Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Qupperneq 20

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Qupperneq 20
196 SUNNUDAGUR I DJUPIÐ BLATT Nóttin var drungaleg og köld. Annað veifið greiddi vindurinn úr skýjaklökkunum* og tunglið sló silfr- aðri glætu á sjóinn. Svo syrti aftur og útsynningur- inn hreytti úr sér hörðu og þéttu éli, sem pjakkaði á þiljum og gluggum. Báturinn seig hægt upp í vind- inn; lyftist og valt til hliða og einstaka öldutoppur slettist luntalega inn á þilfarið. Vélin skrölti, vind- urinn pískraði í reiðanum, aldan gutlaði við súðiaa, en úr fjarska barst niður úthafsins. Hvergi sáust ljós frá bátum eða skipum, en milli éljanna mótaði fyrir fjöllunum líkt og daufum skuggum. Við vorum fimm á bátnum. Félagar mínir höfðu lagzt til svefns þegar línan var komin í sjóinn, . en ég gætti baujunnar. Áður leiddist mér þessar löngu næturstundir; einn vakandi maður á litlum bát, fjarri landi, umluktur hafi og myrkri. En síðan ég kynntist stúlkunni minni hugsaði ég um hana, og blóð mitt hitnaði og tíminn leið. Og nú var ég að 'hugsa um hve haminCTja okkar yr'ði mikil og lífið fullt þegar barnið kæmi .. . Þá sá ég mann koma upp úr lúkarnum. Hann Stæazaði við öldustokkinn og bar við tunglsbirtuna á sjónum. Það var vélstjór'nn. Hann stóð kyrr nokkra stund, lét goluna leika um sig og strauk hárið. Svo eyðibær, sem oss tekst að kynnast til hlítar, fræðir oss einnig á annan hátt um þessa sambúð. íslend- ingar hafa frá upphafi átt í brotlausri baráttu við kuldann. Veðráttan hefur verið hörð, en tækin til að verjast hörkunni fremur léleg. Óviða sjást merki þessarar baráttu skýrar en í húsakostinum. íslenzkár bæjarhúsabyggingar eiga sér merkilegan þróunar- feril, sem mótaður er af stríðinu við kuldann. Sú kynslóð, sem bj’ó í bæjum cins og Þórar'nsstaða- bænum, virðist hafa verið svo sigursæf í baráttunni, að. hún liafi ekki þurft að hverfa frá mannsæmand: hýbýlaháttum tii þess að halda lífi, cins og síðar varð. Oss skilst, að svo menningarleg húsakymö eru frá þeim góða, gamla tíma, er landið var írjálst og alþýðan ókúguð af kulda og kóngi. gekk hann aftur þilfarið og kom inn í stýrishúsið til mín. Það er sama brælan, sagði hann. Eg játti því. Hann kveikti sér í sígarettu og leit niður í vélarúmið. Er ekki alit í iagi? Jú, það held cg. Hann gekk að einum glugganum, leit íbygg'nn til lofts og sogði: Viltu ckki leggja þig? En bú.... . Eg. gat ekki sofnað. II^aða bölvað ófá er á þér? Æ, ég veit ekki... Hann ætlaði að taka við stýrinu, en ég stóð kyrr. Kannski var það skvamp öldunnar^ þytur vindsins eða tunglsbirtan á andliti hans, en snögglega var ég gripinn undarlegum bevg. Augu okkar mættust augnablik. Svo leit hann undan, lét hendina síga, fór að glugganum, strauk vota rúðuna með lófan- um og lagði að enni sér. Ertu lasinn? spurði ég. Nei, sagði hann snöggt. Við þögðum báðir. Glætan skein á vanga hans, en hún var nógu björt til þess að ég sæi þá óró sem undir bjó. Hann pabbi minn drukknaði, sagði hann. Eg hef ekki hugsað um hann lengi, en nú' mundi ég allt í einu eftír honum og gat ekki sofnað. Jæja .,. ' Hann þagnaði og dró langan reyk úr sígarettunni. Tunglið hv.aff bak við' klakkana og út úm glugg- ann sá ég hvernig hafið dökknaði. Vélin sló sín þungu, jöfnu slög og bátufinn kjagaði áfram. Eg mundi fyrst eftir höndum haús, sagði hann. þær voru svo- þykkar og harðar, en svo öruggar. Ilann var vanur að taka rrt'g í fangið þegar haun kom heim á kvöldin. Og oft sat ég á hnjám hans og hann hélt um hendur m.ínar og við hlógúm sanr- an. Eg var eina barnið. Og seinna leiddi hann mig urn b vpið, niður að höfninni( setti mig í lítinn bát og re’i út á höfnina. Það var fyrsla sjóferðin mín. /

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.