Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 44
46
áburði á ha. Smáranum virðist engin hætta búin, þótt
köfnunarefnisáburði sé alveg slept, en kalí og fosfór-
sýru má hann alls ekki skorta.
3. Það atriðið, sem hefur þó hvað mest áhrif á vöxt og
viðgang smárans er sláttutíminn, eða að slétturnar séu
slegnar snemma, því vegna þess, að smárinn vex frem-
ur hægt framan af sumri, en grasið hinsvegar ört, er
einmitt hætt við, að smárinn gangi til þurðar sé seint
slegið. Nú hefur reynslan sýnt, að heppilegt er að slá
sáðsléttur snemma yfirleitt, því þótt af því leiði, að
uppskeran verði fremur rýr í fyrra slætti, þá vinst það
upp að miklu leyti í seinna slætti og vafalaust að öllu
leyti, þegar tillit er tekið til þess, að snemmslegin taða
hefur að öðru jöfnu, mun meira fóður og notagildi,
heldur en sú taða, sem seint er slegin. Eftir fyrri slátt
vex smárinn tiltölulega örara en grasið, og getur þá
fylliega kept við það, enda ber altaf mest á smáranum
í seinni slætti og vaxtaraukans af honum gætir þá
einnig mest. Smárinn þolir slátt injög vel, og virðist
þéttast því meir, því þéttar sem hann er sleginn. Sama
gildir og um beit. Má nota þetta til að auka gengi
smárans þar sem hann er í hnignun.
Hér hefur verið drepið nokkuð á þau sönnunargögn, er
verða fyrst fyrir, til að leiða allsterkar líkur að því, að
smáraræktun — fyrst og fremst ræktun hvítsmárans —
megi takast hér betur en alment hefur verið haldið, og
betur en sáðslétturæktun vor bendir yfirleitt til, eins og
hún er víðast hvar. Eg hefi rakið þetta frá þvi sjónarmiði,
að við ræktun smárans fengist betri taða og köfnunarefn-
isáburður sparaðist, þótt óreynt sé, hvort komist verður
eins langt í þá átt eins og Danir við ræktunina i Miklu-
mýrum, er gaf mér tilefni til þessara smárahugleiðinga.
Á þá ekki að fara að blanda meiri smára, miklum