Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Blaðsíða 6
8
9. Kl. 10 þ. 23. júní var fundi framhaldið.
Eftir að fundarstjóri hafði sett fundinn gerði hann
fyrirspurn, hvort nokkrir nýjir fulltrúar hefðu bætst
við, og bað þá að skila kjörbréfum sínum. Var þá lagt
fram kjörbréf Skafta Guðmundssonar Saurbæjargerði,
og tók hann sæti sem fulltrúi á fundinum.
10. Eftir ósk fundarstjóra var fundargerðin frá
deginum áður lesin upp, og hafði enginn neitt við hana
að athuga.
11. Lagt fram álit reikninganefndar.
Formaður nefndarinnar, Bjarni Jónsson bankastjóri,
skýrði nefndarálitið ítarlega fyrir fundarmönnum cg
bar fram svohljóðandi tillögu fyrir nefndarinnar hönd:
»Fundurinn skorar á stjórn Ræktunarfélagsins, að
annast um það, að reikningsfærslu félagsins sé þegar
á þessu ári komið í einfaldara og eðlilegra horf en ver-
ið hefir.
Og ennfremur:
»Hlutaféð í dráttarvélinni »Arður« sé afskrifað um
helming, þ. e. kr. 500.00«.
Eftir töluverðar umræður, var fyrri tillagan feld með
16 atkv. gegn 3, en síðari tillagan samþykt með 12 hi-
kvæðum gegn 4.
Þá kom fram svohljóðandi tillaga frá Davíð Jóns-
syni á Kroppi:
»Fundurinn heimilar stjórninni að selja hlutafé fé-
lagsins í hlutafélaginu »Arður« fyrir það verð, sem
hún frekast getur fengið«.
Samþykt með 20 atkv. gegn 1.
12. Þá voru lagðar fram fyrir fundinn og lesnar upp
»Tillögur til úrskurðar frá endurskoðendum« á reikn-
inga félagsins fyrir síðastliðið ár og voru þær svohljóð-
andi:
1. Tekjuskj. 121a. Má við svo búið standa.