Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Page 11
SUNNUDAGUR
187
Á göngu í Trékyllisvík.
um, þegar hafísinn þekur hafið og beljandi stormar
þjóta í skörðunum. Drangarnir eru hið virðulegasta
og heppilegasta minnismei'ki yfir einn hinn þrek»
mesta íslending, sem uppi hefur verið, því að á
Dröngunum var Eiríkur rauði upp alinn. Það var
ekkert undarlegt, þó að sá maður væri sprottinn úr
þessari náttúru, er fyrstur varð til þess að draga
blæjuna fá hinum ókunna klakageimi við heim-
skautin.
Frá Ófeigsfirði fórum við eftir hádegi næsta dag.
Leiðin liggur yfir háls nokkurn og niður í Ingólfs-
fjörð. Var þar bratt niður að fara, en gatan greini-
leg, Síðan gengum við fyrir fjarðarbotninn og að
síldai’yerksmiðjunni á Eyri. Við höfðum aldrei séð
síldarverksmiðju í fullum gangi fyrr. Nú sáum við,
hvernig farið er með síldina frá því að henni er skip-
að á land með sjálfvirkum löndunartækjum og þar
til síld.armjölið rennur í pokana og lýsið í geymana.
Frá Eyri gengum við yfir í Trékyllisvík og kom-
um að Árnesi um kvöldið. Þar er prestsetur og lækn-
isbústaður og skammt frá heimavistarbarnaskóli. Við
túngarðinn í Árnesi hittum við ráðsmann prestsins
og $purðum hann, hvar bezt væri fyrir okkur að
biðjast gistingai'. Hann ráðlagði okkur að fara í skól-
ann og það gerðum við. Var okkur vel tekið af
Kristjáni Júlíussyni skólastjóra og konu hans.
í Trékyllisvík er jiagurt landslag. Höfðar og vogar
skiptast á og við sjóinn eru víða skring'legar kletta-
myndir. Grasgefið undirlendi er töluvert. Úti á vík-
inni er eyja, Árnesey. og er þar æðai’varp.
Áður fyrr var Trékyllisvík harðindabæli mikið og
er þess oft getið í annálum, að þar hafi fólk dáið úr
hor og harðrétti. Þegar galdrabrennur tíðkuðust á
Islandi, voru þær algengastar á Vestfjörðum. en há-
marki sínu náðu þær í Trékyllisvík. Þar lét hinn al-
ræmdi brennuvai'gur, Þorleifur Koi'tsson, sem þá var
sýslumaður Strandamanna, brenna þrjá galdramenn,
Þói'ð Guðbrandsson, Egil og Grím. „Þórður var vald-
ur að plágu þeirri, sem lá á kvenfólki þar, allra helzt
í kirkjunni um heilaga þjónustugerð, svo að hún
varð naumlega framin fyrir þeim hljóðum, mási,
froðufalli og ofboði, svo að oft voru úr kirkjunni út-
bornar 4, 5, 10, 12 og fleiri á einum helgum degi,
hvað skelfilegt var, en miklu skelfilegra upp a
slíkt að horfa og nálægur að vera“, segir í Fitjaann-
ál 1654.
Úr Trékyll svík gengum við yfir að bænum Naust-
vík við Reykjafjörð, en þaðan fengum við bátsferð
yfi.r fjörðinn til Djúpavíkur. Reykjarfjörður er um-
luktur háum og hrikalegum fjöllum. Ber þar mest
á Reykjafjarðarkambi og Háafelli að sunnanverðu,
en Sætrafjalli og Örkinni að norðanvei'ðu. í Kúvík-
um við Reykjarfjörð hefur lengi verið verzlunarstað-
ur og einnig á Djúpavík síðan þar var reist síldar-
bræðslustöð. Á Djúpavík gistum við hjá Guðmundi
Guðjónssyni framkvæmdastjóra.
Næsta morgun gengum við suður Trékyllisheiði
og komum til Hólmavíkur um kvöldið. Þar með var
þessu ferðalagi eiginlega lokið, því að frá Hólmavík
fórum við með bifreið til Reykjavíkur.
Faðirinn: (upp með sér). „í hvert sinn sem dreng-
urinn lítur framan í mig, bi'osir hann“.
Móðirin: „Það er að vísu ekki kurteislegt af hon-
um, en hvernig á hann að geta stillt sig“.
□
Leigjandinn: „Konan sem ég leigði síðast hjá grét
þegar ég fór“.
Nýja húsmóðirin: „Nú það er líklega bezt að ég fái
leiguna fyrir fram“.
□
Viðskiptavinurinn: „Er þetta lyf gott við hósta“.
Lyfsalinn: „Hvort það er gott!2 Það er svo gott,
að um leið og bér eruð orðinn heilbrigður munuð
þér fara út og ofkæla yður, til þess að bér fáið
ástæðu til að nota það áfram.“
' □
Hún: (grátandi). „Þú hefur svikið öll þin loíorð
við mig“.
Hann: „Ja, hvað er að heyra? Það er ekkert til
að gráta yfir, miín elskaða! Eg get svo sem gefið
þér ný.“