Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Blaðsíða 13

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Blaðsíða 13
Ræktunarfélagið og búnaðarsamböndin. Á síðasta aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands voru samþyktar, eftir tillögum stjórnarinnar, nokkrar breytingar á lögum félagsins. Breytingar þessar standa í sambandi við þá skipun, er á síðastliðnum ár- um hefur orðið á búnaðarsambandsstarfseminni í Norðlendingafjórðungi, og þar sem þær hafa allveru- leg áhrif á starfsvið og starfshætti félagsins, er ástæða til að fara hér um þær nokkurum orðum og gera lítils- háttar grein fyrir hlutverki og afstöðu félagsins í framtíðinni til hinnar sambandsbundnu búnaðarfélags- starfsemi fjórðungsins. Ræktunarfélag Norðurlands er upprunalega stofnað sem einstaklingafélag til þess að vinna ákveðin störf í þágu landbúnaðarins, sem voru allskonar tilraunir á jarðræktarsviðinu og fræðsla og leiðbeiningar í sam- bandi við þær. Þó að starfsvið þess sé alt Norðurland er það als eigi hugsað sem sambandsfélag og það er rás viðburðanna og knýjandi þörf, sem verður þess valdandi, að það er gert að búnaðarsambandi fyrir Norðlendingafjórðung árið 1910. Það er ástæðulaust að rekja tildrögin til þessarar breytingar hér og skal ég láta nægja að benda á, að stofnun sambands fyrir Norðlendingafjórðung var einn liður í því búnaðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.