Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Blaðsíða 57
50
•Garðávextina vil eg áætla 35000 tn. af kartöflum og
14000 tn. af rófum.
Þar sem ekki eru fyrir hendi innlendar efnarann-
sóknir, sem hægt sé að byggja á meðaltal, er reikna
megi eftir innihald þessarar uppskeru af köfnunarefni,
fósforsýru og kalí, þá nota eg hér að mestu meðaltöl
þau, er próf. Sebelien byggir útreikning sinn á og sem
hann vill kalla »internationale gennemsnitsverdier«
(alþjóðleg meðaltöl). Við að bera meðaltöl þessi saman
við hliðstæðar danskar efnagreiningar af því heyi, er
mest líkist voru og þær fáu íslensku efnagreiningar, er
eg hefi haft aðgang að, þá virðist mér varla geti verið
um mun að ræða, er veruleg áhrif hafi á útreikning-
inn. Hvað kalíinnihald töðunnar áhærir, þá nota eg þó
1.6%, er mér virðist falla betur saman með dönskumog
þýskum efnagreiningum heldur en 1.8%, er próf.
Sebelien notar.
Ársuppskeran ætti þá að innihalda af jurtanærandi
efnum.
Köfn- Köfn-
unar- Fósfór ■- unar- Fósfór-
efni sýra Kali efni sýra Kali
% % % tonn tonn tonn
100000 tonn af töðu 1.7 0.5 1.6 1700 500 1600
3500 tonn af kartöfl. 0.3 0.12 0.6 10.5 4.2 21
1400 tonn af rófum 0.18 0.11 035 2.5 1.5 4.9
Alls af 26550 ha. af rækt. landi tonn 1713 505.7 1625.9
Af ha. af ræktuðu landi kg. 64.5 19.0 61.2
Niðurstaðan verður þá sú, að vér flytjum árlega
burtu úr jarðveginum með uppskerunni 1713 tonn af
köfnunarefni, 505.7 tonn af fósfórsýru og 1625.9 tonn
af kali, eða að meðaltali af hverjum ha. af ræktuðu
landi 64.5 kg. Köfnunarefni, 19.0 kg. fósfórsýru og