Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 37
39
550 krónur. Þeir hafa leikvang og leikfimissal til afnota
og að vetrinum njóta þeir kvöldskólafræðslu í búfræði.
Hér er því um að ræða samband af vinnumennsku og
skólanámi, og virðist geta farið vel á því. Ef til vill mætti
ætla, að unglingarnir sæktu ekki fast vinnuna með þessu
fyrirkomulagi. Er því þess að geta, að hver piltur á að
hirða gripi í tveimur sambygðum fjósum eða 104 gripi.
»Nú orðið vilja ungu mennirnir hafa það þægilegt, það er
ekki hægt að komast fram hjá þeirri kröfu, þess vegna
ætlum við þeim ekki meira starf«, sagði ráðunauturinn.
Honum fanst það svo sem ekki neinn þrældómur að hirða
100 gripi.
Nú er nærtækt að spyrja: Hvað kostar þetta? Erfitt
mun vera að fá nákvæmar upplýsingar um það. En því er
líka til að svara, að aðgerðir eins og þær, er miða að því
að vinna bug á berklaveiki í nautgripum, verða ekki auð-
veldlega metnar til peninga. Annars er upplýst, að meðal-
verð hins ræktaða lands sé nú 1684 krónur á ha., en það
er allur ræktunarkostnaður og verð það, er gefið var fyrir
landið óræktað. Mun láta nærri, að ræktunarkostnaðurinn
hafi víðast verið um 1300 kr. á ha. Kölkun landsins er
einn af tilfinnanlegri liðum kostnaðarins, og það er liður,
sem við höfum ekki af að segja við nýræktina. Hvað sem
segja má um þennan ræktunarkostnað, eru þeir sem að
honum standa ekki neitt beygðir yfir honum, því nú er
ákveðið, að danska ríkið kaupi í viðbót 800 ha. af órækt-
uðu mýrlendi við hlið þess, sem ræktað er, og láti rækta
það á sama hátt á næstu árum. Þegar því verður lokið
eru Miklumýrar nær fullræktaðar, því einstaklingar hafa
ræktað jaðarsvæði mýranna jafnóðum og það varð kleyft,
er aðalmýrarnar voru ræstar fram og ræktaðar. Hér er
því óneitanlega mikil nýlenda við landið lögð.
Kostnaður við kvígueldið á uppeldisstöðinni er áætlað-
ur 100 kr. á kvígu fyrir 17 inánaða »uppihald«. Af því er