Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 56
Ó8
Þegar þessar tölur eru athugaðar, þá virðist það engin
fjarstæða, þótt Búnaðarþingið 1929 færi fram á, að Al-
þingi veitti árlega 30—40 þús. króna rekstursstyrk til
ræktunartilrauna. Það væru minni öfugmæli að segja, að
það hafi verið fjarstæða af Búnaðarþinginu að fara ekki
frarn á rnikiu hærri fjárveitingu í þessu augnamiði.
Eftir að Búnaðarþingið 1929 bar fram tillögur sínar um
tiiraunastarfsemina, liggur málið að mestu niðri þar til á
Alþingi 1934, að Þorsteinn Briem flytur frumvarp uin til-
raunastarfsemi í þágu landbúnaðarins, sem í áðalatriðum
var sniðið eftir tillögum Búnaðarþingsins frá 1929. Bún-
aðarþingið 1935 mælti eindregið með því að þetta
frumvarp næði fram að ganga með nokkurum breytingum.
Síðan hefur ekkert gerst í málinu svo kunnugt sé.
Fyrir atbeina Búnaðarfélags Islands og Búnaðarþings,
hefur þó aðstaða ræktunartilrauna batnað nokkuð á þeim
árum, sem liðin eru síðan 1929. Tilraunastöðin á Sám-
stöðum hefur eflst til mikilla muna, hafa verið reistar þar
allmiklar byggingar og landrýmið aukið. Sama má segja
um tilraunastöð Ræktunarfélagsins. Þessar tvær stöðvar
eru nú það vel búnar að byggingum og landi, að litlu þarf
við að bæta, þó að tilraunastarfsemin á þessum stöðvum
væri aukin að miklum mun. Hinsvegar er rekstursfé stöðv-
anna mjög takmarkað og háir það starfsemi þeirra. Þeg-
ar búið er að greiða nokkura útgjaldapósta stöðvanna,
svo sem laun forstöðuinanna, sem þó eru lág samanborið
við það er annarstaðar tíðkast, viðhald og endurbætur
mannvirkja og áhalda, vexti og afborganir af bygginga-
lánum, sem óhjákvæmilegt hefur verið að taka og ýms
opinber gjöld, þá fer harla lítið af rekstursfjárstyrknum
að verða afgangs til tilraunanna sjálfra. Má telja furðu-
legt, hve mikið af tilraunum stöðvarnar gera, þrátt fyrir
hin þröngu fjárráð. Má svo segja, að orðið hafi að velta
hverjum peningi tvisvar, sem þessi starfsemi hefur ráðið