Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 46

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 46
48 Að búfjáráburðurinn jafnast fyllilega á við tilbúna áburðinn síðastliðið sumar, þótt veðráttan væri mjög óhagstæð fyrir notkun hans, getur einungis verið að þakka breytingu þeirri, er gerð hefur verið á áburðar- skamtinum og bendir það ótvírætt í þá átt, að það sé heppilegt fyrir heildarafnot áburðarins, að nokkur hluti hans sé auðleystur og komi jurtunum fljótt að notum, við það eykst efnatökuafl þeirra, svo þær geta betur hagnýtt sér hin torleystari efnasambönd hans. Það er því vafalítið, að með saltpétri í stað þvags hefði mátt ná sama árangri og framanskráðar tilraunanið- urstöður sýna. Tilraunir og reynsla hafa sýnt, að talsverður munur er á notagildi tilbúna áburðarins, eftir ásigkomulagi og gróðri þess lands, sem hann er borinn á, vér verð- um því að taka fyllilega tillit til þessa, ef vér viljum spara áburðinn og fá sem mesta uppskeru fyrir það fé, er vér verjum til áburðarkaupa. I þessum efnum verður hver og einn vitanlega fyrst og fremst að byggja á þeirri reynslu, sem hann hefur aflað sér með notkun tilbúins áburðar á undanförnum árum, en venjulega mun mega ganga út frá, að nýræktarlöndin greiði áburðinn betur en gömlu túnin og sáðslétturnar betur en aðrar tegundir ræktunar. Skulu þessu til sönnunar nefndar hér nokkrar tölur frá tilraunum Ræktunarfélags Norðurlands. Áburðarkostnaður í krónum á heyhest í samanburð- artilraun með ræktunaraðferðir (meðaltal 4 ára): Þakslétta. Sjálfgræðsla. Sáðslétta. Úr órækt. Úr túni. Úr órækt. Úr túni. Úr órækt. Úr túni 2,47 1,91 2,87 1,99 1,66 1,37 Það mun láta nærri, að áburðarkostnaður í krónum á heyhest og heyhest af vaxtarauka, hafi síðastliðið

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.