Alþýðublaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 13. júní 1969 Juliet Armstrong Töfrahringurinii 18. I Smáauglýsingar — Ég verð að viðurkenna, að það er 'ekkert at- hugávert við húsið. En það er ekki allt undir því komið, að veggirnir séu þykkir og þakið þétt, hér þurfa menn líka að hafa falleg húsgögn og ég held, að þessi húsgögn séu falleg. Hann benti á risastóran maghóníbekk og sófa. — Hér er enginn köngulóar- vefur! Helen kinkaði kolli, en sagði ekkert. Hún var í huganum að flytja húsgögnin frá Willow Close hingað og henni fannst, að þessi húsgögn sæmdu betur hér en húsgögnin, sem voru svo glæsileg og fín á Willow Close. Þau Dermot höfðu bæði fengið venjulegt uppeldi, og börnin höfðu gott af að hætta að lifa í velsæld. Hún efaðist ekki um, að hún gæti fengið Codgett- hjónin til að vera hérna, því að frú Codgett skildi ve! og vissi, hve illa henni leið á Willow Close. Hr. Mas- por vildi endilega sýna þeim allt og klukkan var löngu orðin níu, þegar þau komu heim. Þá sá hún, að Vauxhall Dermots var að renna upp að húsinu og Dermot steig út. Hann sagði glaðlega „sæl" við Hel- en, en virtist þó eilítið undrandi, og svo þrýsti hann hönd Toms. — Voruð þið í ökuferð? spurði hann brosarrdi. Helen kinkaði kolli, en roðnaði við, og Dermot varð enn meira undrandi á svipinn. — Komdu inn og fáðu þér að borða, sagði hún. — Þú hlýtur að vera svang- ur. Frú Codgett lofaði mér að bíða með matinn handa þér. Ég skal sjálf hita súpurra. — Það er óþarfi. Ég vil bara eithvert snarl. Við skulum koma inn í borðstofuna, ef þið nennið þá að horfa á mig borða. Þau gerðu það, sem hann hafði lagt til, og Helen beindi samræðunum að tónlist. Hún hafði einlægan áhuga á sörfg Dermots, enda þótti henrri alltaf skemmi- legt að heyra talað um hann. En í þetta skiptið ætlaði hún einnig að bíða eftir betra tækifæri til að ræða um árangur ökuferðarinnar. Hún bjóst við því, að hann hefði gleymt því, að hún hafði roðnað, þegar hann kom. Err þegar Tom fór eftir klukkutíma, komst hún að raun um, að henni hafði skjátlazt. Hann gekk itil hennar, settist við hlið hennar og tók um hönd hennar og spurði, gamansam- ur, en þó forvitirrn: — Hvers vegna varstu svona skrýt- in, þegar þú komst úr ökuferðinni? Þú heldur þó ekki, að ég sé svo afbrýðisamur, að ég vilji ekki leyfa þér í ökuferð með frænda þínum, þótt svo að hann sé álitinn mesta kvennagullið í sveitinni? — Auðvitað ekki. Hún brosti, en sagði svo’spennt: -— Hann ætlar að leigja hitt býlið sitt. Það heitir North End. Hann fór með mig til að sýna mér það. — Hvers vegna langaði þig til þess? spurði hann -f)g nú sá hún, að hann var steinhissa: — Áttu við, að við eigum að fara frá Willow Clpse og búa á North End? — Mér kom það til hugar, svaraði hún. — Þá skaltu hætta að hugsa um það. Ég þekki húsið og jafnvel þó að ég færi frá Willow Close myndi j ég aldrei flytja þangað. Það er alltof lítið fyrir okkur. j Hann talaði elskulega til hennar, en taugar henn- ar voru svo yfirspenntar, að þetta fór meira í taug- arnar á henni en þótt hann hefði verið reiður. Hún | dró að sér höndina og spratt á fætur um leið og hún . sagði með ofsa: — Þú skilur mig ekki, Dermot! Ég hvorki get né vil vera á Willow Close. Ég er mjög ó- | hamingjusöm hérna. " " . Hann virti hana fyrir sér skelfirrgu lostinn um stund en svo tók hann hana í faðm sér. — Elskan mín, sértu | óhamingjusöm hérna á Willow Close, skulum við flytja , héðan. En við getum ekki flutt í fyrsta húsið, sem þú | fréttir um. Hann kyssti á hálsinn á henrri, en hún j sleit sig lausa og settist þrjózkuleg á svipinn. i —■ Þú skilur þetta ekki, sagði hún. — Það gætu liðið mánuðir, jafnvel ár þangað til, að við fyndum | annað hús. | Svo þagnaði hún, því að Anna kom niður í gráum j slopp og virti þau fyrir sér sigri hrósandi. — Hvað viltu, Anna? spurði Dermot hranalega. — i Ég hélt, að þú værir löngu sofnuð. — Ég gat ekki sofið. Ég kom til þess að sækja I mér bók. Má ég fara inn í dagstofuna? Eftirlætisbækur I llonu eru þar inni. Anna brosti til hans, en hún lét sem hún sæi ekki Helenu. — Flýttu þér! Dermot lét sem hann sæi ekki bros j hennar. — Það er kominn tími til, að allir fari að sofa hérna. — Ég skil vel, að þú sért þreyttur, vesalings Der-1 mot. Unga stúlkan beið ekki eftir svari, heldur fór inn í dagstofuna og kom aftur eftir andartak með nokkrar bækur. Þegar þau voru aftur orðin ein, leit Helen hjálpar- J vana á Dermot. i — Sérðu, hvernig þetta er? spurði húfl. — Ég ér hvorki afbrýðisöm eða illgjörn, en það fer í taugarn-1 ar á mér, hvað augljóst er, að enginn vill hafa mig i hérna. Ég fæ aldrei að hugsa um telpurnar fyrr en við flytjum í hús, sem ég get kallað heimili rnitt. — En ég talaði við Toní, elskan mín. Ég er sann-1 færður um, að hún hagar sér skynsamlegar hér eftir. Dermot virtist vera bæði óhamingjusamur og þreyttur. — Þær haga sér vel meðan þú ert heima, hjartað mitt, en um leið og þú ert farinn, verður allt verra en það var. Helen var gráti næst.— Sandra vill gjarnan vera vingjarnleg við mig, en hún er á krossgötum. | Á aðra hörrdina er vinátta hennar við mig og á hina trúnaður sá, sem hún á að sýna Önnu og Toní. Hún ' verður hrædd, ef ég nálgast hana — eins og Iftill | hvolpur, sem er rétt búinn að læra að sýna húsbónda sínum virðingu. trésmíðaþjónusta Látið fegmann annast viðgerðir og viðhajtd á tréverki húseigna yðar, ásamt breytinigum á nýjiu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjaaadi: Bretti — Hurðir — Véiarlok c<i/uiu deki meo . iirvara fyrh A- kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐASTJÓRAR Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgieðir, hemllavaraMiutir. Hemlastiiling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. Getum útvegað tvöfalt einainigrunargler meg mjög stiuttum fyrirvara, önnumst máltöbu og ísetningu á einföldu og tvöföldu gleri. Einnig ails konar við- hald utainihúss, svo sem rennu- og þafcviðgerðir. Gerið svo vel og leitið tilboða í símum 52620 og 50311./ BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við búlstruð húsgögn. Bóistrun Jóns Ámasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. BIRKIPLÖNTUR til sölu, af ýmsum stærðum, við Lynghvamm 4. — sími 50572. JÓN MAGNÚSSON, Skuld, Hafnarfirði. PIPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein- lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur trafctorsgröf- ur og bíikrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 Heimasímar 83882 — 33982. 31080. SOFASETT með 3ja og 4ra sæta sófum, ennþá á gamla verðinu. BÓLSTRARINN, Hverfisgötu 74, sími 15102. Auglýsingasíminn er 14906.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.