Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 37

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 37
39 artegunda aldrei numið nema öriitlum hluta af heild- artilkostnaðinum við framleiðslu landbúnaðarafurða, og þó að upphæð sú, sem vér að undanförnu höfum varið árlega til áburðarkaupa, sé all álitleg og þótt fært væri að strika hana algerlega út án nokkurar aukningar á öðrum kostnaðarliðum, þá mundi það eng- anveginn nægja til að skapa jafnvægi milli fram- leiðsluverðs og tilkostnaðar við búrekstur vorn. Samt sem áður væri þetta spor í rétta átt ef hér væri í raun og veru um sparnað að ræða, en áður en vér stígum þetta spor er nauðsynlegt að vér gerum oss ljósar þær afleiðingar, sem það hefur í för með sér. Undanfarin ár hefur sú stefna verið mjög ríkjandi í ræktunarmálum vorum að auka sem mest fóðuröflun af ræktuðu véltæku landi. Oss virðist hafa verið það fyllilega Ijóst, að heyöflun á óræktarlandi var niður- drep á landbúnaði vorum og að ræktun og aukin véla- notkun miðaði að því að framleiða betra og ódýrara fóður og gera fóðuröflunina öruggari í misjöfnu ár- ferði heldur en áður hafði verið. Þar sem oft hafa bæði í ræðu og riti verið færð mjög skír og óyggjandi rök fyrir réttmæti þessarar stefnu, og viðhorfið, hvað þetta áhrærir, er að engu leyti breytt, sé eg ekki ástæðu til að endurtaka þau hér. Hve stefna þessi hefur notið almenns fylgis, sýna þær miklu jarðyrkjuframkvæmdir, sem gerðar hafa verið hér síðastliðin ár. Samkvæmt jarðabótaskýrslum hefur nýræktin verið: Árið 1926 543,6 ha. — 1927 703,3 — — 1928 1068,2 — og þrjú síðustu árin hafa vafalaust verið ræktaðir að nýju til yfir 1000 ha. árlega. Það má því fullyrða, að

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.