Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Side 41

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Side 41
43 c. Ársritiö. Tuttugu og fimm ára afmælisrit Ræktunarfélagsins kom út eins og ákveðið var snemma á árinu 1928. Að réttu lagi hefði því næsta ársrit átt að koma út eftir áramótin 1929. Vegna Búnaðarþings, bændanámskeiða og reikningsskila vanst mér þó eigi tími til að búa árs- ritið undir prentun síðastliðinn vetur og gat það þvi eigi komið út fyr en nú. IV. Verklegar framkvœmdir. Vorið 1928 var bygt fjós úr steinsteypu á Galtalæk fyrir 15 nautgripi, undir fjósinu er vönduð þvaggryfja. er rúmar um 82 ten.m. af þvagi. Þá var og gert við haughús það, er áður var búið að byggja á Galtalæk og gengur fjósið yfir nokkurn hluta þess. f fjósinu eru sjálfbrynningar og er aðstaðan hin ákjósanlegasta tii að hirða í því. Ennfremur var lokið við byggingu á hlöðu þeirri, sem byrjað var að byggja 1927. Rúmar hlaða þessi um 400 hesta af heyi. Síðastliðið vor var gert við íbúðina á Galtalæk. Sett- ur skorsteinn í hana, eldhúsið stækkað og lögð í það skólpræsla og vatnsleiðsla, útbúin geymsla o. fl. Þá var og steypt votheysgryfja áföst við hlöðuna, er rúmar um 100 hesta af heyi, en þrátt fyrir það, þótt hlöðurúm hafi aukist mikið síðustu árin, þá eykst heyfengurinn örar, svo enn þarf að geyma talsvert af heyi í stakk. Vorið 1928 voru brotnar um fjórar dagsláttur af nýju landi og var sáð í það höfrum. Land þetta var plægt aftur haustið 1928, unnið að fullu síðastliðið vor og sáð grasfræi í meirihluta þess og hepnaðist sú gras-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.