Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 8
184 SUNN UDAGUR Pétur Haralds: Frá sumarferð um Strandir Á síðari árum haía ferðalög stóraukizt meðal al- rnennings, enda eru þau nú ólíkt auðveldari en áður. Gistihús hafa verið byggð og vegir lagðir víða um landið. Ferðamannastraumurinn flæðir yfir lándið og leitar nýrra farvega. Sá landshluti, scm cinna minnst hefur orðið fyrir ásókn skemmtiferðafólks, er Vestfirðir. Það er ekki af því, að þar sé ekki að finna fegurð og sérkenni- leik islenzkrar náttúru, heldur vegna þess, að sam- göngur eru bar erfiðar og sums staðar litlu betri en þær voru áður fyrr. Síðast liðið sumar eyddum við Jóhann Bjarnason bólstrari sumarleyfi okkar á Vestfjörðum og birtist hér kafli úr ferðasögunni. M'ðvikudaginn 11. júlí fórum við með Fagranes- inu frá ísafirði til Hesteyrar. Við lögðum af stað frá ísafirði kl. 7 um morguninn, en komum ekki til Hesleyrar fyrr en síðari hluta dagsins. Á skipinu hittum við þrjá Farfugla úr Reykjavík, sem ætluðu að fara sömu le ð og við og urðum við samferða alla leið til Hólmavíkur. Farfuglarnir (Eggert, Einar og Haraldur) höfðu með sér allan viðleguútbúnað Og þurftu því hvergi að biðjast gistingar, en við Jóhann höfðum hvorki tjald né svefnpoka. Við vor- um svo heppnir, að á Fagranesinu var maður frá Hésteyri, Sölvi Betúelsson, sem daginn eftir ætlaði að fara með póst norður að Horni og lofaði hann okkur því, að við skyldum fá að fljóta með. Á Hcsteyri er engin bryggja og varð því að flytja fólk og farangur í land á árabát (slðasta spölinn fórum við á mannsbaki!). Hesteyri er afar lítið, en vinalegt þorp. Fáein hús með túni í kring. Þar er ekk: göturykið að angra menn, enda sjást þar hvorki bifreiðar né götur. Ein verzlun var þar, þegar við vorufn á íerðinni, en okkur var sagt, að hún væri að hætta, Við keyptum þar strigaskó, sem voru ófáan- legir í Reykjayík. Þar fékkst líka moiasykur. Já, meira að segja hinn gamli, góði, danski sykur. Fyrir nokkrum árum var meira um að vera á Hest- eyri. Þá var þar síldarverksmiðja spölkorn innan við þorþið og þangað byrptist fólk að úr fjarlægum landshiutum. Þá var líf og fjör á Hesteyri um síld- veiðitímann. En nú er verksmiðjamhætt störfum fyrir nokkrum árum. Húsin standa auð og eru að grotna niður, en bryggjurnar óðum að liðast í sundur. Næsta morgun vakti Sölvi okkur Jóhann og við fórum á fætur. Drukkum kaffi og kvöddum svo konu Sölva og þökkuðum henni fyrir allan greiðann. Þegar við komum niður í fjöruna, var Sölvi þar fyrir og annar maður til, sem Ágúst hét. Bráðlega komu Farfuglarnir þrír. Klukkan var 9, þegar við lögðum af stað á litlum vélbát og sigldum út Hest- eyrarfjörð og svo inn í Veiðileysufjörð. Fyrir botni hans vörpuðum við akkeri og fórum í land. Við sett- um nú á okkur bakpokana og héldum upp í Hafnar- skarð. Víða var yfir snjó að fara, þó að þetta væri í miðjum júMmánuði, og sunnan í var afar brött fönn. En rétt neðan við skaflana voru stórar blágresis- breiður. Við vorum þrjá tíma úr Veiðileysufirði að Höfn við Hornvík. Sá bær er nú í eyði eiris og rnargar aðrar jarðir á Hornströndum. Sölvi ólst upp í Höfn, því að þar bjó faðir hans, Betúel Betúelsson. Sýndi hann okkur kletta norðan við túnið og sagðist oft hafa sigið þar í gamla daga. Krakkarnir létu eggja- skurn á hillurnar og þóttust vera að síga í fugla- bjargi. Sölvi var síðar fyglingur i morg ár. Á Hornvík er allgott skipalægi en í aftaka vcðr- um hefu.r komið fyrir, að skip hafa rekið á land. Þannig rak 5 skip þar á land í maí 1897. Frá Höfn rerum við yfir Hornvík að Horni, nyrsta bæ á Vestfjörðum. Þar búa tveir bændur, Stígur Haraldsson og Kristinn Grímsson. Við Jóhann gist- um hjá Kristni bónda. * Þegar við vorum búnir að drckka kaffi og kveðja Sölva, lögðum við af stað í göngu á Hornbjarg. Við gengum fyrst á hæsla tindinn. Kálfatind. Hann rís 584 m., þverhníptur upp úr sjó. Um nafnið á Kálfa- tindi segir svo í Þjóðsögum Jóris Árnasonar: Frænd- ur tveir bjuggu á Horni. Var annar páfatrúarmaður, en hinn hafði tekið Lúterstrú, og þrættust þeir mjög um það, hvor trúin væri betri, því að hvor liélt riíéö

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.