Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 39
41 eða með öðrum orðum, jarðræktarframkvæmdir þær, sem gerðar hafa verið í landinu síðan jarðræktarlögin gengu í gildi, verða að greiða vexti og afborganir af mestum hluta þess fjár, sem á sama tíma hefur verið varið til jarðabóta af ríki og einstaklingum, því þó sumt af þessu fé hafi gengið til að byggja hlöður, vot- heysgryfjur, haughús og safnþrær, þá er það vafalaust minnihlutinn og þessar framkvæmdir í svo nánu sam- bandi við ræktunina, að það hlýtur að falla á hana að standa straum af kostnaði þeim, er þær hafa haft í för með sér, engu síður en af hinum beina ræktunar- kostnaði. Það skiftir því eigi litlu máli frá þjóðhag- fræðilegu sjónarmiði séð, að jarðræktin sé þannig framkvæmd og starfrækt að hún geti svarað sem mest- um arði af því fé, sem til hennar hefur verið varið. Nú veit hver maður, sem um þessi mál hugsar, að mikil og góð uppskera er fyrsta skilyrðið til þess, að ræktunin geti gefið góðan arð og að uppskeran af þeirri ræktun, sem hér hefur verið framkvæmd síðustu árin, hefur að miklu leyti verið framleidd beint eða óbeint með tilbúnum áburði. Ef vér athugum búnaðarskýrslurnar, sjáum vér að töðufengurinn hefur undanfarin ár verið þannig: 1912—1916 684507 hestar að meðaltali árlega. 1917—19221) 662829 — — — — 1923—1927 822581 — — — — 1928—1929 878965 — — — — Þessar tölur sýna það greinilega, hve mikið töðufall hefur aukist hér síðastliðinn áratug eða síðan 1923, og þó er töðuaukningin raunverulega meiri en þessar tölur sýna, því hún kemur vafalaust mest í ljós síðast- ]) 1918 ekki tekið með. Töðufengur það ár aðeins 384939 hestar.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.