Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 30
Garðyrkjuskýrsla 1931
Trjdrœkt.
Vorið var óvanalega kalt, þessvegna kom allur gróð-
ur mjög seint til. Tré og runnar laufguðust seint, er
tæpast hægt að segja að trén væru allaufguð í maílok,
en eftir þann tíma fór trjágróðrinum allvel fram, þó
júnímánuður væri bæði kaldur og þurviðrasamur.
Merki vetrarins voru ekki eins slæm á trjágróðrin-
um og oft hefur verið áður. Toppkal sást næstum ekki
á stærri trjám, nema einstöku tegundum, sem altaf
kala á hverju ári hvernig sem viðrar, því þó veturnir
séu góðir, eru þeir þó altaf of harðleiknir fyrir þeirra
fínbygðu árssprota, t. d. má nefna Acer Platanoides og
Sambucus nigrum, af þeirra ársvexti eyðilegst mikið
á hverjum vetri.
I græðibeðum stóðu plönturnar vel, mjög lítið sem
hafði dáið og lítið toppkalið. Aftur á móti hafði dálítið
týnt tölunni í fræbeðunum, bó ekki eins mikið og
marga undanfarna vetur. Það, sem eftir lifði í fræ-
beðum, stóð vel, og fór vel fram í sumar og sumu ágæt-
lega eftir ástæðum. Þó vorið væri kalt, virtist trjágróð-
ur ná sér furðanlega, og standa vel þegar fram á sum-
arið kom. í júnílok stóð Heggur alsettur stórum og
fallegum blómum upp í topp, og baunatré og geitblöð-
ungur voru að byrja að blómstra.