Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 36

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 36
38 hefur nokkurnveginn á valdi sínu, meðan hinir liðirnir eru ýmist fastir samningsbundnir útgjaldaliðir, svo sem vextir og afborganir þeirra skulda, sem á fram- leiðslunni hvíla, eða eru háðir þörfum og kröfum ann- ara aðila og það er því eðlilegt, að þegar framleiðand- inn stendur gagnvart þeirri staðreynd, að framleiðsl- an ber sig ekki, þá verði honum fyrst fyrir að reyna að draga úr þessum útgjaldalið svo sem verða má, og er því í alla staði eðlilegt, að bændunum verði það fyrst fyrir á yfirstandandi krepputímum að yfirvega, hvað þeir geti sparað á þessum útgjaldalið. Fram á síðustu tíma, hefur hverfandi lítill hluti af tilkostnaðinum við landbúnaðarframleiðslu vora geng- ið til kaupa á áhöldum og hráefni, en síðustu árin, hafa kaup á jarðvinslu- og heyvinnuvélum, fóðurefnum og tilbúnum áburði farið mjög í vöxt og valda því breyttar ræktunar- og framleiðslustefnur. Hvort vér getum sparað oss þessi útgjöld og á þann hátt gert framleiðsluna ódýrari, verðum vér því nú að íhuga mjög gaumgæfilega og vil eg í eftirfylgjandi línum leggja lítið eitt til þeirrar rannsóknar hvað tilbúna áburðinn áhrærir. Samkvæmt innflutningsskýrslum, hefur verið greitt fyrir tilbúinn áburð 1928 kr. 258511 og árið 1929 kr. 493874. Skýrslur fyrir tvö síðastliðin ár vanta, en sennilega hefur áburðarinnflutningurinn aukist eitt- hvað á þeim tíma. Verðmæti útfluttra landbúnaðaraf- urða hefur numið árið 1928 kr. 8599000 og árið 1929 kr. 8463000. Nú eru útfluttar landbúnaðarafurðir að- eins nokkur hluti af landbúnaðarframleiðslunni, því vafalaust er meira en helmingur hennar notaður inn- anlands. Það liggur því í augum uppi, að þó að verð- mæti þessarar framleiðslu hafi lækkað mjög mikið tvö síðastliðin ár, þá getur verðmæti aðkeyptra áburð-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.