Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Blaðsíða 16
18
ekki yrði starfað frekar að fundarmálum þennan dag,
þar sem nefndirnar yrðu að fara að starfa að þeim
málum, er þeim hefðu verið falin. Var þá fundi frest-
að til næsta dags.
8. Flutti ólafur Jónsson framkvæmdarstjóri fyrir-
lestur um ræktun og áburð, var hann þakkaður með
lófataki af fundarmönnum.
9. Kl. 9 þ. 28. júní var fundi framhaldið. Eftir ósk
fundarstjóra var fundargerð frá deginum áður lesin
upp; voru ekki gerðar athugasemdir við hana.
Á fundinum mættu þessir nýir fulltrúar:
Búnfél. Helgi Jónasson, Gvendarstöðum, S.-Þing.
Búnfél. Sigurður Jónsson, Arnarvatni, S.-Þing.
Búnfél. Jón Marteinsson, Bjarnastöðum, S.-Þing.
10. Hófust framhaldsumræður um tillögur síðasta
búnaðarþings um aðaltilraunastöð á Norðurlandi.
Nefnd sú, er kosin var í málið, lagði fram álit sitt, og
svohljóðandi tillögu til afgreiðslu málsins á þessum
fundi:
»Fundurinn samþykkir að heimila stjórn félagsins
að semja við Búnaðarfélag íslands um það, að Ræktun-
arfélagið taki að sér að reka fullkomna jarðræktartil-
raunastöð fyrir Norðurland með fullri samvinnu við
Búnaðarfélagið gegn aukinni og sérstakri fjárveitingu
handa félaginu í þessu augnamiði.
Takist ekki samningar á þessum grundveili, þá leiti
stjórn Ræktunarfélagsins eftir því, á hvaða grundvelli
samningar geti tekist um aukna tilraunastarfsemi, og
leggi þann samningsgrundvöll fyrir aðalfund félags-
ins, er síðan taki fullnaðarákvörðun um þetta mál«.
Tillagan samþykt í einu hljóði.
11. Framsögumaður fjárhagsnefndar, Helgi Sig-
tryggsson skýrði frá starfsemi nefndarinnar. Hafði