Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 38
40
d. Samanburbvr d gulrófnmfbrigðum.
Af afbrigðum þeim, er reynd hafa verið, ber íslenska
gulrófan af hvað uppskeru áhrærir, en ekki er hún á-
valt frí við trénun. í þeim efnum er Rússneska gul-
rófan öruggari og ennfremur gefur það afbrigði slétt-
ari og minna greindar rófur og geymist betur.
Þó eg að þessu sinni hafi birt dálítinn útdrátt úr
tilraunum þeim, sem Ræktunarfélagið er að láta gera,
þá má ekki líta á það, er eg hér hefi birt, sem endan-
lega niðurstöðu. Athugulir lesendur geta vafalaust haft
nokkurt gagn af tölum þessum og dregið sínar álykt-
anir af þeim, þó engu megi slá föstu og spursmálin
verði eigi gagnrýnd til hlítar fyr en tilraununum er
lokið.
II. Uppskeran.
Uppskera af túnum félagsins hefir verið mjög góð
tvö síðastliðin sumur og uppskera úr görðum sæmileg.
Aftur á móti brást Staðareyjan alveg sumarið 1928,
sem var síðasta sumarið, er félagið hafði eyjuna leigða,
en nú er heyfengur af löndum félagsins orðinn svo
mikill að félagið þarf ekki að leigja engi til þess að
sjá búi sínu fyrir nægu fóðri og er það vel farið.
Uppskeran af löndum félagsins hefur undanfarin
ár verið þannig:
Uppskera í 100 kg. (Fyrir töðuna vegna úr hlöðu að vetrinum).
Taða Úthey Kartöflur Gulrófur Hafrahey
1924 220 116 8 8
1925 240 130 33 75
1926 335 140 50 85
1927 285 140 70 120
1928 360 70 60 70 40
1929 565 60 65 35