Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 31
33
unina, sem ekki eru unnin með mannsafli og handverk-
færum, hafa verið framkvæmd með vélknúðum verkfæruin,
því hestum hefir ekki orðið viðkomið, sökum þess, hve
jarðvegurinn er laus, mýrarnar ófærar hestum, allt til að
búið er að rækta þær og grasbinda.
1921 var keyptur einn þúfnabani, af sömu gerð og sá
er hingað kom, til þess að vinna mýrarnar. Síðar var bætt
við tveim vélum, af sömu gerð, og 1934 keypti loks rækt-
unarnefndin, er séð hefir um allar framkvæmdir danska
ríkisins í Miklumýrum, 2 þúfnabana, ásamt rifrildi úr
þeim þriðja, frá Akureyri. Voru það vélar þær, er þangað
voru keyptar frá Svíþjóð 1927. Þær voru notaðar á Akur-
eyri og þar í grend fáein ár, uns viðhald þeirra þótti of
dýrt, og dráttarvélarnar leystu þær af hólmi.
Auk þess, sem þúfnabanarnir hafa verið notaðir til þess
að tæta mýrarnar, hafa þeir verið notaðir til að draga ýms
stærri verkfæri, en auk þess hafa einnig verið notaðar
dráttarvélar með verkfærum við þeirra hæfi. í sambandi
við vélanotkunina hefur verið bygt verkstæði, vel útbúið,
og vélahús. Vinna menn þeir, er með vélunum vinna að
ræktuninni, þar að viðgerðum og viðhaldi véla og verk-
færa þann tíma vetrar, er eigi verður unnið að ræktunar-
störfum.
Vinslunni hefir verið hagað þannig: Að lokinni fram-
ræslu og jöfnun, þar sem hennar þurfti með, hefir landið
verið tætt einu sinni. Þá hefir verið flutt kalk í flögin,
kalkleir, 50—70 teningsmetrar á ha., en það svarar til
þess, að 18—-25 þús. kg. af kolsúru kalki komi á ha.
Kalkleirinn, sem er þungur í vöfunum, hefir verið fluttur
með færanlegri sporbraut. Þegar búið er að dreifa kalk-
leirnum, er borin á fosfórsýru- og kalíáburður, 300 kg.
Superfosfat og 200 kg. Kalí á ha. Þá er tætt á nýjan leik
og svo strax sáð grasfræi. Þessum störfum er hagað þann-
ig, að einn vetur líði frá því að kalkleirinn er borinn á, til
3