að
slnna þessum greyjum“.
Þegar við nálgumst skútuna, sjáum við, að það
hefur verið sett upp rautt flagg.
Einhver í hópnum krossbölvar.
„Það er benzín“, segir annar.
Um 'borð fréttum við, að rjúka á austur á land,
seinna um kvöldið. Það liggur á þessu, það er bjór
í lestinni.
Giftu karlarnir koma um borð. Þeir eru fúlir og
þungbúnir.
„Það ætlar víst að biða þessi jólin, að maður verði
í landi“, segir einn.
Annars er kokkurinn geðverstur. Hann hefur allt
á hornum sér og blótar hræðilega yfir soðkötlun-
um.
Það er mið nótt þegar við 'höldum ú.r höfniniii.
Skútan skríður hægt. Vélin knýr hana aðeins þrjár
mílur í logni, og nú er logn og því gagnslaust, að
setja upp segl. Á næstu höfn eigum við að hafa við-
komu og taka vörur til viðbótar. í birtingu leggj-
umst'við þar að bryggju.
Þegar líður fram á morguninn, koma karlar úr
landi og skipa út vönunum. Þeir vinna vel og ætla
sýnilega að flýta þessu. Ekki bíða jólin.
Eg geng upp í kauptúnið. Það er langt og mjótt,
eins og stýrimaðurinn og húsin eru flest ljót.
Eg geng hægt og skap mitt er rótt. Það er þessi
hljóða tilfinning innan í mér; sem maður finnur til,
þegar maður kemur af sjó: Maður reikar eftir illa
tilhöfðum götunum og meðfram fátæklegum húsa-
röðunum og finnst allt þetta svo aðlaðandi og vina-
legt Og maður öfundar þær mennskepnur, sem
þarna geta eytt deginum við amstur sitt. Jafnvel
tötralega klæddar kerlingar, sem haltrast milli hús-
anna, verða eftirlætisbörn lífsins í augum mannS.
Eftir 'hádegið höldum við út. Það er kominn
strekkingur. Við .erum ergilegir yfir því, að mega
ekki reykja ofanþilja og pottarnir eru óþægir við
kokkinn.
Eg tek stýrisvöku eftir klukkutíma. Hásetinn, sem
stýrði fer ekki strax, þegar ég tek við, hann leggst
út í gluggann og raular þunglyndislega. Kannski á
hann bláeyga elsku í landi, sem hann hefur verið
búinn að hugsa sér að færa jólagjöf í kvöld?
Vélstjóranum skýtur upp úr vélarhúsinu. Hann
er svartur eins og negri.
„Það er búið með þetta koppalognið“, tautar hann
og snýtir úr annarri nösinni.
„Já, það er að bræla“, anza ég.
„Sá verður fallegur þegar við komum fyrir nesið“
kallar hásetinn úr glugganum. ,