Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Side 28
204
SUNNUDAGUR
„Þú mátt vera hjá mér“, sagði álíurinn.
„Ef þú eldar mat handa mér og býrð um
rúmið mitt. Konan mín og börnin eru dáin,
og ég er orðinn gamall.
„Hvað fæ ég fyrir?“ spurði drengurinn.
„Það, sem verður í kistunni minni, þegar
ég dey“.
„Hvað er það?“ spurði drengurinn.
„Laun heimsins“, svaraði álfurinn.
„Þau hef ég fengið áður“, sagði drengur-
inn.
En hann var þreyttur og svangur og fór
heim með álfinum.
Hellirinn gamla álfsins var úr silfurbergi
og það glitraði, þegar eldurinn brann á kvöld-
in. Þá tók gamli álfurinn hljóðpípuna sína
og lék svo falleg lög, að pilturinn gleymdi
heimþrá sinni. Á daginn staulaðist álfurinn
út í sólskinið, settist á stein og hlustaði á
lækjarniðinn.
Pilturinn bjó til vondan mat. „Ilvemig
er grauturinn?“ spurði hann, þegar grautur-
inn var sangur.
„Eg er að hugsa um það, sem hún móðir
mín sagði við mig, áður en hún dó“, svai’aði
álfurinn. Hann var orðinn blindur.
Pilturinn bjó illa um rúmið hans. Og þeg-
ar það var sem verst gert, spurði hann:
„Hvernig er búið um?“
„Eg er að hugsa um það, sem hún móðir
mín sagði við mig, áður en hún dó“, svaraði
álfurinn. Hann var kominn í kör.
Loks dó gamli álfurinn. Pilturinn vakti
ekki yfir honum og vissi ekki, hvernig hann
dó. Hann gróf álfinn utan við hellinn og
gerði það illa.
Siðan ferðbjó hann sig, án þess að opna
kistuna. En forvitnin rak hann heim í hell-
inn aftur, og hann lauk henni upp. Þar fann
hann allt, sem gamli álfurinn hafði átt af
góðum gripum. Nú gat hann eignast góða
jörð og búfé. En það bezta var, að hann fann
líka í kistunni hringinn, sem hann hafði gef-
ið leiksystur sinni. Hún var þá ólofuð enn.
Og nú var hún orðin fulltíða stúlka.
Hann hélt til byggða. Þar keypti hann
sér jörð og fénað. Og leiksystir hans varð
konan hans. .Hún var bæði góð og falleg og
þau eignuðust mannvænleg börn.
En hann varð aldrei glaður.
„Segðu okkur frá því, þegar þú varst hjá
ræningjanum, pabbi“, sögðu börnin.
Og hann sagði þeim, hvað hann hefði
unnið ræningjanum vel, hvað hann hefði trú-
að honum ve,l — og hvað ræninginn' hefði
launað það iila.
„En segðu okkur líka frá því, þegar þú
varst hjá gamla álfinum“, sögðu börnin.
Þá sagði hann þeim, hvað álfurinn hefði
verið sér góður og hvað hann hefði launað
sér vel —. En svo þagnaði hann.
„Um hvað ertu að hugsa, pabbi?“ spurðu
börnin.
„Eg er að hugsa um, hvað það muni hafa
verið, sem móðir gamla álfsins sagði, áður
en hún dó“.
Börnin vissu það ekki, sem ekki var von.
— — — Hvað haldið þið, að það hafi
verið?
O. G.
Ilann: „Er ekki drengnum kalt úti í þessu írosti“-
Hún: „Hvað ætli hann hafi vit á því óvilinn“.
□
Iiann: „Þú sagðir einu sinni, að ég hefði eitthvað
við mig, sem þér líkaði vel.“
Hún: „Já, ég hef ekki hugmynd um hvað af þvi
hefur orðið“/
□
Lœknirinn: „Þér verðið að hætta allri andlegri
áreynslu". ; • '
Sjúldingurinn: „Þá missi ég tekjur, því ég er
erfiljóð.' okáld“. t
Læknlinn: „Yður cr óhætt að halda því áfram.“
r
i