Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Page 26
202
SUNNUDAGUR
„Fólkið hérna hefur gert onér rangt til, síðan ég
man eftir mér. Þegar ég var lítill fékk ég stundum
ekki mjólk hálfan veturinn. Þá sagði fólk bara, að
það væri eðlilegt, að stundum væri mjólkurlaust,
þar sem enginn kýr væri. Svo varð ég kraftalaus og
mergsvikinn. Eg væri ánægður, bara ef einhver væri
reiður mín vegna. — Sérðu hvað mér veitist erfitt
að róa?
Þegar ég eltist, langaði mig, til að fara á skóla.
Þá sagði fólk, að fátæktin spyrði ekki að því. Eg
vissi það vel sjálfur. Mig langaði bara til að ein-
hverjum sárnaði það. En það sárnaði engum.
Þegar verið var að byggja vöruhúsið hans Gríms
kaupmanns í fyrra' vetur, hreytti hann oft óhot-
um að þeim, sem voru að vinna. Hann hefur. alla
sína ævi talað við heiðvirða menn eins og hunda.
Þess vegna tóku þeir sér það ekkert til. En einu
sinni kallaði hann mig „letiblóð". Eg er ekkert latur.
Eg fór ekki í vinnuna eftir það. Mér fannst ég vera
eins og hundkvikindi en ekki maður, ef ég snautaði
þangað aftur. Eg gat það ekki. Gat það ekki! Þá sagði
fólkið hérna, að ég væri uppstökkur kjáni og það
væri óðs manns æði, að fara úr svona góðri vinnu,
bara til að þjóna lund sinni. — Eg tók mér þetta
reyndar ekkert nærri — hugsaði ekkert um það,
fyrr en —
Hann var skjálfraddaður, fann það sjálfur og ætl-
aði að hætta við að segja það eina, sem honum já á
hjarta. En stúlkan horfði á hann með sömu eftir-
væntingu og áður.
„Og núna — þegar hún sveik mig — þá velti það
vöngum, fólkið hérna, og sagði, að það hefði verið
von, að hún hefði verið á báðum áttum, þegar henni
buðust gull og grænir skógar. — Þetta var „eðlilegt“
í þess, augum, eins og allt annað. Finnst þér lifandi
innan um svona fólk? Mér er ekkert illa við Grím
gamla og jafnvel ekki stráksvínið hans. En ég hata
fátæklingana héma sem hafa sama hugsi/narhátt og
þeir. Þetta er að vera svikinn af bræðrum sínum“.
Hann hafði suðu fyrir eyrunum og var farinn að
talá lágt og slitrótt. Nú var óðum að skyggja að og
hvessa. Kuldinn smaug um merg og bein. Ósjálf-
rátt var hann farinn að róa af öllum kröftum.
Það fóru kippir um andlit stúlkunnar og hún
deplaði augunum ótt og títt. Tárin brutust fram und-
an svörtu augnahárunum
Allt í einu reis hún á hnén, hallaði sér áfram og
lagði hendur um háls honum.
í þetta sinn vakti það ekki þrá hans eftir unnust-
unni. Það gerði hann rólegan, að finna barnshand-
leggi hennar snerta sig. Hann iðraðist þess nú, að
hann hafði ekki farið í sjálfa spariskyrtuna. Hún
hefði þó frekar verið samboðin þessu gljóbjarta hári
og þessum tárum. Hann hægði róðurinn.
;)Eg skal segja þér, hvað þú átt að gera, ef þú vilt
launa líf þitt“, sagði hann rólega. „Vertu alltaf með
þeim, sem eru beittir röngu. Þá gerir áreiðanlega
ekki betur en þér endist ævin til að launa líf þitt!“
Stúlkan sleppti takinu um hálsinn á honum og
hallaði^ sér fram yfir þóftuna við hlið hans.
Svona hafði þá þetta kvöld liðið. En annað kvöld
— kvöldið þar á eftir — mörg, mörg kvöld — mörg,
mörg —?
Þau nálguðuSt bryggjuna. Þar stóðu þrír, fjórir
menn. Fleiri og fleiri bættust við í hópinn og a
svipstundu var bryggjan orðin þéttskipuð fólki.
Hann sá andlitin óljóst. Það var orðið svo dimmt.
Palli í Nausti reri hægt upp í fjöruna. Honum la
við að hlæja. Þeir máttu glápa. Það höfðu ekki alHr
komið með betri feng $f sjó!
Stúlkan sat við fætur hans. Hann br'osti við henni
í fyrsta sinn. En hún var alltaf jafn alvarleg og dro
andann óreglulega. Var hún 1 raun og veru vitstola?
Hann tók á öllum kröftum og renndi bátnum upp
í fjöruna. Þá var eins og stúlkan vaknaði af dvala-
Hún spratt á fætur, stökk út úr bátnum og hljóp
burt, án þess að líta á hann.
Iiann dró bátinn á land. Fólkið þyrptist í kringum
hann, krakkarnir á undan. Spumingunum rigndi
yfir hann.
„O, hún álpaðist bara út í bátinn“, svaraði hann
önugur^ eins og ekki tæki því að tala um þetta.
„Hann er víst að ganga upp með storm“, sagði ein-
hver og leit til lofts.
Um sama leyti daginn eftir komu þeir feðgarnir
af sjónum.
*„Þú skalt fara heim að borða, pabbi“, sagði PalH-
„Eg kem rétt strax“.
Gamli maðurinn hélt af stað heimleiðis. Sjálfur
stóð hann um stund með hendur í vösum og horfði
á aflann. Hann vildi vera einn. En nú hugsaði hann
ekki um að drekkja sér.
Annað kvöld — næsta kvöld — mörg, mörg kvöld
— mörg, — mörg --------. Hann sá ekki út yfir ÞaU
öll.
En einhvern tíma hlaut sá dagur að renna upp, a^
hann ákalláði allt, sem heilagt er, og lofaði því sama
og hann hafði látið litlu stúlkuna lofa í gær.
Það var hann, sem átti að lofa því.