Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Side 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Side 50
52 framleiðslu og tæplega forsvaranlegt að flytja inn i landið fyrir miljónir króna landbúnaðarafurðir og vör- ur unnar úr þeim, á sama tíma, sem vor eigin fram- leiðsla af þessum afurðum, er seld út úr landinu fyrir lítið verð eða liggur verðlaus í vöruskemmunum. (Árið 1929, nam innflutningur landbúnaðarafurða sem vér framleiðum og getum framleitt, nær 1,5 milj. króna og sama ár var fatnaður og fataefni úr ull og bómull flutt inn fyrir fleiri miljónir króna). 4. Hið opinbera framkvæmdarvald landsins verður að láta rannsaka gaumgæfilega, hvort hægt sé með op- inberum ráðstöfunum, sérstökum lögum, þvingunar- ráðstöfunum til bráðabirgða eða á annan hátt, að tryggja landbúnaðinn og afkomu hans og vafalaust getur þing og stjórn á margvíslegan hátt stutt bænda- stéttina og félagsleg samtök hennar í barátunni gegn kreppunni, en um þau úrræði skal eg eigi fjölyrða, því til þess hægt sé að beita opinberum ráðstöfunum í rétta átt og á réttan hátt, er nauðsynlegt að vér sjálfir gerum oss fyllilega ljóst, hvernig ástæður atvinnuveg- arins í raun og veru eru og hvað vér af eigin ramleik og með mætti vorra eigin félagssamtaka getum gert honum til bjargar. í desembermánuði 1931. ÓUtfur Jónsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.