Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Qupperneq 21
SUNNUDAGUR
197
Og þarna sat hann á þóftunni og brosti til mín um
leið og hann reri, en sólin skein á vot árablöðin. —
Já, og þegar hann kom seint úr róðri, hvað maður
varð glaður þegar maður heyrði fótatakið og fann
lykt af fiski, oh'u og sjó. Og svo var það síðasta
nóttin. Eg vaknaði við að hann tók mig í fangið og
bar mig í rúrnið til mömmu. Hún spurði um veðrið
og hann sagði að það vseri gott, en dimmt til lofts-
ins. Svo hagræddi hann sænginni, kyssti okkur og
sagði okkur að halda áfram að sofa. Mamma tók um
hálsinn á mér og horfði á hann sínum góðu aug-
um. Hánn slökkti ljósið og gekk fram 1 eldhúsið.
Birtan þaðan féll inn til okkar um hálfopnar dyrnar.
Og þarna stóð hann pabbi svo stór og sterkur og
var að fara í róður. Gegn um svefninn heyrði ég
fótaták hans og hurðina falla að stöfum þegar hann
fór.
Daginn eftir var ofsaveður. Seint um kvöldið,
þegar myrkrið var skollið á og húsið nötraði, spurði
ég mömmu hvort pabbi kæmi ekki bráðum heim.
Hún tók mig í fangið og þrýsti mér að brjósti sér.
Og hún sagði að ég mætti ekki verða sjómaður. —
Eg svaf lítið um nóttina, því hún vakti. í þrjá daga
beið ég og spurði, þangað til ég sá tár blika á vanga
hennar og þá skildi ég að hann kæmi aldrei aftur
til okkar. Eg var bara níu ára og það var svo skrít-
ið, að hann sem var svo stór og sterkur og átti svo
hlýjar og öruggar hendur, væri horfinn og ég fengi
aldrei, aldrei að sjá hann. Þá hataði ég sjóinn. — En
svona fór það. Hérna stend ég hjá þér og horfi á
hann leika sér að bátnum. Hvenær kemur að okkur
eða förum við í þurru gröfina?
Hann þagnaði og við kveiktum í nýjum sígarett-
um. Ljósbaujan hoppaði á öldunum skammt frá
kinnungnum. '
Það er margt líf ð þótt lifað sér, sagði ég í vand-
ræðum.
Já, það er margt skrítið, það leggst eitthvað kjána-
lega i mig.
Eg sá það ...
Jæja, sleppum því. Svona í koju með þig.
Nei, farðu sjálfur . ..
Eg sofrja ekki. Svona farðu nú frammí.
Og ég fór.
í lúkarnum var hlýtt. Félagar mínir sváfu og einn
hraut mikið. Eg bætti í kabissuna og snaraði mér í
koju. En ég sofnaði ekki strax. Eg var að hugsa um
sögu vélstjórans. Og svo var bað stúlkan mín og
bamið okkar ...
Við vorum komnir að bryggju og farnir að kasta
upp fiskinum þegar við uppgötvuðum það. Einhver
spurði:
Hvar er vélstjórinn?
Ha?
Já, hvar er vélstjórinn?
Fcrmaðurinn var kominn upp á bryggjuna. Þegar
hann heyrði til okkar ruddist hann ofan í bát.
Vélstjórinn. Eg hélt hann væri fram í.
Fram í? sögðum við.
Já, hann fór þangað rétt áður en við komum í land,
sagði formaðurinn.
Hann kom aldrei í lúkarinn, sögðum við.
Einn þaut fram í, annar aftur í, en vélstjórinn var
ekki í bátnum. Við litum hver á annan, sögðum
ekkert, en allir hugsuðu það sama: hann hefur hrokk-
ið út.
Það var farið að rökkva. Bryggjuljósin glittu á
votum og blóðugum þorskinum og köstuðu mjúkum,
titrandi rákum á lygnuna milli bryggjanna. Glamrið
í vélum bátanna blandaðist hrópum manna og bíla-
skrölti.
Jæja, sagði formaðurinn, hnípinn og horfði út fyr-
ir borðstokkinn, hann er sá fyrsti sem ég missi i
sjóinn.
Hann hafði varla sleppt orðunum þegar við heyrð-
um þekkta rödd kalla af bryggjunni:
Voru þið að fáann?
Það var sonur vélstjórans, kartinn ellefu ára
snáði, sem ævinlega var kominn ofan í bát um leið
og við lögðum að bryggju. Hann greip um siglu-
stagið báðum höndum, sveiflaði sér niður á þilfarið
og sagði:
Hvar er pabbi?