Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 29
31
Mýrasvæði þessi hafa til skams tíma verið algerlega ó-
bygð og ónytjuð. Þetta land var einskonar »Ódáðahraun«
Dana. Ókunnugum var talið ófært um lyngkjörr og fen
mýranna. Sagnir eru til um hálfgerða útilegumenn og
annað illþýði, sem þar á að hafa haldið sig, og um menn
er lögðu leið sína út í mýrarnar, hurfu og komu aldrei
aftur til mannabygða. Mestallar mýrarnir voru í landar-
eign einnar jarðar, aðalsetursins Birkelse.
Það er ekki undarlegt þótt margar uppástungur kæmu
fram að nema þetta land til einhverra nytja. Einkum eftir
1864 er kjörorð Dana varð: Það, sein er tapað út á við,
verður að vinnast heimafyrir.
Á stríðsárunum kom mjög til orða að efna til mikils-
háttar móvinslu í Miklumýrum. Setja þar á stofn iðnaðar-
fyrirtæki, og byggja rafstöðvar, er notuðu móinn sem
orkugjafa. Var þá varið 40 þús. kr. til að rannsaka mýr-
arnar og notkunarmöguleika þeirra. Upphæðin talar sínu
máli um það, að Danir kunna að undirbúa framkvæmdir,
og þó talar hún ljósast uin það, að þeir viðurkenni,
gleggra en hér er lenska, að mikilsverðar framkvæmdir,
verða að undirbúast ítarlega ef vel á að fara, og að því
fé, sem til góðs undirbúnings er varið, er ekki á glæ
kastað.
Svo lauk stríðinu, eldsneyti féll í verði og móvinsluhug-
myndin var þar með úr sögunni. 1920 var skipuð nefnd
manna til að koina fram með ákveðnar tillögur um notkun
mýranna. Nefndin réði til að ríkið keypti part af mýrun-
um og ræktaði þær. 1921 keypti svo ríkið 2800 ha. af að-
almýrunum og ræktun svæðisins hófst þá um vorið, undir
stjórn nefndarinnar. Nú er svæðið fullræktað, allt eitt tún,
nema 22 ha. svæði, sem er látið óhreift og friðað. Hér
hefir skeð æfintýri, sem fróðlegt er á að hlýða, og fjöldi
ræktunarmanna hefir hlýtt á með athygli, bæði innan
Danmerkur og miklu víðar.