Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Page 19
SUNNUDAGUR
195
svo mjög, að loks verða þær ófróðlegar með öllu.
Þau hafa orðið örlög margra bæjarrústaí t. d. í
Þjórsárdal ,og á Landi og þannig fóru Laugar, ná-
grannabær Þórarinsstaða. Þess vegna verður aldrei
hægt að skera úr með rannsókn, hvort þær hafa
eyðzt jafnt Þórarinsstöðum. Verður aðeins sagt, að
mestar líkur séu til, að búskapur hafi aldrei verið
hafður á bæjunum á Hrunamannaafrétti; eftir að
ógnirnar dundu þar yfir, er Hekla gaUs árið 1300,
og heldur ekki á bæjunum tveimur við Hvítárvatn.
En okkur er ekki nóg að vita þetta. Við þurfum
einnig að vita, hve lengi þessi byggð hefur stað'ið.
Það eina, sem víst er í því efni, pr, að Þórarinsstaðir
hafá ekki verið byggðir lengi. Þar eru engar endur-
byggingar, þunnar gólfskánir, litlir úrgangshaugar
og forngripir mjög fáir, en allt eru þetta merki
mjög skammrar byggðar á staðnum. Hér hefur stund-
um verið minnzt á bóndann á Þórarinsstöðum,’ og
hann jafnvel nefndur Þórarinn. En það er alls ekki
ósönnilegt, að þarna hafi aðeins búið einn bóndi, sá
sem þar nam land, byggði bæ og hús, en flúði það-
an aftur árið 1300. Ósagt skal látið, hve lengi byggð
hefur staðið á hinum bæjunum. En langæ hefur hún
ekki verið.
Og nú fer að skiljast, hvert er eðli eyðibyggðarinn-
ar á Hrunamannaafrétti. Svo má heita, að allt mið-
bik lands vors, hálendið, sé óbyggð ein. Byggðin er
eingöngu á misbreiðu belti 1 kringum þessa miklu
auðn. En takmörkin milli byggðar og óbyggðar
'hafa ekki alltaf verið þau sömu. Þau hafa þvert á
móti löngum vérið sífelldum breytingum undirorpin.
Þau hafa verið eins og víglína milli tveggja fjand-
samlegra afla, sem færist stundum fram og stundum
1 aftúr, eftir því hvorum stríðsgæfan er holl í það og
•það'skiptið. Langir góðæriskaflar hafa aukið lífskraft
’ þjóðarinnar, þá hefur byggðin fært út kvíarnar,
teýgt anga sína inn í afdali og upp á heiðar. Þá er
sókn af hennar hálfu og landnám. En þegar .harð-
indi eða óvænta voveiflega hluti ber að höndum, hop-
ar byggðin aftur á hæli, býli og jafnvel heilar
sveitir, sem byggðust meðan allt lék í lyndi, fara
þó í eyði aftur, og jafnan er óvíst, hvort þau byggj-
ast aftur. Óbyggðin eykur þá ríki sitt. Eyðibýlin á
-‘"Hrunamannaafrétti tákna eitt óblaup byggðarinnar
á óbyggðina. Þar eru heiðabýli, sem reist hafa verið
á velmegunar- og gróskuskeiði, en orðið skámmæ,
lagzt í auðg, þegar á móti blés, af því að þau áttu
ekki viðnámsþrótt hinna gömlu, góðu byggðarlaga.
Eldgos hefur sennilega riðið þeim að fullu, en þau
'hefðu varla haldizt lengi við, þó' að það hefði ekki
komið. Þáð er segin saga um allt ísland, að fyrir
Ofan byggðirnar eru afdala- og heiðabýlý sem komin
éru i auðn og vitna sum um langa, önnur mjög
skamma, byggð. Frá þessu sjónarmiði eru eyðibyggð-
irnar merkilegár heimildir um líf þjóðarinnar í land-
inu, um sambúð lands og þjóðar. Og hver einstakur
\