Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Side 67
69
fiskiúrgangur innihaldi um 2% af köfnunarefni og um
1—1.5% af fósfórsýru. Ef vér gerum svo ráð fyrir, að
allur fiskiúrgangurinn nýr hafi numið 80 millj. kg.
eða 30000 tonnum, sem síst mun of hátt áætlað, þá hef-
ur innihald hans af jurtanærandi efnum numið um
600 tonnum af köfnunarefni og um 300—450 tonnum
af fósfórsýru, en það er jafnmikið og finst af þessum
efnum í ca. 4000 t. af kalksaltpétri og 1660—2500 t.
af superfosfat. Eg get búist við að það verði talin
mörg vandkvæði á því að hirða og hagnýta fiskiúr-
ganginn, en á það vil eg þó benda, að í sambandi við
fiskiveiðar Norðmanna er rekin talsverð framleiðsla
af fiskiguanói, sem unnið er úr úrganginum. Þetta
fiskiguanó inniheldur um 8—12% af köfnunarefni og
4—13% af fósfórsýru. Áburður þessi er talinn að
verka hægar heldur en venjulegur tilbúinn áburður,
en verkar aftur á móti lengur. Það er eftirtektarvert
fyrir oss, að Norðmenn sjá sér fært, að hagnýta fiski-
úrganginn á þennan hátt, þrátt fyrir það þótt þeir reki
saltpétursiðnað í svo stórum stíl, að þeim er innan
handar að fullnægja köfnunarefnísþörf jarðræktar
sinnar á þann hátt. Eg tel mér því leyfilegt að álykta
þannig: Að í sambandi við fiskiveiðar vorar sé hægt
að vinna áburð, sem innihaldi allverulegan hluta þess
köfmmarefnis, er vér þörfnumst til þess að viðhalda
og auka ræktun landsins og auk þess alla þá fósfórsýru,
er ræktun vor þarfnast í náinni framtíð.*
3. Áburðúr úr sjávargróðri. Ef leiðir þær til áburð-
arvinslu, er nefndar hafa verið hér að framan, reyn-
ast færar, þá gætum vér á þann hátt trygt jarðrækt
vorri alt það köfnunarefni og mestan hluta þeirrar
fósfórsýru, er hún nú þarfnast, en það eru þau tvö
* Líka mætti framleiða fóðurmjöl úr fiskiúrganginum.