Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Page 59
61
um ýmsu héruðum landsins er mjög erfitt að gera sér
grein fyrir, hvað meðaláburðarframleiðsla fyrir hvern
einstakling þessara búfjártegunda muni vera, en eftir
allítarlega athugun hefi eg komist að þeirri niðurstöðu
að varla muni gerlegt að áætla hana meiri heldur en
hér er gert.
Búfjárfjöldinn í landinu var 1926 þannig:
Kýr Hestar Sauðfé
Fullvaxin húsdýr 20025 33976 471436
Ungviði 7832 18892 118601
Ef vér leggjum 2 ungviði móti einni fullvaxinni
skepnu, þá fáum vér:
Reiknað fullvaxið búfé 23941 nautgrip, 43422 hross,
530737 sauðkindur.
Þar sem eg ekki hef aðgang að innlendum rannsókn-
um á frjóefnamagni húsdýraáburðar og þær, sem til
eru, munu líka of fáar til þess að á þeim verði bygð
nothæf meðaltöl, þá verð eg hér að byggja útreikning
minn á erlendum rannsóknum og styðst eg hér aðallega
við meðaltöl þau, er notuð eru 1 jarðræktarfræði N.
ödegaards, 7. útgáfu 1922, en hefi þó jafnframt haft
danskar áburðarrannsóknir til hliðsjónar.
Frjóefnaforði hinnar árlegu húsdýraáburðarfram-
leiðslu í landinu verður þá þannig:
Áburður Köfnunare. Fosf. Kali Köfnunare. Fosf. Kali
tonn %
23941 nautgr. 239410 0.4
43422 hross 65133 0.6
530737 sauðf. 106147 0.8
Sarrtals jurtanærandi efni
% % tonn tonn tonn
0.12 0.46 957.6 287.3 1101.2
0.3 0.55 390.8 195.4 358.2
0.2 0.6 849.2 212.3 636.9
í tonnum 2197.6 695.0 2096.4
Því miður kemur ekki alt frjóefnamagn húsdýraá-
burðarins að notum, talsverður hluti þess tapast á ýnas-