Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 38
40
síðastliðin 6 ár hafi nýyrkjan numið samtals um 6000
ha., auk þess sem umbætur á eldri ræktun (túnaslétt-
ur) hafa á sama tíma numið um eða yfir 2000 ha.
Höfuðástæðurnar til þessara miklu ræktunarfram-
kvæmda eru:
1. Almennur skilningur manna á yfirburðum rækt-
unarinnar fram yfir óræktina.
2. Jarðræktarlögin og sá mikli stuðningur, sem veitt-
ur er af opinberu fé til jarðræktar samkvæmt þeim.
3. Greiður aðgangur að áburðarauka (tilbúnum
áburði).
Eg geri fastlega ráð fyrir þvi, að flestum jarðrækt-
armönnum sé það fyllilega ljóst, að þrátt fyrir góðan
vilja og ríflegan opinberan styrk, mundi ræktuninni
hafa miðað hér hægt áfram ef eigi hefði verið hægt að
fylgja henni eftir með nægum og hagkvæmum áburði.
Jarðræktarlögin og almennur áhugi sköpuðu viljann til
framkvæmdanna en tilbúni áburðurinn gerði þær
mögulegar. Reynsla og rannsóknir hafa sýnt og sann-
að, að mjög mikið skortir til, með þeim áburðaraðferð-
um, sem vér höfum á valdi voru, að áburðarframleiðsla
búfénaðarins nægi til að rækta fóður þess þó að á frjóu
og fomræktuðu landi sé, hvað þá ef um ófrjótt og ný-
yrkt land er að ræða. Áburðarkaupin hafa því eigi ein-
ungis verið réttmæt, heldur líka óumflýjanlegt undir-
stöðuatriði fyrir ræktunarframkvæmdir þær, sem unn-
ar hafa verið í landinu síðustu árin.
Fróðum mönnum telst svo til (M. St. Búnaðarrit
1931, bls. 392), að styrkur ríkissjóðs til jarðabóta
samkv. jarðræktarlögum hafi numið til ársloka 1930
nær 2,5 miljónum króna, og að bændur hafi á sama
tíma lagt fram til jarðarbóta nær 10 miljónir króna
umfram það sem styrkurinn nemur. Langmestur hluti
þessa fjár hefur beint eða óbeint gengið til jarðyrkju,