Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 48
50
kveðnum fjárhagslegum stuðningi til framkvæmdanna, éf
óneitanlega mikil hvöt, en leiðbeiningar og fræðslu, sem
miða að því að lækka tilkostnaðinn við framkvæmdirnar,
eða auka arðsemi þeirra, geta verið eins mikils eða meira
virðis, því beinn fjárstyrkur kemur að harla litlum notum
ef framkvæmdirnar mishepnast að meira eða minna leyti
fyrir vankunnáttu. Fyrsta skylda ríkisins gagnvart fram-
leiðslunni og atvinnuvegum landsins, er að tryggja þeim
næga og viðeigandi fræðslu um, hvernig framkvæmdunum
beri að haga til þess að þær komi að tilætluðum notum.
Fræðsluna má veita á ýmsa vegu, í ræðu, riti og ineð
verklegum leiðbeiningum. Hana má veita ineð skólum,
námskeiðum og sérfræðilegum ráðunautum, en undirstaða
allrar hagnýtrar fræðslu er þekking, sem fá verður í flest-
um tilfellum, með ítarlegum tilraunum, nákvæmum athug-
unum og langri reynslu.
Þær 3 meginstoðir, sem heilbrigt atvinnulíf verður að
byggjast á eru því, rannsókn, fræðsla og framkvæmd og
fyrsta skylda stjórnarvaldanna er að tryggja það, að at-
vinnuvegir þjóðarinnar og sú fræðsla, sem þeim er látin
í té, byggist á nægilega ítarlegri og staðgóðri rannsókn.
Það er harla mismunandi, hversu mikil nauðsyn inn-
lend rannsóknarstarfsemi er fyrir atvinnuvegi vora, og
sjálfsagt er fyrir fámenna og fátæka þjóð að hagnýta sér
erlenda reynslu og rannsóknir svo sem frekast er kostur.
Þau not, sem hægt er að hafa af erlendri reynslu og til-
raunastarfsemi fyrir landbúnaðinn, eru þó mjög takmörk-
uð og einkum þó hvað jarðræktina áhrærir. Mismunandi
náttúruskilyrði, jarðvegur, veðrátta, jurtagróður o. fl.
valda því, að tilraunaniðurstöður verða ekki athugasemda-
laust yfirfærðar frá einu landi til annars, tæplega heldur
frá einum landshluta til annars. Af þessu leiðir, að eigi að
reka landbúnað á heilbrigðum og öruggum grundvelli,
gera kapital, sem í hann er lagt, arðberandi, og fyrir-