Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 25

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 25
27 rannsaka áhrif hafraskjólsáðs á eftirfarandi gras- sprettu. f sumar var uppskeran af tilrauninni þannig í 100 kg. af heyi pr. ha. Eftir skjólsáð. Án skjólsáðs. 91.6 96.2 Tilraunin er í fleiri liðum, sem eigi eru teknir með hér. Skjólsáðið virðist draga úr eftirfarandi gras- sprettu, en munurinn er lítill og varla hægt að gera ráð fyrir að hann haldist. 11. Sanianburður á mismwna/ndi fræblöndum með mismunandi áburðarmagni. Tilraun þessi er 2ja ára og verður eigi skýrt frá henni frekar að svo stöddu. 12. Samanburður á sáðtimum. Grasfræinu var sáð eftir hafra sumarið 1930, 25. júlí, 14. ágúst og 5. sept. Uppskeran í sumar var þann- ig í 100 kg. pr. ha. 1. sáðtími. 2. sáðtími. 3. sáðtími. 59.7 52.6 52.0 Tilraun þessa þarf að endurtaka og bæta þá við hana einum sáðtíma svo seint að haustinu, að fræið nái eigi að spíra fyrir veturinn og einum sáðtíma snemma að vorinu til samanburðar. 13. Samanburður á mismunandi undirbúningsræktun. Tegundirnar, sem reyndar voru, voru hafrar, sera- del og gular lúpinur, en árangurinn varð neikvæður, þar sem seradel og lúpinurnar spruttu sama og ekkert, virðist vanta rótarbakteríur. 14. Samanburður á mismunandi sáðblöndun til græn- fóðurs. Reynt var með: 1. Hafra. 2. Hafra og Svalöv Solo-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.