Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Side 7

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Side 7
SUNNUD AGUft 183 „Hann verður beint í nefið“, segir vélstjórinn. Hásetinn fer úr glugganum og drattast frammí. Stýrimaðurinn kemur. Hann teygir álkuna út um gluggann. „Hann er að þyngja“, segir hann. Stýrimaðurinn er giftur maður, hann er með hring á hendinni. „Notalegra væri nú að vera heima hjá kellu núna“, hreytir vélstjórinn til hans. Hinn anzar ekki strax. Svo teygir hann sig út um gluggann og segir fól'skulega: „Fjandi reykir kvörnin hjá þér“. „Já, rokkfjandinn“ svarar vélstjórinn, ^þar er nú ekki jólaskapinu fyrir að fara“. Það dimmir og landið hverfur í myrkrið. Öldurn- ar stækka og það lýsir af toppum. Við komum fyrir nesið. Það er komið grenjandi rok og skútan fer að taka inn á sig. Skipstjórinn kemur upp og stýrimaðurinn fer úr glugganum og fær sér í nefið. Það tekur út nokk.ra benzínbrúsa, og svo er snúið við. Nú er haldið inn með landinu, og sjórinn smækk- ar. Uppi við landið er ágætt var. Við grillum fjöll í myrkrinu, þau eru með jólasnjó í brúnunum. Það er látið falla, og kokkurinn kemur upp. „Hvar í fjandanum erum við nú“, tautar hann. „Það er Sandvíkin“, segir stýrimaðurinn. Við smádröttumst niður í hásetaklefann. Kokkur- inn er byrjaður að færa upp úr pottunum. Honum hefur tekizt að útbúa lostætan mat, þrátt fyrir velt- inginn. Við étum eins og úlfar. Skipstjórinn hefur orð á því, að það séu víst jól og vélstjórinn segist eiga kerti. Þau eru sótt og svo er kveikt á þeim. Kokk- urinn hvolfir sparipotti, sínum á borðið. Kertunum er stillt upp á pottbotninn. Einhver kemur með jólagreinar og með þeim er potturinn skreyttur. Við setjum upp jólasvip, ræskjum okkur og 'horfum í ljós kertanna. Vélstjórinn fer aftur og kemur með tvær flöskur með brennivíni. Þá segir skipstjórinn: „Gleðileg jól“. Svo er hellt í krukkurnar. Nú er þegar o.rðið jólalegt og fýlan úr kjalsoginu hverfur fyrir ilmi vínsins. Kokkurinn lýkur við upp- þvottinn. Svo fær hann sér í krukku. „Eg var héma með dálítið“, segir hann og opnar skápinn. Hann dregur fram stóran bjórkassa. „Eg stal þessu í gærkvöld, áður en gengið var frá lestinni“, heldur hann áfram, „það er rótáfengt". Svo tekur hann krukkuna og segir „Eg vil skála fyrir Jesú frá Nazaret“. Við lyftum krukkunum og það er skálað fyrir Jesú og sopið stórt. Sá, sem er fremstur við borðið segist vera með Jesú, hann hafi verið á móti fariseum og þótt gott í staupinu. Kokkurinn segist elska Jesú fyrir það, að hann hafi tekið málstað þeirra undirokuðu og að auki hafi hann sjálfsagt verið afbragðs kokkur, þar sem hann hafi útbúlð eina þá stærstu máltíð, sem sögur fara af. Skipstjórinn segist trúa á Jesú, og vélstjórinn segist líka trúa á hann. Segir, ,að Jesús muni hafa verið hraðmælskur og líklegast ljóngáfaður, en hafi stundum virzt nokkuð takmark- aður. Við segjum skál og einhver segir sögu af manhi, sem hengdi sig á jólunum í fyrra. Svo tökum við lagið: „Heims um ból...“ og „í Betlehem er barn oss fætt.. “t og skálum á eftjr. Síðan kemur einhver með spil og við förum að spila hjónasæng. Þegar líður að óttu letjast menn við spilin og skreiðast í flet sín. Eg á vökuna og mér fellur það vel. Það er svækja niðri, en hressandi svali uppi á þilfarinu. Gjálþ bárunnar við skipsskrokkinn er milt eins og hjal, og nóttin helga er svört og dul. Gegn- um myrkur hennar heyri ég þungt brimihljóð frá út- töngunum. Aftur við rólhúsið situr stýrimaðurinn á fötu skips- ins. Hann hefur fengið slæmt í magann. Andlit hans er fölt í myrkrinu og eins og hálfvegis bænarlegt. Kannski stígur nú bæn hans út í nóttma helgu, að hann verði ekki einn um að hafa niðurgang á jól- unum? Nóttin heldur áfram að líða og það er farið að snjóa. í morgungrámanum sé ég, að jólin eru hvít. — Einu sinni voru lítil börn. Þau hlupu út í hvítu jólin, hnoðuðu snjókúlur og köstuðu við glugga náungans. Á rauðu jólunum léku þau að nýju gull- unum. Nú er storminn að lægja fyrir utan og hljóð öld- unnar er lægra ,en í nótt. Senn verður haldið á haf. Burt frá landinu og hvítum jólum. Steján Hörður Grímsson. □ Frúin: „Eg ætlaði að fá einhverja jólagjöf handa manninum xnínum — hann er rithöfundur og skrifar i blöð.“ Afgreiðslumaðurinn: „Hvað segið þér um bréfa- körfu.“

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.