Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Page 48
50
leiðir út úr kreppunni og afleiðingum hennar, enda
verða þær tæplega fundnar án ýtarlegrar rannsóknar
á ástæðum landbúnaðarins og gagnkvæmrar samvinnu
og samtaka allra þeirra aðila, er að þessum atvinnu-
vegi standa. Þó langar mig til áður en eg skil við þetta
efni, að benda lauslega á, hvar byrja þurfi og hvað
fyrst þurfi að gera, til þess hægt sé að fá þá undir-
stöðu, er nothæf úrlausn þessa vandamáls verði bygð á.
1. Hver bóndi verður að gera sem nákvæmasta áætl-
un um hina reikningslegu afkomu búrekstursins, því
það er fyrsta skilyrðið, til þess hann geti gert sér fulla
grein fyrir, hvað þurfi að gera og sé fært af fram-
kvæma til að draga úr reksturshallanum. Ábyggileg-
astar niðurstöður gefa vitanlega búreikningar, en án
þeirra á hver athugull bóndi að geta gert sér nokkurn-
veginn nákvæma grein fyrir:
A. Fjármagni því, er í búrekstrinum stendur, svo
sem: Jörð, byggingum, búfénaði, vélum og verkfærum
og innanstokksmunum.
B. »Brútto«-tekjum búsins af búfénaði, garðyrkju,
heysölu o. s. frv.
C. útgjöldum búsins til verkalauna, áburðarkaupa,
fóðurbætis, annarar nauðsynjavöru, vaxta og afborg-
ana af skuldum þeim, er á búinu hvíla og opinberra
þarfa.
D. Tekjum þeim, er hann sjálfur fær af búinu fyrir
vinnu sína og sinnar fjölskyldu og í vexti af fé því, er
hann á skuldlaust í búrekstrinum.
2. Hvert hreppabúnaðarfélag þarf að safna skýrsl-
um um búnaðarástandið innan hreppsins, svo sem:
A. Ræktað land hverrar jarðar, ræktunarástand
þess, uppskeru og áburðarmagn það, sem árlega er
notað til að viðhalda ræktuninni.
B. Byggingar jarðanna og ásigkomulag þeirra, svo