Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 56
58 tapist af vetrarrakanum, sem er nauðsynlegur fyrir spírun grasfræsins. Fyrstu 6 vikurnar, eftir að grasfræinu er sáð, ber lítið á frægresinu, þvi bæði þarf fræið langan tíma til að spíra og svo eru grasspírurnar svo smáar í byrjun, að þær vaxa mjög hægt. Á þessu tímabili er arfahætt- an mest. Sjaldan sprettur arfinn jafnt yfir alt flagið, heldur í smáblettum og breiðum, þar sem arfi hefir vaxið sumarið áður og felt fræ. Slíkar arfabreiður er nauðsynlegt að slá svo fljótt sem hægt er, svo þær eigi nái að kæfa frægresisspírurnar og mynda fræ, og þarf oft að slá slíka arfabletti 2—8 sinnum fyrsta sumarið. Sé arfinn eigi þéttari í sléttunum en svo, að frægresið vaxi upp samhliða honum, getur verið nægilegt að slá með skörpum ljá efstu toppana af arfanum þegar hanft er að blómstra, því við það kippir svo úr vexti hans, að frægresið getur náð yfirhönd og visnar þá arfinn og deyr. Sé þessa vandlega gætt, þarf arfinn eigi að valda neinu verulegu eða varanlegu tjóni í fræsléttun- um. Góð jarðvinsla, nægileg frami'æsla og mikill og góður áburður stuðlar alt að því að auka vaxtarhraða og þroska frægresisins og vinnur þannig óbeinlínis á móti arfanum. Arfa, sem sleginn er áður en hann nær að mynda fræ, má að skaðlausu nota til skepnufóðurs, en hafi hann náð fræþi'oskun þarf að gæta allrar varúðar við meðferð hans og hindra að hann nái að fella fræið og breiðast þannig út. Er þá öruggast að grafa hann í jörð hráan eða fyrirbyggja á annan hátt, að hann geti valdið tjóni. Svo sem kunnugt er, er arfinn mjög algengt illgresi í matjurtagörðum og gerir þar mikið tjón árlega. Að þessu sinni verður þó eigi rætt um arfann á þeim vettvangi, þó þess væri þörf, en vegna þess, hve arfa-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.